Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 17
7. mynd. Ártúnsbrekka í Reykjavík. Sitkagreni frá Fish Bay á Baranof-eyju í
Suðaustur-Alaska, gróðursett 1937.
Mynd: S. Bl„ 25-08-01.
Dendroctonus micans og rótarbarð-
ans (Amanita muscaria), hugsan-
lega lfka eftir að þurrkar höfðu
veikt trén, eykst samt flatarmál
sitkagreniskógar, svo að nú er SG
á eftir rauðgreni þýðingarmesta
barrtré okkar".
Ræktun á íslandi
„Á árunum 1920-1930 var lftið
eitt flutt inn af SG-plöntum til
ræktunar í görðum. Þessar
plöntur komu einkum úr gróðrar-
stöð skógræktarfélagsins í
Bergen, en eitthvað kom frá Dan-
mörku. Til eru nokkur tré frá
þessum tíma í Reykjavík og ná-
grenni, en flest er nú gleymt og
grafið um uppruna þeirra", skrifar
Hákon Bjarnason 1970.
En ræktun í teigum hófst 1937,
er plöntur bárust frá gróðrarstöð-
inni á Syfteland við Bergen
(kvæmi: Fish Bay á Baranofeyju f
Suðaustur-Alaska). Ári seinna
bárust 2.000 plöntur frá tilrauna-
stöð Skógræktar við Bergen
(kvæmi: Portlock á Kenaiskaga,
Alaska). Sögu þessara plantna
rakti ég í Skógræktarritinu 1998,
bls 141-145.
Fyrsta umtalsverða magn af
SG-fræi frá Alaska barst hingað
árin 1941 og 1942, alls 54,4 kg.
Kvæmið var C.R.V. (Koparárdal-
ur). Síðan bárust stórir skammt-
ar frá 1946 til 1968, en eftir það
minni. Þetta fræstreymi frá
Alaska hélt svo áfram í nokkrum
mæli fram yfir 1970. Alls 857 kg
1941-1976. Úr því fór að falla fræ
úr íslenskum teigum og frægarð-
inum á Taraldsoy í Noregi (sjá
Ársrit 1989, bls.99-107).
Hið mikla fræmagn nýttist
mjög illa lengi vel vegna „kunn-
áttuleysis og óviðráðanlegra at-
vika", skrifar Hákon Bjarnason
um uppeldið á SG fyrstu árin.
Það var f rauninni fyrst með til-
komu gróðurhúsanna, að fullt
vald náðist á ræktun SG, og á ég
þá við nýtingu á fræinu sérstak-
lega.
Frá og með 1950 er farið að
gróðursetja SG vfða um land og
náði hámarki 1961-1962, þegar
665 þúsund plöntur af SG voru
gróðursettar. Langmest var gróð-
ursett íÁrnessýslu, Borgarfjarð-
ar- og Mýrasýslu og á höfuðborg-
arsvæðinu þessi fyrstu 10-15 ár. f
öðrum landshlutum mest í smá-
reiti og um allt land í garða og
við sumarbústaði meira en af
nokkurri annarri grenitegund.
í aprílveðrinu mikla 1963 fór SG
mjög illa á Suður- og Suðvestur-
landi. Grein Hauks Ragnarssonar
í Ársritinu 1964 segir þá sögu.
Dró þá mjög úr ræktun þess og
komst lægst 1970, er aðeins 40
þúsund plöntur voru gróðursett-
ar. í lönd Skógræktar ríkisins
(eignar- og leigulönd) voru gróð-
ursettar 842, 546 plöntur af SG til
og með 1975. Seig svo á ný upp
á við og var 100-200 þúsund
plöntur lengst af fram til 1990, er
það fer upp í 300 þúsund og í 400
þúsund um aldamótin. Datt tals-
vert niður 1995-1996, en var svo
næstu árin 4-500 þúsund plöntur.
Árið 2002 var svo gróðursett 1,1
milljón plantna eða rúm 20% af
heildargróðursetningu lands-
manna (sjá Skógræktarritið 2000,
2. tbl., bls. 51).
8. mynd. Svartagilshvammur í Haukadal.
Sitkagreni frá Koparárdal í Alaska,
gróðursett 1949.
Mynd: S. Bl„ 31-08-98.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
15