Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 16
lega í brekkurótum. Reynsia hér-
lendis er sú, að framræstar mýrar
með jarðvinnslu eru lfka nánast
kjörlendi fyrir SG. Enda geyma
þær gríðarlegan næringarforða,
sem verður trjánum aðgengileg-
ur, þegar mýrarvatninu er hleypt
út, en lofti inn í staðinn.
Staða í vistkerfinu
í Alaska eru aðalfélagar SG
marþöll og alaskasýpris. Á
þremur svæðum í Alaska mætir
það hvítgreni (hér eftir skamm-
stafað HG), sem komið hefirtil
móts við SG austan af megin-
landinu. Þetta er á Kenaiskaga,
vestan Cooksfjarðar og í Skeena-
dalnum (upp af Skagway). Þarna
blandast þessar tegundir (e: in-
trogression) og mynda bastarð
(Picea x lutzii Little), sem kallaður
er sitkabastarður hérlendis (sjá
grein á bls. 40).
Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson
hefir manna mest fengist við
greiningu á blöndun SG og HG
með cpDNA (kjarnasýru)- ákvörð-
un erfðabera. Ef hlutfall HG fer
yfir 20%, telur hann viðkomandi
einstakling sitkabastarð (hér eftir
skammstafað SB). Mjögmikiðaf
SG á íslandi er einmitt ættað af
Kenaiskaga, svo að SG þaðan er
meira og minna blandað HG.
Dæmi: Aðalsteinn og félagar
rannsökuðu 6 kvæmi af (svoköll-
uðu) SG úr kvæmatilrauninni í
Þjórsárdal (sjá bls. 25), sem voru
af Kenaiskaganum eða nágrenni.
HG-erfðaberar reyndust í þeim
öllum, nema einu, Bird Creek,
nyrsta kvæminu við botn Cooks-
fjarðar! Hér eru nöfn þessara
kvæma og hlutfall HG, sem
reyndist svona:
Afognak Lake 5%, Fitz Creek
25%, Homer Hills 20%, Seward
10%, Robe Lake < 5% Yakutat 0%
(sjá kortið á bls. 25).
Þýðing í skógrækt heimsins
SG var einkum fyrir miðja 20.
öld eitt af aðalnytjatrjám í stór-
skóginum á vesturströnd N-Am-
eríku, en mjög hefir gengið á
hinn stórfenglega frumskóg á
vissum svæðum.
„Af öllum hinum miklu trjám,
sem iðnaðurinn nýtir í þessari
heimsálfu, er SG í langmestri
hættu...." skrifar Donald Culross
Peattie 1953. Um 1970 féllu tveir
fimmtu af SG-viði f Alaska.
„Það (SG) er eina grenitegund,
sem notuð hefir verið utan út-
breiðslusvæðis sfns, sérstaklega
svæðum í Norður-Evrópu," skrifar
Aðalsteinn Sigurgeirsson og fé-
lagar. Skoðum þetta nánar.
SG er aðalnytjatréð í skógrækt
á Bretlandseyjum vestanverðum,
sérstaklega á írlandi, þar sem
skógrækt hefir verið stunduð af
geysilegu kappi síðustu árin, en
hins vegar dregið úr henni í
5. mynd. Ungur sitkagreniskógur í Ken
Valley, Galloway-héraði, Skotlandi. Dr. )ean
Balfour stendur við steingarðinn.
Mynd: S. Bl„ 06-05-78.
6. mynd. Hið „fullkomna" SG-tré stóð
á Ormsstöðum í Hallormsstaðaskógi á
framræstri mýri. Kvæmið er Homer,
og það ergróðursett 1973. Þarnavoru
200 stk. gróðursett mjög gisið til að
gagnast sem útijólatré í framtíðinni.
Mynd: S. Bl„ 08-09-97.
Skotlandi. Á Bretlandseyjum
hentar loftslagið SG einstaklega
vel, enda vöxtur gríðarlega mikill.
Örstutt saga af persónulegri
reynslu: Vorið 1978varégí
Skotlandi í boði Forestry
Commission. Fór ég þá með dr.
Jean Balfour (sem ísienskir skóg-
ræktar- og náttúruverndarmenn
þekkja) og eiginmanni hennar að
skoða skóglendi þeirra f SV-
Skotlandi. Þá sagði Jean mér, að
hún væri ekki ánægð, ef ársprotar
SG væru styttri en 80 cm, þegar
það væri komið á skrið (mynd 5).
SG var allmikið ræktað yst á
vesturströnd Noregs, er þar lang-
duglegasta trjátegundin og vex
gífurlega mikið. í Norður-Noregi
var mest ræktað af SB síðustu 20-
30 ár aldarinnar, sem leið. En nú
ku greniskógrækt vera stöðvuð að
mestu á Noregsströnd, svo furðu-
legt sem það má telja.
í Danmörku var SG ræktað all-
mikið og 1983 skrifaði prófessor
J. Bo Larsen: ..og þrátt fyrir, að
ræktun SG hafi stundum dregist
saman vegna áreitis bjöllunnar
14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004