Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 29
Þessi rannsókn á eftir að verða
enn nákvæmari vegvísir um besta
efni þessara tegunda f skógrækt á
Islandi en þær tilraunir, sem lýst
var hér á undan.
Hér er aðeins rúm til að stikla á
stóru um niðurstöður. Það er
gert á þann veg að velja einstakar
stiklur úr niðurstöðum skýrslunn-
ar.
1. Frostþol að vori
* „Þótt SG-kvæmin virðist að
öllu jöfnu frostþolnari en hin-
ar tegundirnar að vorlagi, er
mjög mikinn breytileika að
finna meðal SB-kvæmanna."
* „Dietrichson (1993) fann
marktækan mun á fjölskyld-
um margra kvæma, er hann
prófaði á frostþol í júlí, ekki
síst meðal SB-kvæmanna. Af
þessu má vera Ijóst, að miklir
möguleikar eru á úrvali fyrir
frostþol með vali á einstökum
fjölskyldum innan kvæma,
sérstaklega meðal SB-kvæm-
anna".
* „Einnig má benda á, að HG
og SB virðast hafa töluvert
meira frostþol en SG miðað
við sama laufgunarstig".
2. Frostþol að hausti
* „Tegundamunur var mun
greinilegri hvað snertir haust-
frostskemmdir en áður hafði
komið fram fyrir vorfrost-
skemmdir. SG virðist al-
mennt mun viðkvæmara fyrir
haustfrostum en HG."
* „Frostþolnustu fjölskyldurnar
var einkum að finna meðal
kvæma af HG og SB, og að-
eins í undantekningartilvikum
meðal kvæma af SG."
* „Það er þvf ljóst, að gífurlegir
möguleikar eru á vali á bæði
kvæmum og fjölskyldum
m.t.t. frostþols að hausti".
í sambandi við þetta, rifjuðust
upp fyrir mér orð, sem ég heyrði
töluð í rannsóknarstöð Skógrækt-
arinnar í New Brunsvick f Kanada
í október 1992:
„Það er miklu meiri munur á
einstaklingum innan kvæma en
milli kvæma".
Þessi orð mælti prófessor Don
Fowler, skógerfðafræðingur við
rannsóknastofnunina. Hann var
þarna m.a. að bera saman á ein-
um stað 280 klóna af einni greni-
tegund. Ég vitna í eftirfarandi
orð úr skýrslu minni um heim-
sóknina í þessa stofnun:
„Klónamunur innan fjölskyldna
er gríðarlega mikill, svo ekki sé
minnst á, þegar um eitt kvæma-
svæði er að ræða (hin alþjóðlega
skýrgreining á hugtakinu „kvæmi"
er, að það sé „landfræðilega skýr-
greint svæði"). Einstaklingsmun-
urinn er rosalega mikill."
Fræþroski
SG ber þroskað fræ á íslandi.
Að verulegu marki kom það f ljós
á 8. áratug aldarinnar sem leið.
En einstök tré hér og þar höfðu
borið þroskað fræ áður. Hér á eft-
ir verða talin upp helstu „fræár"
SG hingað til, samkvæmt upplýs-
ingum Þórarins Benedikz, sem f
áratugi hefir séð um fræöflun á
Rannsóknastöð Skógræktar og
stjórnað fræumsjóninni þar.
Til þess að gott fræár verði á
greni, þarf 2 hlý sumur í röð: Fyrra
sumarið myndast vísir að blómi í
brumknöppum. Sfðara sumarið
frjóvgast kvenblómið og fræ
þroskast f könglinum.
1976 féll mikið fræ af SG á
Fljótsdalshéraði.
1981 gott fræár á Suðurlandi.
1994 féll mikið fræ á Suður-
landi. Yfir 20 kg náðust af
hreinu fræi, en geymdist
illa (=spírun varðveittist
ekki).
2001 gott fræár á Suðurlandi,
hið langbesta. 19kgaf
fræi náðust og spírun yfir
80%, sem er frábært.
Landnám
Allvíða hefir SG numið land í
nánd við teiga af tegundinni.
Þórarinn Benedikz nefnir sérstak-
lega þessa staði:
Ártúnsbrekku f Reykjavík (sjá
Skógræktarritið 1995, bls. 61),
Hagavík við Þingvallavatn, Mó-
gilsá í Kollafirði, Stálpastaði og
Háafell í Skorradal, Tumastaði í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
27