Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 97
an til að heilsa okkur og bjóða
okkur velkomna og litlu sfðar
húsbóndinn.
Þá var okkur boðið til morgun-
verðar. Á borð voru bornir svo
margir réttir að ekki var hægt að
bragða þá alla. Allt var það sann-
kallaður hátíðamatur. Húsfreyjan
skýrði fyrir okkur úr hverju réttirn-
ir væru búnir til og hvað af því
væru sérstakir þjóðlegir réttir.
Hún þurfti margs að spyrja frá ís-
landi og lét f ljós löngun til að
koma til landsins. En nú var ekki
til setunnar boðið. Bíllinn sem
flutti okkur var væntanlegur á
hverri stundu og þá þurftum við
að vera komnir niður á þjóðveg-
inn. Við kvöddum þvf okkar
agætu gestgjafa og gengum niður
á veginn.
Bfllinn, 40 sæta langferðabíll,
kom rétt um leið og við á vega-
mótin. Mikill hluti fólksins var
komið í bílinn og nú hófst deila
um það hvar hefði verið best að
gista. Hver hélt fram sínum gist-
ingarstað og niðurstaðan varð sú
að alls staðar hefði verið búið
svo vel að okkur að tæplega hefði
verið hægt að gera það betur.
Eg lýsi viðtökunum þarna svo
nákvæmlega vegna þess að hvar
sem við komum, voru viðtökurnar
jafn alúðlegar, svo þessi lýsing á
við hvern þann stað sem við gist-
um f Noregi.
Sólskinið sem við komum með
til Noregs, entist alla dagana
sem við dvöldum þar. Hitinn
komst yfir 30 stig í forsælu.
Þegar búið var að safna öllu
fólkinu í bílinn var farið í bílferju
yfir í Álasund, sem er allstór bær.
Nú skildu leiðir, því helmingur
fólksins fór suður í Guðbrands-
dal, til Vágö. Fararstjóri þess
hóps var ísleifur Sumarliðason,
skógarvörður á Vöglum. Hinn
hópurinn sem eg var í fór til
Rissa í Þrændalögum. Fararstjóri
þess hóps var Sigurður Blöndal,
sem reyndist afbragðs fararstjóri.
Hann var óþreytandi að skýra fyr-
ir okkur það sem fyrir augu bar,
og benda okkur á allt sem athygl-
isvert var á leið okkar. Enda er
hann vel kunnugur á þessum
slóðum og fróður um sögu þeirra
héraða sem við fórum um. Eg
hef aldrei komist betur að raun
um það, hvað mikilsvert er að
hafa góðan fararstjóra.
Við héldum frá Álasundi yfir að
Romsdalsfirði að Ándalsnesi,
sem er nær því við fjarðarbotn-
inn. Húsin íÁndalsnesi eru flest
mjög nýleg, þvf Þjóðverjar lögðu
þar allt í rústir á stríðsárunum. Á
leiðinni milli Álasunds og
Ándalsness fórum við f gegnum 8
jarðgöng, sum af þeim eru stutt,
en önnur töluvert löng. Eg gæti
trúað að þau lengstu væru ekki
minna en einn km.
Frá Ándalsnesi fórum við inn f
mynni Romsdals en lögðum þar
lykkju á leið okkar, og fórum upp
Trollstigen sem okkur var sagt að
væri glæfralegasti vegur f Noregi.
Get ég vel trúað því. Dalurinn inn
að þar sem Trollstigen byrjar er
mjög djúpur og má segja að
hann endi í hrikalegu gljúfri. Dá-
lítil á fellur niður f gljúfurbotninn
f geysiháum fossi. Það má telja
undravert að nokkrum manni
gæti komið til hugar að hægt
væri að leggja veg upp úr þessum
tröllabotni. En það er staðreynd
að vegurinn er þar kominn. Veg-
urinn liggur skáhallt inn og upp
austurhlíð dalsins, beygir svo út
dalinn hærra og hærra upp hlíð-
ina og er sumstaðar sprengdur
framan í hamrabelti. Svona liggur
hann f beygjum þar til komið er
upp í miðja hlíðina; þar liggur
hann yfir í vesturhlíðina, yfir
volduga steinbrú framan við foss-
inn og síðan upp vesturhlíðina,
sem heita má að sé eitt stand-
berg ofan frá brún og niður í dal-
botn. Ofurlftill flái er á sumum
hlutum bergsins. Þar sem beygjur
eru á veginum eru höggnir stórir
skútar inn í bergið svo bílarnir
hafi svigrúm til að taka beygjurn-
ar. Þar sem efsta beygjan er á
veginum í vesturbrún gljúfursins
er bergið samfelldur veggur niður
f dalbotn. Okkur var sagt að það
mundi þar vera um 800 metrar á
hæð. Sumir farþegarnir sögðust
Ifka forðast að líta út í gluggana,
en aðrir nutu þess að horfa niður
eftir hengifluginu.
Þegar upp á brúnina kom, var
ekið nokkurn spöl inn á hálendið
að fjallahóteli sem þar stendur.
Mynd 7. Að afloknum landsleik í knattspyrnu í Rissa hvíla menn lúin bein. Leiknum
lyktaði með jafntefli.
SKÓGRÆKTARRITIÐ
95