Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 98
Mynd 8. Trolistigen - einn glæfralegasti vegur í Noregi.
Mynd 9. Dómkirkjan í Niðarósi.
Þar borðuðum við hádegisverð í
boði bæjarstjórnarÁndalsness.
Sfðan var farið til baka niður
Trollstigen og suðaustur Roms-
dalen, sem er djúpur og þröngur.
Hjá smábænum Dombas skiptast
ieiðir. Við fórum á veg sem liggur
til norðurs, upp á Dofrafjöll. Þar
er vegurinn kominn upp í þúsund
m hæð, og landslag og gróður er
þannig að það líkist mest heiðum
á íslandi. Víðsýni er mikið og há-
sléttan tiltölulega flöt. Mishæðir
eru aðallega lágir og ásar. Á milli
þeirra eru grunnar dældir með
smávötnum en skógur er þar nær
því enginn. Víða sjást gömul sel
og fjallakofar sem notaðir eru af
fólki sem er í sumarleyfi, og af
skíðafólki á vetrum.
Þegar kom norður af Dofrafjöll-
um, var farið niður Sóknadalinn.
Þar eru miklir og stórvaxnir furu-
skógar og mikil kornrækt. Mel-
hus, neðarlega í dalnum, er mikil
skógræktarstöð. Þar munu vera
aldar upp um 35 milljónir skógar-
plantna. Þar drukkum við mið-
degiskaffi og skoðuðum stöðina.
Þar sátu fyrir okkur blaðamenn
frá Þrándheimi til að hafa tal af
fararstjóranum og taka myndir af
fólkinu.
Frá Melhus var haldið til
Þrándheims og bfllinn settur á
bílferju sem genguryfir Þránd-
heimsfjörð til Vanviken. Þar fór-
um við f land, og bíllinn hélt
áfram með okkur vestur yfir háls-
ana til Rissa, sem liggur íbreið-
um og fögrum dal upp frá Þránd-
heimsfirði.
Nú vorum við komin á leiðar-
enda, því þarna áttum við að
dveljast eina viku við að planta
skógi, en satt að segja fór veru-
Iegur hluti af tímanum í
skemmti- og kynnisferðir og
veisluhöld. ( Rissa var okkur tek-
ið af alúð og gestrisni, eins og
hvarvetna annars staðar, og þeg-
ar að því kom að fara þaðan,
hefðu flestir kosið að vera þar
lengur..........
Fyrsti morgunninn í Rissa
heilsaði okkur bjartur og fag-
ur.Sólin skein í heiði og loftið var
hreint og tært og því afbragðs
skyggni. í hinum breiða og til-
tölulega grunna dal sem Rissa
liggur í, er stórt stöðuvatn sem
byggðin liggur umhverfis. Fjöllin
eru ekki mjög há , en víða all-
brött, einkum þegar kemur innar-
lega í dalinn. Þrátt fyrir brattann
eru þau vfðast skógi vaxin upp að
efstu tindum.
Við snæddum morgunverð og
96
SKÓGRÆKTARRITIÐ