Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 17

Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 17
7. mynd. Ártúnsbrekka í Reykjavík. Sitkagreni frá Fish Bay á Baranof-eyju í Suðaustur-Alaska, gróðursett 1937. Mynd: S. Bl„ 25-08-01. Dendroctonus micans og rótarbarð- ans (Amanita muscaria), hugsan- lega lfka eftir að þurrkar höfðu veikt trén, eykst samt flatarmál sitkagreniskógar, svo að nú er SG á eftir rauðgreni þýðingarmesta barrtré okkar". Ræktun á íslandi „Á árunum 1920-1930 var lftið eitt flutt inn af SG-plöntum til ræktunar í görðum. Þessar plöntur komu einkum úr gróðrar- stöð skógræktarfélagsins í Bergen, en eitthvað kom frá Dan- mörku. Til eru nokkur tré frá þessum tíma í Reykjavík og ná- grenni, en flest er nú gleymt og grafið um uppruna þeirra", skrifar Hákon Bjarnason 1970. En ræktun í teigum hófst 1937, er plöntur bárust frá gróðrarstöð- inni á Syfteland við Bergen (kvæmi: Fish Bay á Baranofeyju f Suðaustur-Alaska). Ári seinna bárust 2.000 plöntur frá tilrauna- stöð Skógræktar við Bergen (kvæmi: Portlock á Kenaiskaga, Alaska). Sögu þessara plantna rakti ég í Skógræktarritinu 1998, bls 141-145. Fyrsta umtalsverða magn af SG-fræi frá Alaska barst hingað árin 1941 og 1942, alls 54,4 kg. Kvæmið var C.R.V. (Koparárdal- ur). Síðan bárust stórir skammt- ar frá 1946 til 1968, en eftir það minni. Þetta fræstreymi frá Alaska hélt svo áfram í nokkrum mæli fram yfir 1970. Alls 857 kg 1941-1976. Úr því fór að falla fræ úr íslenskum teigum og frægarð- inum á Taraldsoy í Noregi (sjá Ársrit 1989, bls.99-107). Hið mikla fræmagn nýttist mjög illa lengi vel vegna „kunn- áttuleysis og óviðráðanlegra at- vika", skrifar Hákon Bjarnason um uppeldið á SG fyrstu árin. Það var f rauninni fyrst með til- komu gróðurhúsanna, að fullt vald náðist á ræktun SG, og á ég þá við nýtingu á fræinu sérstak- lega. Frá og með 1950 er farið að gróðursetja SG vfða um land og náði hámarki 1961-1962, þegar 665 þúsund plöntur af SG voru gróðursettar. Langmest var gróð- ursett íÁrnessýslu, Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslu og á höfuðborg- arsvæðinu þessi fyrstu 10-15 ár. f öðrum landshlutum mest í smá- reiti og um allt land í garða og við sumarbústaði meira en af nokkurri annarri grenitegund. í aprílveðrinu mikla 1963 fór SG mjög illa á Suður- og Suðvestur- landi. Grein Hauks Ragnarssonar í Ársritinu 1964 segir þá sögu. Dró þá mjög úr ræktun þess og komst lægst 1970, er aðeins 40 þúsund plöntur voru gróðursett- ar. í lönd Skógræktar ríkisins (eignar- og leigulönd) voru gróð- ursettar 842, 546 plöntur af SG til og með 1975. Seig svo á ný upp á við og var 100-200 þúsund plöntur lengst af fram til 1990, er það fer upp í 300 þúsund og í 400 þúsund um aldamótin. Datt tals- vert niður 1995-1996, en var svo næstu árin 4-500 þúsund plöntur. Árið 2002 var svo gróðursett 1,1 milljón plantna eða rúm 20% af heildargróðursetningu lands- manna (sjá Skógræktarritið 2000, 2. tbl., bls. 51). 8. mynd. Svartagilshvammur í Haukadal. Sitkagreni frá Koparárdal í Alaska, gróðursett 1949. Mynd: S. Bl„ 31-08-98. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.