Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 37
Á þessum árum var í sjálfu sér
lítið vitað, hvers mætti vænta af
HG hér á landi, en líklegast þótti,
að það myndi vaxa best um norð-
an- og austanvert landið. Eftir
skorpuna á Hallormsstað 1965-
1967 var enn gróðursett talsvert í
Mjóanesi í Skógum í plógstrengi
á mýrlendi 1979-1980. Síðan
..gleymdist" þessi trjátegund um
sinn. En nú er aftur vakinn áhugi
á henni a.m.k. hjá Héraðsskóg-
um.
Vöxtur
HG var ein hinna 11 trjáteg-
unda í Landsúttekt á skógræktar-
skilyrðum, sem skýrt var frá í kafl-
anum um SG. Aðeins voru
mældir 49 prufufletir af HG í
þremur landshlutum: Vestur-
landi 15, Norðurlandi 26ogAust-
urlandi 8. í töflu 3 eru aðeins
valdir 4 reitir á Vestur- og Austur-
landi, en 5 á Norðurlandi. Aug-
ljóst er, að vöxtur er verulega
minni en hjá SG.
Nú skal farið nokkrum orðum
um þessa landshluta hvern fyrir
sig.
Vesturland. Hér tróna 3
kvæmi á Stálpastöðum á toppi.
Pioneer Peak sýnir ágætan vöxt,
miklu betri en jafnaldrarnir á
Hallormsstað. Þó verður að
nefna, að nýlega var búið að
grisja reitinn á Hallormsstað, svo
að þessi 1.400 tré sem standa
þar, eru ekki búin að ná sér vel á
strik ennþá, því að þarna var orð-
ið alltof þétt og krónur því of litl-
ar. Reiturinn í Leirárgirðingu er í
rauninni furðugóður á þessum
stað, sem virðist ótrúlega illa
fallinn fyrir trjágróður yfirleitt.
Norðurland sýnir þokkalegan
árangur á ýmsum stöðum. Reykj-
arhóll við Varmahlfð er eftir von-
um mínum og Fossselskógur er
mjög viðunandi, en ég bendi þó á
hinn mikla trjáfjölda, enda ekki
verið grisjað þar ennþá.
Austurland. Hér sakna ég
29. mynd. HG, MacGrath, gróðursett á Vöglum 1958.
Mynd: S. Bl„ 03-07-00.
þess, að ekki skyldi mældur
prufuflötur í Seward-kvæmi, sem
gróðursett var 1966, nær 27 þús-
und plöntur. Þar er ótrúlega góð-
ur vöxtur í allt að 250 m h.y.s.
Jórvík kom mjög þægilega á óvart
(sjá 28. mynd), en snjóbrot hefir
reyndar hrjáð þann teig nokkuð.
Þar er líka mjög fallegur teigur af
HG af meginlandi Bresku Kól-
umbíu (sjá 24. mynd).
Lítil samanburðartilraun í Mjóa-
nesi á Héraði árið 1965 með 4
grenitegundir sýnir, að HG hangir
talsvert f SG um viðarvöxt, og
nær jafnvel sömu yfirhæð og SG,
en er fvið betra en rauðgreni (sjá
Skógræktarritið 2001, 1. tbl., bls.
50-55).
Sértækar mælingar á vexti
í töflu 4 er skrá yfir hæstu tré af
HG, sem ég hefi heimildir um,
þegar þetta er skrifað.
Lengdarvöxtur á trjám af HG
hefir stundum orðið ótrúlega
mikill á síðasta áratug. Ég nefni
frá Hallormsstað kvæmi af HG,
sem ættað var úr Matanuskadal
oggróðursett 1962. Ársprotar
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
35