Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 20
Sitkagrenireiturinn á Vatnsleysu í Biskupstungum
Þessi reitur var gróðursettur 1950 af Umf.
Biskupstungna. Kvæmið er C.R.V. (=Copper
River Valley), sem mikið fræ barst af frá Alaska
1941 og 1942. Þessar plöntur voru úr sama
hópi og voru gróðursettar í Svartagilshvammin'
um f Haukadal og undir Fálkakletti í Hallorms-
staðaskógi, svo að dæmi séu tekin. Flatarmálið
er 0,11 ha.
Þarna voru sennilega gróðursettar um 5.000
plöntur á ha, eins og algengast var á þessum
árum.
Árið 2000 grisjuðu reitinn Loftur Jónsson og
)ohan Holst skógfræðingar og mældu um leið
vöxtinn. Niðurstaðan var eins og taflan sýnir:
Höfundar úttektarinnar segja þetta í upphafi
skýrslu sinnar um reitinn:
„Hann var orðinn afspyrnu þéttur og hefði átt
að vera grisjaður fyrr, þar sem hlutfall grænnar
krónu á trjám var komið vel niður fyrir helming
af stofnlengd. Eftir að hafa skoðað árhringi
kom í ljós, að þvermálsvöxturinn hægði mjög á
sér fyrir ca. 4 árum".
Ennfremur skrifa þeir:
„Það er athyglisvert, að brjósthæðaraldur er
.... =21 ár. Þetta bendir til þess, að plönturnar
hafi staðið lengi undir skerm. Þegar þær loks-
ins voru vaxnar uppúr birkikjarrinu, tóku þær
mjög vel við sér".
Heimild: Skýrsla |ohan W. Holst og Lofts Þórs Jónsson-
ar, 15. mars 2001.
Plöntufjöldi á ha Fyrir grisjun Eftir grisjun Grisjunarúrtak
Plöntufjöldi á ha 4.600 2.000 2.600
Yfirhæð í metrum 12,1 12,1 -
Meðalhæð í metrum 9,9 10,2 -
Rúmmál í m3/ha 280 190 90 (32%)
Grunnflötur í m2/ha 64,6 35,3 29,3 (45%)
Grunnflatarvegið meðalþvermál í cm 13,3 - -
Árlegur meðalvöxtur mVha/ár 5,6 - -
Hlaupandi vöxtur mVha/ár (sl. 10 ár). 18,3 " "
Trjáfjöldi fyrir og eftir grisjun í mismunandi sverleikaflokkum.
Þvermálsvöxtur í mm síðustu 15 árin. Efninu er skipt í 4
flokka eftir gildleika.
18
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2004