Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 29

Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 29
Þessi rannsókn á eftir að verða enn nákvæmari vegvísir um besta efni þessara tegunda f skógrækt á Islandi en þær tilraunir, sem lýst var hér á undan. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru um niðurstöður. Það er gert á þann veg að velja einstakar stiklur úr niðurstöðum skýrslunn- ar. 1. Frostþol að vori * „Þótt SG-kvæmin virðist að öllu jöfnu frostþolnari en hin- ar tegundirnar að vorlagi, er mjög mikinn breytileika að finna meðal SB-kvæmanna." * „Dietrichson (1993) fann marktækan mun á fjölskyld- um margra kvæma, er hann prófaði á frostþol í júlí, ekki síst meðal SB-kvæmanna. Af þessu má vera Ijóst, að miklir möguleikar eru á úrvali fyrir frostþol með vali á einstökum fjölskyldum innan kvæma, sérstaklega meðal SB-kvæm- anna". * „Einnig má benda á, að HG og SB virðast hafa töluvert meira frostþol en SG miðað við sama laufgunarstig". 2. Frostþol að hausti * „Tegundamunur var mun greinilegri hvað snertir haust- frostskemmdir en áður hafði komið fram fyrir vorfrost- skemmdir. SG virðist al- mennt mun viðkvæmara fyrir haustfrostum en HG." * „Frostþolnustu fjölskyldurnar var einkum að finna meðal kvæma af HG og SB, og að- eins í undantekningartilvikum meðal kvæma af SG." * „Það er þvf ljóst, að gífurlegir möguleikar eru á vali á bæði kvæmum og fjölskyldum m.t.t. frostþols að hausti". í sambandi við þetta, rifjuðust upp fyrir mér orð, sem ég heyrði töluð í rannsóknarstöð Skógrækt- arinnar í New Brunsvick f Kanada í október 1992: „Það er miklu meiri munur á einstaklingum innan kvæma en milli kvæma". Þessi orð mælti prófessor Don Fowler, skógerfðafræðingur við rannsóknastofnunina. Hann var þarna m.a. að bera saman á ein- um stað 280 klóna af einni greni- tegund. Ég vitna í eftirfarandi orð úr skýrslu minni um heim- sóknina í þessa stofnun: „Klónamunur innan fjölskyldna er gríðarlega mikill, svo ekki sé minnst á, þegar um eitt kvæma- svæði er að ræða (hin alþjóðlega skýrgreining á hugtakinu „kvæmi" er, að það sé „landfræðilega skýr- greint svæði"). Einstaklingsmun- urinn er rosalega mikill." Fræþroski SG ber þroskað fræ á íslandi. Að verulegu marki kom það f ljós á 8. áratug aldarinnar sem leið. En einstök tré hér og þar höfðu borið þroskað fræ áður. Hér á eft- ir verða talin upp helstu „fræár" SG hingað til, samkvæmt upplýs- ingum Þórarins Benedikz, sem f áratugi hefir séð um fræöflun á Rannsóknastöð Skógræktar og stjórnað fræumsjóninni þar. Til þess að gott fræár verði á greni, þarf 2 hlý sumur í röð: Fyrra sumarið myndast vísir að blómi í brumknöppum. Sfðara sumarið frjóvgast kvenblómið og fræ þroskast f könglinum. 1976 féll mikið fræ af SG á Fljótsdalshéraði. 1981 gott fræár á Suðurlandi. 1994 féll mikið fræ á Suður- landi. Yfir 20 kg náðust af hreinu fræi, en geymdist illa (=spírun varðveittist ekki). 2001 gott fræár á Suðurlandi, hið langbesta. 19kgaf fræi náðust og spírun yfir 80%, sem er frábært. Landnám Allvíða hefir SG numið land í nánd við teiga af tegundinni. Þórarinn Benedikz nefnir sérstak- lega þessa staði: Ártúnsbrekku f Reykjavík (sjá Skógræktarritið 1995, bls. 61), Hagavík við Þingvallavatn, Mó- gilsá í Kollafirði, Stálpastaði og Háafell í Skorradal, Tumastaði í SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.