Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 22
Tafla 1. Meðalhæðarvöxtur sitkagrenis á íslandi 1973-1976
Landsvæði (skógræktarsvæði) Ársvöxtur cm Fjöldi mælireita
1.1 Fljótsdalshérað innan Egilsstaða 8,6 14
1.3 Suðurdalir Borgarfjarðar og innanverður Hvalfjörður 6,6 52
1.4 UppsveitirÁrnessýslu 7,7
1.5 Efri hluti Lands og Rangárvalla, Þórsmörk 6,4
2.2 NiðursveitirÁrnes- og Rangárvallasýslu 7,1
2.3 Fljótshlíð og hálendisbrúnin allt austur á Síðu 7,1
2.4 Hálendisbrúnin frá Kirkjubæjarklaustri
austur í Hornafjörð 9,1
3.1 Innanverður Axarfjörður og Suður-Þingeyjarsýsla 5,1
3.2 Eyjafjörður innan Hríseyjar, þó ekki svæði 1.2 5,3
3.3 Skagafjörður innan Sauðárkróks og
Hofsóss, Blöndu- ogVatnsdalur 6,3
3.4 Norðurhl. Borgarfjarðar, Mýrar,
innanvert Snæfellsnes, Dalir, Reykhólasveit 10,6 7
3.5 Vestfjarðakjálki sunnan Djúps 8,1 7
geirsson skógfræðingar unnu
verkið á vettvangi, en lón Hákon
gekk frá skýrslunni (Trjá- og skóg-
rækt á höfuðborgarsvæðinu".
Skógræktarrit 5, 1983).
SG var mælt á 73 reitum í 67
skógarteigum frá Kollafirði til
Hafnarfjarðar. „Mæld voru að
meðaltali 10 tré í hverjum reit",
stendur f skýrsiunni. Hæsta tré
var 14,05 m í Ártúnsbrekku í
Reykjavík (grs. 1937). Næst komu
nokkurhæstu tré 10,5-11,1.
Niðurstaðan var, að SG væri
yfirburðatrjátegund á svæðinu
Árið 1997 hófst hjá Rannsókna-
stöð Skógræktar á Mógilsá önnur
„Landsúttekt á skógrcektarskilyrðum",
og stjórnaði Arnór Snorrason
skógfræðingur henni, sem lauk
árið 2002. Kannaður var vöxtur
11 mest ræktuðu trjátegunda á
íslandi. Nú var ekki einungis
kannaður hæðarvöxtur, en einnig
reiknað bolrúmmál miðað við
hektara. Niðurstöðurnar eru birt-
ar í Riti Mógilsár nr. 5,6,7,13 og
14. Ekki er reynt að aðskilja SG
og SB.
SG var mælt á 331 stað, aðal-
lega í skógarreitum, misjafnlega
stórum, en líka á nokkrum stöð-
um f görðum. Með þessari
landsúttekt er fenginn gríðarlega
traustur grundvöllur til að meta
vaxtargetu SG við ólík skilyrði.
Meginniðurstaða er, að SG get-
ur vaxið - og það vel - í öllum
landshlutum og við miklu fjöl-
breyttara veðurfar en ætla mátti
eftir bókum og fyrri hugmyndum.
í töflu 2 eru fáeinar niðurstöður
úttektarinnar settar upp og reynt
að greina þær stuttlega. Valdir
voru reitir með 7-8 hæstu yfir-
hæðartrjám f hverjum landshluta
og sýndur fjöldi trjáa á ha, bol-
rúmmál og meðalársvöxtur
(MÁV) á ha f þessum reitum.
Ég vek sérstaka athygli á því,
að mæliflötur með mikla yfirhæð
(YH) þarf ekki endilega að vera
með neitt sérstaklega mikinn
rúmtaksvöxt. Líta verður á, hve
mörg tré standa á ha. Þau geta
EftirHauki Ragnarssyni 1977
verið miklu fleiri á fleti með lægri
yfirhæð en hærri, og þess vegna
kemur út meira bolrúmmál á ha.
Einmitt þar, sem yfirhæð er
stærst, er víða búið að grisja
a.m.k. einu sinni. Þess utan eru
hvergi með í rúmtaksvexti í
Landsúttektinni felld tré. Þar
sem grisjað hefir verið, myndu
þau vega dálítið og hækka rúm-
málstöluna.
Minnt skal á það, að f meðfylgj-
andi töflu úr Landsúttektinni
voru öll tré mæld f hringjum, sem
voru 50 eða 100 m2. Yfirhæð var
ákveðin hæðin á gildasta trénu á
mælifletinum. Alls ekki var víst,
að það væri hæsta tréð. Fyrir því
eru listuð í rammagreininni
hérna við hliðina nokkur hæstu
SG - tré á landinu, þegar þetta er
skrifað, og líka lengstu ársprotar.
Nú ætla ég að fara örfáum orð-
um um niðurstöður úttektarinnar
f hverjum landshluta fyrir sig, og
hefi þá fyrir framan mig töflu 2.
Þetta er mitt mat, sem er í
rauninni sett f samband við þær
hugmyndir, sem við höfðum á 6.
20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004