Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 59

Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 59
1. tafla. Nokkrir skógar í samnorrænu rannsóknaverkefni, NORN, þar sem vatnshringrás var ákvörðuð Skógunum er raðað upp eftir þéttleika laufkrónu (LAi). Nafn Land Tegund Aldur LAI* Ársúrkoma Gunnarsholt ísland alaskaösp 6 ár(1996) <1 1219 mm Rundbacken Finnland rauðgreni - 3-6 978 mm Klosterhede Danmörk rauðgreni 76 ár 6 893 mm Solling Þýskaland rauðgreni 60 ár 7-8 1169 mm Skogaby Svíþjóð rauðgreni 30 ár 8-9 1100 mm * LAl (leaf area index) eða laufflatarmálsstuðuli er mat á þéttleika skóga - og táknar m2 laufkrónu yfir hverjum m2 yfirborðs svæðis. Ef LAI = 1 þá myndar laufþakið 1 m2 lag yfir hverjum m2 lands. koma sem ekki nær til jarðar. Hún var metin út frá laufflatar- máli skógarins og fjölda úrkomu- daga. Afgufun skóga er að jafnaði um 0,3 mm af úrkomu hvers rign- ingardags á hverja einingu LAI í laufþaki 17 í ungum og gisnum skóginum í Gunnarsholti var talið að aðeins tæp 2% ársúrkomunnar hefðu horfið á þennan hátt. Af- gufun verður hins vegar mikil- vægari þáttur í vatnshringrás skógarins eftir því sem hann vex upp og þéttist. f þéttustu skógun- um í NORN verkefninu, Kloster- hede, Solling og Skogaby, nam afgufun 20-30% af ársúrkomu (3. mynd). Það er, um einn fjórði úr- komunnar náði aldrei til jarðar heldur festist uppi í trjánum og gufaði upp næst þegar það stytti upp og ský dró frá sólu. Afgufun er að jafnaði meiri í sigrænum skógum en f laufskógum22. Bæði hafa sígrænu trjátegundirnaryfir- leitt meira laufflatarmál en lauftrén (hærra LAI) og einnig hefur það áhrif að þær hafa meira yfirborð yfir veturinn miðað við tré sem fella laufið á haustin. Útgufun frá trjám Yfir sumarmánuðina, júnf- ágúst, var útgufun frá aspartrján- um í Gunnarsholti um 50% af raungufun frá svæðinu. Afgangur- inn kom frá botngróðrinum og jarðvegi samkvæmt mælingum Ians B Strachan '3. Öll útgufun vatns á sér stað í gegnum laufið (eða barrið), og hjá lauftrjám er hún því eingöngu bundin við vor, sumar og haust. Af hverju þurfa tré að gufa út vatni? Ástæðurnar eru einkum þrjár22: a) Með útgufun skapar tréð vatnsstraum frá jarðvegi, í gegnum rætur og upp í gegnum laufkrónu, sem ber með sér ýmis nauðsynleg næringarefni sem tréð þarf til vaxtar og viðhalds. b) Tré vaxa með því að umbreyta gasinu koldíoxíði (C02) í sykrur með hjálp sólarljóssins (ljóstillíf- un). Styrkur koldíoxíðs í and- rúmslofti er aðeins um 0,4%, og til að það geti borist hraðar inn í laufblöð þegar sólin skfn opnast smásæ op á yfirborði þeirra, svokölluð loftaugu22. Um Ieið og loftaugun opnast streymir vatns- gufa í hina áttina, út um þau og út f andrúmsloftið. Útgufun er því að hluta fórnarkostnaður við að sleppa koldíoxfði inn í laufið. c) Þegar mikil sólgeislun fangast af laufblöðum veldur ör útgufunin kælingu sem kemur í veg fyrir að laufblöðin ofhitni. Loftaugu eru eins og litlir munnar sem geta opnast eða lok- ast, og gera trénu kleift að hafa stjórn á útgufun sinni3. Venju- _ 80 Þéttleiki laufþaks (hér LAI) 3. mynd. Afgufun sem hlutfall af ársúrkomu frá ýmsum skógarlundum sem voru rannsakaðir í NORN verkefninu. Hér var þetta metið sérstaklega fyrir Gunnarsholt, en gildin fyrir hina staðina koma úr Temanord- skýrslu sem gefin var út af NORN17. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.