Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 39
Tafla 5. Samanburður á vexti hvítgrenis í Alaska og á íslandi
Staður Aldur frá grs. YH m Trjáfjöldi á ha Grunnflötur á ha Viðarmagn m3/ha MÁV m3/ha Vaxtarlota ár
Stálpastaðir 47 12,00 2.315 54,10 301,5 6,42
Reykjarhóll, Skagaf. 39 7,20 2.300 35,90 138,2 3,54
Eyjólfsstaðaskógur 44 10,60 1.900 34,70 165,9 3,73
Alaska, 1. gróskufl. 100 30,50 959 40,00 351,3 5,5 80
Alaska, 2. gróskufl. 100 24,40 1.122 33,10 227,2 2,3 100
Alaska, 3. gróskufl. 100 14,90 1.324 22,50 78,1 0,8 150
Grisjun
Það er geysimikið ógrisjað í
HG-teigum enn sem komið er. Af
þeim 49 mælireitum með HG,
sem eru f Landsúttekt, hafa 9 ver-
ið grisjaðir. Víða liggja ógrisjaðir
teigar undir skemmdum, og eru
líka þess vegna viðkvæmari en
ella fyrir lúsagangi. Þeir eru líka
með veikbyggt rótarkerfi (það er
beintengt samband milli stærðar
krónu og rótarkerfis) og fyrir
bragðið er slfkum skógi hættara
við að falla fyrir stormi eða snjó-
þyngslum eftirgrisjun, helduren
þeim, sem fær fyrstu grisjun á
réttum tíma og getur þannig þró-
að stærra rótarkerfi. En í þessu
sambandi vil ég minna á, að það
fer eftir gróskuflokki landsins, þar
sem trén vaxa, við hvaða aldur
þarf að hefja grisjun. Égtókþað
fram f kaflanum um SG, að grisj-
Heimild um Alaska: W.A. Farr, 1967
Heimild um ísland: Landsúttekt
un þyrfti að hefjast fyrr á háum
gróskuflokki en lágum, af því að
þar eru trén hærri. Þaðerhlut-
fallið hæð/trjáfjöldi, sem segir til
um, hvenær þarf að grisja, og
beintengt við það er hlutfall
grænnar krónu af bollengd.
í grein sinni um grisjun lerkis á
Fljótsdalshéraði skýrir Camilla
Stále Sundstrup þetta með hug-
takinu „hlutfallslegt bil milli
trjáa" (sjá Skógræktarritið 2003,
31. mynd. HG, Summit Lake, gróðursett í Ljósárkinn í
Hallormsstaðaskógi 1965.
Mynd: S. Bl„ 01-08-95.
32. mynd. HG, Summit Lake, í sama teig og á mynd nr. 31 fyrir
grisjun.
Mynd: S. Bl„ 05-09-99.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
37