Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 50
Girðingarvinnan og
vinnufélagar
Mikil girðing var kringum
vatnsbólin í Gvendarbrunnum og
byrjuðum við að girða í austur frá
þeirri girðingu og yfir hraunið rétt
ofan við Silungapoll.
Mér hefur ætíð fundist vinalegt
við Silungapoll og grösugt. Það
Frá samkomu í Fjölskyldurjóðri í Furulundi árið 2000.
nafngiftin eftir náttúrunafnakenn-
ingunni svo sem best getur verið.
Það sést vel, þegar hóllinn er
skoðaður frá Silungapolli.
Við girtum því næst yfir Litlu-
hlíð og svo yfir Gráhrygg eystri og
upp hann í suðvestur frá Lækjar-
botnum og upp meðfram Sel-
fjalli. Þarna var á köflum, einkum
ofan til, afar erfitt girðingarland.
Undirhleðslu undir girðinguna
önnuðust Sigurjón á Geirlandi,
faðir Ólafs og Braga, og maður
með honum. Sagði Óli heitinn
mér síðar, að Eggert á Hólmi
hefði talið, að þarna yrði aldrei
girt. Sama sinnis var greinilega
gömul ær frá honum, sem kom
þarna að ofarlega í Gráhrygg
nokkru eftir að girðingin var kom-
in upp. Hún kom með lamb af
fjalli og stóð með lambið klukku-
stundum saman við girðinguna
eins og hún héldi, að girðingin
myndi hverfa! Löngu seinna
(kringum 1970) var tekið á þess-
um slóðum mikið hraun í austur-
veg hinn nýja og sjást þess glögg
merki. Ef girt hefði verið þarna í
dag, er ekki að efa, að girðingar-
stæðið væri sléttað fyrst með
jarðýtu líkt og gert var við efnis-
tökuna mörgum árum sfðar.
Gróðursetning í Skógarhlíðarkrika. Félagar úr Ferðafélagi íslands við
gróðursetningu í reit félagsins í Skógarhlíðarkrika kringum 1955. Fararstjóri var
lóhannes Kolbeinsson (1906-1982), sem margir muna úr Ferðafélagsferðum á fyrri
tíð. í baksýn er úfinn kambur Hólmshrauns. Ljósm.: Óttar Kjartansson.
skógræktarstjóri. Höfum við Ótt-
ar Kjartansson fjallað um þetta
og fleira að þessu lútandi í rit-
gerð okkar: Fjórar leiðir f Gjáar-
rétt, sem birtist í Hestinum okkar
1983. Mér hefur verið sagt, að
Bjarni Benediktsson borgarstjóri
hafi ekki léð máls á þvf að girða
Heiðmörk og leggja fé í það eða
eignarnám á landi f þvf skyni, en
þetta hefði breyst, þegar Gunnar
Thoroddsen tók við af honum
1947. Ég hef einnig heyrt úr
annarri átt, að Gunnar hafi talið
friðun Heiðmerkur meðal sinna
bestu verka. Mér hefur enn frem-
ur skilist, að þeir Gunnar og Ein-
ar Sæmundsen yngri hafi verið
vinir. Svo mikið er vfst, að fyrri
hluta sumars 1948 var byrjað á
girðingunni og allt efni f hana var
tiltækt.
var fyrst löngu síðar, að ég gerði
mér ljóst, að þarna var gamall
áningarstaður ferðamanna. Úr
Silungapolli rennur Silunga-
pollsá, sem heitir Suðurá eftir að
vatn bætist í hana um Ármóta-
kvísl úr Hólmsá. Við Silunga-
pollsá rís Höfuðleðurshóll fram
að ánni, rétt austan vegarins inn í
Heiðmörk. Þetta er jökulnúinn
grágrýtishóll, sem rís yfir hraun-
breiður Leitishrauns í kring, og er
48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004