Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 60
i----------------------------1---------------------------r
0:00 6:00 12:00 18:00 0:00
Tími dagsins
4. mynd. Mælingar þann 17. júní 1996 á a) sólgeislun (gmol m '2 S'1 PAR) í Tilrauna-
skóginum í Gunnarsholti, b) opnunarstigi loftaugna (mælt sem leiðni, mmol H20 m 2
s'1) á laufblöðum aspartrjáa og c) vatnsspennu á 30 cm dýpi í jarðvegi (línan) og í
aspartrjánum (í börum). Rauð ör sýnir hvað vatnsspenna trjánna hefði átt að hækka
upp í ef þau hefðu haft tíma til að endurhlaða sig yfir nóttina. Lóðrétt strik tákna
staðalskekkju meðaltalsins.
lega opnast Ioftaugun eftir því
sem sólgeislun eykst ‘5, en ef vatn
f jarðvegi verður af skornum
skammti draga trén úr opnun
loftaugnanna til að minnka út-
gufun og þar með vatnsnotkun.
Loftaugu trjáa lokast yfir nóttina
þegar sól hefur hnigið til viðar15
- en hvað skyldi gerast hér á
norðurslóðum þar sem nóttin er
björt?
í þjartri júnínóttinni í Gunnars-
holti lokuðust loftaugun ekki
nema rétt í kringum miðnættið
(4. mynd b).
Tré þurfa ekki að sjúga upp
jarðvegsvatn jafnharðan og það
gufar út frá laufkrónunni. Þau
geta tappað af vatnsforða í bol
og greinum og þannig notað
meira vatn en þau ná að sjúga
upp yfir hádaginn. Eftir sem
gengur á vatnsforðann eykst
vatnsspenna inn í trénu, þ.e.
hversu mikla orku þarf til að
„dæla" upp vatninu.Vatnsupptaka
gegnum rætur heldur áfram eftir
að skyggja tekur og útgufun
stöðvast, þangað til að trén hafa
fyllt á vatnsforða sinn. Þegar því
marki er náð er vatnsspenna
þeirra í jafnvægi við vatnsspennu
jarðvegsins10. Mælingar sem
fram fóru bæði fyrr í júní og sfðar
um sumarið sýndu að slíkt jafn-
vægi náðist flestar nætur f
öspinni í Gunnarsholti (gögn ekki
sýnd).
Þegar það óvenjulega gerðist
dagana 15. júní- 19. júní 1996,
að margir sólríkir, lygnir og hlýir
dagar komu í röð, dugði ekki
stutt sumarnóttin til að trén
næðu að fylla alveg upp vatns-
forða sinn (4 mynd c). Vatns-
spenna trjánna komst því ekki í
jafnvægi við vatnsspennu jarð-
vegsins og vægur vatnsskortur
varð yfir miðjan daginn (-10 þör).
Þetta gerðist þrátt fyrir að yfirdrif-
ið nægt vatn væri til staðar í jarð-
veginum (um -0,1 bar á 30 cm
dýpi, 4. mynd c). Almennt er þó
ekki farið að tala um alvarlegt
vatnsstress hjá trjám fyrr en
c
13
o
c
(fí
c
To
>
225
150
75 -
0
Tré á samanburðarsvæði
Tré á áburðarreit
00:00 04:00 08:00 12:00 16:00 20:00 00:00
Tími dagsins
5. mynd. Vatnsnotkun tveggja alaskaaspartrjáa í Tilraunaskóginum í Gunnarsholti
þann 20. júlí 1996 (g vatns á m2 laufs á klst.). Útgufunin var aðeins minni á hvern fer-
metra laufs í lundinum sem hafði fengið áburð í þrjú ár (meiri sjálfskuggun). Heild-
arútgufun á hvert tré var þó tæplega þrefalt meiri á áburðarreitunum miðað við óá-
borið samanburðarsvæði, þar sem heildar-laufflatarmál trjánna þar var um 3 sinn-
um meira4. Mælingar voru gerðar með því að hita bol aspartrjánna og mæla varma-
leiðnina (e: sapflow method).
58
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004