Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 49
Þorkell Jóhannesson
iðun Heiðmerkur og
stu trjáræktartilburðir
Höfuðleðurshóll í vetrarbúningi. Hóllinn hefur mynd mikils skalla, sem rfs á digrum
svíra við brún Leitishrauns og horfir brúnamiklum sjónum til suðurs í átt að
Hólmshrauni. Uppi á hólnum er steypt súla vegna landmælinga. Myndin er tekin
(des. 2003) til austurs í átt að hólnum og yfir Silungapollsá af veginum í Heiðmörk.
Ljósm.: Óttar Kjartansson.
sem alla tíð vann hjá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur eftir þetta, svo
og Sigurjón, faðir þeirra. í hópn-
um voru einir fjórir aðrir, og get
ég einnig tveggja þeirra, sem eft-
irminnilegir eru, hér á eftir.
Hugmyndin um friðland handa
Reykvíkingum þar, sem nú er
Heiðmörk, mun fyrst hafa kviknað
hjá Hákoni Bjarnasyni, sem ferð-
aðist um þetta land fyrri hluta
sumars 1935, þá nýskipaður
Sumarvinna 1948 og aðdrag-
andi friðunar
Sumarið 1948 var ég óráðinn
með sumarstarf. Mig minnir, að
ég hafi byrjað hjá Eimskip. Ein-
hver uppstytta mun þó hafa orðið
þar, því að snemma sumars var
ég eiginlega atvinnulaus. Nefndi
þá Pálmi (ónsson (1902-1992),
sem var fjölskylduvinur og kunn-
ur hestamaður, við okkur, að
girða ætti þá um sumarið
friðland Reykvíkinga, sem nefnt
hafði verið Heiðmörk. Stjórnaði
því verki Einar Sæmundsen
(1917-1969), skógræktarfræðing-
ur og framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur. Pálmi
þekkti þá feðga Einar yngri og
Einareldri (1885-1953), skógar-
vörð, úr hestamennsku. Varð úr,
að hann talaði við Einar og var ég
ráðinn f þann litla hóp manna,
sem girða átti Heiðmörk. Er mér
sumarið minnisstætt. Erum við
nú einungis tveir á lífi, sem við
girðinguna unnu. Er það auk mín
Bragi Sigurjónsson, verktaki, á
Geirlandi. f girðingarhópnum var
einnig bróðir Braga, Ólafur Sigur-
jónsson (1928-1996), bílstjóri,
lm ■
p*
'Æua M'" '
* —
■nl
46
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
47