Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 35

Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 35
Náttúrleg sveiggræðsla Við skógarmörk í norðri eða til fjalla getur HG fjölgað sér kynlaust með svonefndri sveiggræðslu (eða „afleggjurum", orð sem flestir nota). Þetta gerist hjá trjám, sem standa svo gisið, að krónan nemur við jörð og greinar liggja á lörðinni. Þær hyljast mosa, sópi* eða jarðvegi og taka þá að skjóta rótum, eins og við þekkjum hjá víðiættinni. Upp af grein- inni sprettur svo sjálfstætt tré. Náttúrleg sveiggræðsla er úrræði tegundarinnartil að við- halda kynstofninum við svo erfiðar aðstæður, að blómgun og fræmyndun er óhugsandi. „Lengst í norðri getur fjöldi trjáa á ha eftir sveiggræðslu orðið yfir 1.800 og er í öfugu hlutfalli við jarðvegsgæði," er skrifað f ritinu „Silvics of North America," sem er ein aðal- heimild hér um SG og HG. Blágreni, rauðgreni og svartgreni geta líka fjölgað sér með „afleggjurum", ennfremurýmsar þintegundir. f Mörkinni á Hallormsstað hafa rauðgreni og síberfuþinur myndað „afleggjara.” * „sóp" er íslensk þýðing á enska orðinu „litter" = allt sem fellur dautt til jarðar af tré. Skotlandi við Atlantshaf, en 25 mm í norðvesturhéröðunum. Lengd vaxtartfma er 180 dagar í Maine-fylki, en 20 dagar nyrst í Kanada. Þessi gífurlegi munur leiðir til þess, að ótöluleg stað- brigði myndast innan tegundar- innar. Kröfur til jarðvegs Eins og allar grenitegundir vex HG best í jarðvegi með hreyfan- legum raka og góðri loftun, en getur dregið fram lffið á rýrari jarðvegi. T.d. er á Hallormsstað helmingsmunur á hæð trjáa úr sama hópi f 1. gróskuflokki (gras- og blómlendi) og 2. gróskuflokki (bláberjalyng) (sjá töfluna). HG er þó kröfuharðara en félagar þess í vistkerfi heimkynnanna (sjá töflu 5). Staða í vistkerfinu f Alaska eru aðalfélagar HG svartgreni, pappírsþjörk, nöturösp og balsamösp, en í Kanada auk þess balsamþinur. Blöndun þess við sitkagreni er mest á Kenaiskaga í Alaska, eins og fyrr var lýst, en f Albertafylki blandast það blágreni á stórum svæðum, og hefir verið talin und- irtegund HG: Picea glauca var. al- bertiana. Ennfremur ná þessar tegundir saman í Br. Kólumbíu, Montana og Wyoming. HG drottnar lægra yfir sjávarmáli, en blágreni hærra. Hlíðarnar á milli stuðla að myndun ótölulegs fjölda bastarða milli hinna tveggja tegunda. Tvö önnur af- brigði eru talin af HG: P. glauca var. densata og P. glauca var. porsildii. Nokkur tré af þessu síð- astnefnda afbrigði eru til á Hall- ormsstað og hafa vaxið af- bragðsvel. Kvæmi: Rosa Creek, Alaska. Þýðing í skógrækt heimsins Nær eingöngu mikil vegna þess, eins og áður sagði, að Kanada er stórveldi á heims- markaðnum f trjáafurðum. Hvergi annars staðar er HG rækt- að, nema hér á ísiandi, þar sem vegur þess eykst nú drjúgt. Ræktun á íslandi HG var ein þeirra trjátegunda, sem danski skógræktarmaðurinn Christian Flensborg reyndi að rækta á íslandi í upphafi 20. ald- ar. Það var gróðursett í tveimur fyrstu skógræktarreitum á íslandi: Á Þingvöllum („Furulundurinn") og Grund í Eyjafirði. Plönturnar komu frá Danmörku og öruggt má telja, að fræið hafi verið sótt til austanverðrar N-Ameríku. Nú standa aðeins tvö vesældarleg tré í Furulundinum á Þingvöllum en í Grundarreitnum standa 15- 20 tré, gróðursett 1900-1902. Þau eru 5-8 m há og hefur margoft kalið, en sum þeirra eru samt til mikillar prýði í þessum fagra úti- vistarskógi. Eitt gamalt HG er í Eiðahólma. HG var sáð í gróðrar- stöðinni á Hallormsstað á fyrstu árum hennar (stofnuð 1903), en ekkert komst á legg af þvf. Næst var HG sáð á Hallorms- stað 1933, kvæmi nefnt „Banda- ríkin", örugglega úr austurhluta. Af þessum hópi komust upp a.m.k. 2-300 plöntur, nú elstu HG-teigará íslandi, á Hallorms- stað og Hrafnsgerði í Fellum, Fljótsdalshéraði. Fyrstu verulegu fræsendingarn- ar frá Alaska bárust 1945-1948. Vorið 1952 voru fyrstu teigarnir með Alaskakvæmi gróðursettir á Hallormsstað, Stálpastöðum og Tumastöðum í Fljótshlíð. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.