Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 42
Hvítgreni - sitkagreni - sitkabastarður
Ytri einkenni hvitgrenis og sitkagrenis
TEGUND NÁLAR SPROTAR KÖNGLAR BÖRKUR GREINAR KRÓNA
Hvítgreni Lengd: 0,8-1,9 cm Þversnið: Fjórhliða, rétthyrnt. Lögun: Sveigðar upp á við frá neðri hlið. Litur: Ljósgrænn. Lykt: Eins og kattarhland. Grannir, mjúkir ofurlítið hærðir. Appelsínugulir til gráir. Kólflaga, brúnir þroskaðir. Lengd: 3-6 cm Köngulskeljar: Sléttar á jöðrum, íbjúgar, opnast er fræ er þroskað. Falla áður en nýir könglar myndast Þunnur, öskubrúnn eða silfraður. Ysta lagið springur í þunnar skeljar, sem sitja fastar. Innri börkur rákóttur af rauðbrúnum lögum. Grannar, standa beinar hornrétt frá bolnum. Sitja lengi. Stuttar. Yfirleitt mjó, stundum mjög mjó.
Sitkagreni Lengd: 1,25-2,8 cm. Þversnið: Flatt. Standa beinar út frá sprotanum. Skarpyddar. Litur: Ljósgrænar á efra borði, blá-hvítar á neðra. Gildir, stífir, hárlausir, appelsínugulir. Ibjúgir, Ijósgulir til rauðbrúnir þroskaðir Lengd: 6,3-10 cm. Köngulskeljar: Fleyglaga, óregl. fíntenntar á jöðrum. Opnast er fræið er þroskað. Falla á haustin og fram eftir vetri. Mjög þunnur, springur í stórar, þunnar rauðbrúnar skeljar, sem sitja mjög laust. Gildar, sveigjast upp þegar kemur frá bolnum. Dauðargreinar mjög stinnar og sitja lengi. Geta orðið mjög langar. Yfirleitt breið, ef tréð fær rými. Stundum mjög breið.
Eftir Native Trees of Canada
40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004