Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 59
1. tafla. Nokkrir skógar í samnorrænu rannsóknaverkefni, NORN, þar sem vatnshringrás var
ákvörðuð Skógunum er raðað upp eftir þéttleika laufkrónu (LAi).
Nafn Land Tegund Aldur LAI* Ársúrkoma
Gunnarsholt ísland alaskaösp 6 ár(1996) <1 1219 mm
Rundbacken Finnland rauðgreni - 3-6 978 mm
Klosterhede Danmörk rauðgreni 76 ár 6 893 mm
Solling Þýskaland rauðgreni 60 ár 7-8 1169 mm
Skogaby Svíþjóð rauðgreni 30 ár 8-9 1100 mm
* LAl (leaf area index) eða laufflatarmálsstuðuli er mat á þéttleika skóga - og táknar m2 laufkrónu yfir hverjum
m2 yfirborðs svæðis. Ef LAI = 1 þá myndar laufþakið 1 m2 lag yfir hverjum m2 lands.
koma sem ekki nær til jarðar.
Hún var metin út frá laufflatar-
máli skógarins og fjölda úrkomu-
daga. Afgufun skóga er að jafnaði
um 0,3 mm af úrkomu hvers rign-
ingardags á hverja einingu LAI í
laufþaki 17 í ungum og gisnum
skóginum í Gunnarsholti var talið
að aðeins tæp 2% ársúrkomunnar
hefðu horfið á þennan hátt. Af-
gufun verður hins vegar mikil-
vægari þáttur í vatnshringrás
skógarins eftir því sem hann vex
upp og þéttist. f þéttustu skógun-
um í NORN verkefninu, Kloster-
hede, Solling og Skogaby, nam
afgufun 20-30% af ársúrkomu (3.
mynd). Það er, um einn fjórði úr-
komunnar náði aldrei til jarðar
heldur festist uppi í trjánum og
gufaði upp næst þegar það stytti
upp og ský dró frá sólu. Afgufun
er að jafnaði meiri í sigrænum
skógum en f laufskógum22. Bæði
hafa sígrænu trjátegundirnaryfir-
leitt meira laufflatarmál en
lauftrén (hærra LAI) og einnig
hefur það áhrif að þær hafa meira
yfirborð yfir veturinn miðað við
tré sem fella laufið á haustin.
Útgufun frá trjám
Yfir sumarmánuðina, júnf-
ágúst, var útgufun frá aspartrján-
um í Gunnarsholti um 50% af
raungufun frá svæðinu. Afgangur-
inn kom frá botngróðrinum og
jarðvegi samkvæmt mælingum
Ians B Strachan '3. Öll útgufun
vatns á sér stað í gegnum laufið
(eða barrið), og hjá lauftrjám er
hún því eingöngu bundin við vor,
sumar og haust.
Af hverju þurfa tré að gufa út
vatni? Ástæðurnar eru einkum
þrjár22: a) Með útgufun skapar
tréð vatnsstraum frá jarðvegi, í
gegnum rætur og upp í gegnum
laufkrónu, sem ber með sér ýmis
nauðsynleg næringarefni sem
tréð þarf til vaxtar og viðhalds. b)
Tré vaxa með því að umbreyta
gasinu koldíoxíði (C02) í sykrur
með hjálp sólarljóssins (ljóstillíf-
un). Styrkur koldíoxíðs í and-
rúmslofti er aðeins um 0,4%, og
til að það geti borist hraðar inn í
laufblöð þegar sólin skfn opnast
smásæ op á yfirborði þeirra,
svokölluð loftaugu22. Um Ieið og
loftaugun opnast streymir vatns-
gufa í hina áttina, út um þau og
út f andrúmsloftið. Útgufun er því
að hluta fórnarkostnaður við að
sleppa koldíoxfði inn í laufið. c)
Þegar mikil sólgeislun fangast af
laufblöðum veldur ör útgufunin
kælingu sem kemur í veg fyrir að
laufblöðin ofhitni.
Loftaugu eru eins og litlir
munnar sem geta opnast eða lok-
ast, og gera trénu kleift að hafa
stjórn á útgufun sinni3. Venju-
_ 80
Þéttleiki laufþaks (hér LAI)
3. mynd. Afgufun sem hlutfall af ársúrkomu frá ýmsum skógarlundum sem voru
rannsakaðir í NORN verkefninu. Hér var þetta metið sérstaklega fyrir Gunnarsholt,
en gildin fyrir hina staðina koma úr Temanord- skýrslu sem gefin var út af NORN17.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
57