Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 63
Gunnarsholt
Rundbácken
Klosterhede
Solling
Skogaby-
2 4 6 8
Þéttleiki laufþaks (hér LAI)
10. mynd. Rennsli sem hlutfall af ársúrkomu frá ýmsum skógarlundum sem rannsak-
aðir voru í NORN verkefninu. Rennsli var áætlað sem munur á úrkomu og raunguf-
un. Tölur fyrir Gunnarsholt byggja á mælingum lan B. Strachan 13•11 en gildin fyrir
hina staðina koma úr Temanord-skýrslu sem gefin var út af NORN '7.
Rennsli
M agn
Vatnsinnihald jarðvegs er
stöðugt til lengri tíma litið og þar
sem allir þættir raungufunar frá
Tilraunaskóginum voru mældir
eða metnir þá var mögulegt að
áætla hversu stór hluti ársúr-
komu barst niður í grunnvatn. í
tilraunaskóginum í Gunnarsholti
reyndist mest af ársúrkomunni
fara þessa leið, eða um 70% (10.
mynd). Þetta var mun hærra hlut-
fall en í hinum skógunum í
NORN verkefninu ‘7, en þar sem
afgufun og vatnsnotkun trjánna
var mest var rennsli aðeins um
20-40%. Þarna er þó um staði að
ræða með mikið lengri vaxtar-
tíma en hér gerist, svo óvíst er
hvort jafnþéttur skógur hér á
landi myndi nota jafnmikið af
ársúrkomunni til útgufunar.
Efnasamsetning
Með jarðvegsvatninu sem yfir-
gefur skóginn geta borist ýmis
uppleyst efni sem geta haft áhrif
á önnur vistkerfi neðar á vatna-
sviðinu. Til dæmis hefur sú til-
gáta verið sett fram hér á landi
að skógrækt á Þingvallasvæðinu
geti valdið því að köfnunarefni
berist í stórum stíl út f Þingvalla-
vatn með grunnvatnsflæði18. Slfk
tilgáta byggir ekki á miklum mæl-
ingum, því mjög takmarkaðar
rannsóknir hafa farið fram hér á
landi á hringrás köfnunarefnis á
skógræktarsvæðum.
Ein slík rannsókn var þó NORN
verkefnið ", Árið 1994 var komið
upp sex 100 m2 rannsóknareitum
í Tilraunaskóginum. Sérstökum
gegndræpum stautum (sogboll-
um) var komið fyrir á um 80 cm
dýpi undir reitunum. Sogbollarn-
ir voru tengdir með slöngum við
loftdælu sem reglulega var notuð
til að soga upp jarðvegsvatn til
efnagreininga.
Köfnunarefni í jarðvegi og jarð-
vegsvatni getur verið á tveimur
ólífrænum formum; sem ammon-
íum (NH4) eða nítrat (N03).
Nítratið er mun hreyfanlegra í
jarðvegsvatninu og getur þvf auð-
veldar borist niður fyrir rótarlag
trjánna og þar með tapast frá
skóginum með grunnvatni9.
Styrkur N03 í jarðvegsvatni undir
Tilraunaskóginum fór ekki yfir 0,1
mg L'1 (11 . mynd), og NH4 var yf-
irleitt undir greiningarmörkum
(gögn ekki sýnd). Vatnið sem
barst undan skóginum var því af
góðum gæðum hvað varðar köfn-
unarefni og fyllilega hæft sem
drykkjarvatn, en samkvæmt
stöðlum Heilbrigðiseftirlitsins
maí jún. júl. ágú. sep. okt.
Árið 1996
11. mynd - Útskolun nítrats (N03) frá Tilraunaskóginum í Gunnarsholti. Punktalínan
sýnir hversu mikið af N03 má vera í neysluvatni samkvæmt stöðlum Umhverfis-
stofnunar21.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
61