Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 62
05
03
"O
'CO
E
C
O
2.0
1.5
1.0
§> 0.5
o
ro
cc:
o.o
alls = 9,6 mm
lllllll.ill....Iil. Jlilijl
01 08 15 22
Desember 2003
29
8. mynd. Mælingar á daglegri raungufun frá ungum lerkiskógi í Vallanesi á Fljóts-
dalshéraði í desember 2003. Mælingarnar voru gerðar með svokallaðri iðufylgniað-
ferð 6.
yfir ungum, gisnum lerkiskógi
sem gróðursettur var árið 1992.
Raungufun frá þessum skógi nam
um 10 mm yfir dimmasta mánuð
ársins 2003 (8. mynd), en þá eru
plöntur í dvala og engin útgufun
á sér stað í gegnum þær. Einnig
er afgufun sáralftil í svo ungum
skógi, svo að þetta er í raun mæl-
ing á uppgufun frá jarðvegi og
botngróðri.
Með því að gefa okkur að ungi
asparskógurinn og lerkiskógurinn
væru sambærilegir, þá gátum við
áætlað uppgufun alls ársins 1996
frá Tilraunaskóginum. Um 19%
ársúrkomunnar gufuðu upp frá
skógarbotni Tilraunaskógarins,
sem var hæsta hlutfall sem metið
var fyrir skógana í NORN verkefn-
inu (9. mynd). Eftir þvf sem skóg-
arnir verða þéttari nær minni sól-
arorka til jarðar og uppgufun frá
skógarbotni minnkar22.
Vatnsinnihald jarðvegs
Vatnsinnihald jarðvegs í mis-
munandi dýpi var mælt vikulega
yfir sumarið með tækni sem
byggir á geislavirku endurkasti.
Byrjað var á að reka 1,7 - 2,0 m
löng álrör lóðrétt ofan í jarðveg-
inn. Ofan í rörin var látinn síga
kólfur hlaðinn geislavirku efni
sem sendi frá sér geislun sem
endurkastast af vetnisatómum 13-
'4, en vatn er sem kunnugt er
samsett úr vetni og súrefni
(H20). Endurkastið var síðan
mælt á mismunandi dýpi og nið-
urstöðurnar notaðar til að reikna
út vatnsinnihald jarðvegsins.
Mælingarnar sýndu að í Tilrauna-
skóginum var framboð vatns
aldrei takmarkandi vaxtarþáttur
fyrir tré eða aðrar plöntur sem
hafa rætur sem ná dýpra ofan í
jarðveginn en um 20 cm 14
Jarðvegsyfirborð Tilraunaskóg-
arins var að mestu leyti þakið
mosa, en á nokkrum stöðum var
það.þakið þéttu graslendi13. Það
gæti komið einhverjum á óvart
að jarðvegurinn þornaði aldrei
eins mikið undir grasinu eins og
mosanum (siá 14). Þó að grasið taki
upp vatn og gufi því síðan út, þá
er vatnstapið í formi uppgufunar
beint frá jarðvegi enn meira þar
sem háplöntur þekja ekki yfir-
borðið. Vatnstap í formi uppguf-
unar beint frá rofnu eða illa
grónu yfirborði getur verið meira
en samanlögð upp- og útgufun
gróins lands. Þetta á ekki síst við
í hinu vindasama landi, íslandi.
En segja má að vindurinn auki
snertingu þurrs Ioftmassans við
yfirborðið með því að minnka
lognlag sem myndast við jörðu,
og stuðli þannig að örari uppguf-
un en ella. Allir sem í sveit hafa
verið vita að besti þerririnn er í
hæfilegri golu.
o
.Q
i—
ro
05
■o
-Sí
co
-ro
c
o
4—
o
O)
Q_
Q.
3
80
60
40
20
0
Gunnarsholt
Rundbacken Klosterhede
Sollingg^ogaþy
Þéttleiki laufþaks (hér LAI)
9. mynd. Uppgufun frá skógarbotni í ýmsum skógarlundum sem rannsakaðir voru í
NORN verkefninu. Tölur fyrir Gunnarsholt byggja á mælingum lan B. Strachan 13 og
Brynhildar Bjarnadóttur og Bjarna D. Sigurðssonar6, en gildin fyrir hina staðina
koma úr Temanord-skýrslu sem gefin var út af NORN '7.
60
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2004