Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 105
húsið var okkur afhent eitt eintak
hverju af allstórri bók, með
myndum af þeim listaverkum,
sem í húsinu eru. Næst skoðuð-
um við Vigelandsgarðinn, sem
mun eiga sér fáa sína líka vegna
þeirra listaverka sem í honum
eru, og vegna þess hve snilldar-
lega hann er skipulagður.
Borðað var á hótelinu á
Frognerseteret og um leið sáum
við skfðastökkbrautina á Hol-
menkollen. Næst var farið út á
Bygdoy og víkingaskipin skoðuð
ásamt öðrum fornminjum sem
þar eru. Næst var Kon Tiki flekinn
skoðaður. Svo sem kunnugt er,
fór Thor Heyerdahl ásamt 5 félög-
um sínum þvert yfir Kyrrahaf um
8000 km og lét vinda og strauma
bera flekann. Nú er gengið svo frá
flekanum að líkast er þvf að hann
fljóti á sjónum og undir honum
er gríðarstór hákarlategund, sem
fylgdi flekanum eftir og mörg
önnur sjódýr, öll uppstoppuð en
þau hanga á mjóum vfrþráðum,
svo ekki verður annað séð í fljótu
bragði, en þau séu á sundi undir
flekanum. Neðan f honum hangir
alls konar sjávargróður, sem bú-
inn var að festa sig við flekann.
Að loknum kvöldverði fórum
við í lokaveisluna sem Samband
ungmennafélaganna stóð fyrir,
Þar voru dansaðir þjóðdansar af
norsku fólki f þjóðbúningum.
Morguninn eftir vorum við
snemma á fótum og snæddum
morgunverð. Síðan var ekið með
okkur út á Fornebuflugvöllinn.
Þar var flugvél frá Braathen tilbú-
in að taka okkur. [Tilkynnt var að
vegna vélarbilunar seinkaði ferð-
inni, var beðið tvær klukkustund-
ir. Fórum í loftið kl. 10:22. Flogið
var í 14 þúsund feta hæð. Lent-
um í Keflavík 15:10. Tók ferðin frá
Osló tæpar 5 klukkustundirj.
Loftið var töluvert skýjað, svo
ekki sá niður til jarðar nema á
smáblettum meðan við flugum
vestur yfir Noreg. Þegar flogið
var yfir Færeyjar, var þar snjór
niður í miðjar hlíðar, og þoku-
slæðingur yfir hafinu öðru hvoru.
Bjart var yfir suðurströnd íslands,
og sást hún mjög vel. Vélin flaug
einn hring yfir Surtsey svo vel
sást niður í glóandi eldhafið í
gígnum. Öðru hvoru urðu þar
sprengingar, svo eldhríð stóð
hátt í loft upp og glóandi hraun-
lækir runnu hér og þar út í sjó.
Við lentum heilu og höldnu á
Keflavíkurflugvelli og vorum flutt
þaðan á þflum til Reykjavíkur. Þar
skildust leiðir og dásamlegu
ferðalagi var lokið. Ég veit að allir
bera hlýjan hug til fararstjóranna
fyrir góða fararstjórn og ferðafé-
laganna fyrir sérstaklega ánægju-
lega samveru. Einnig veit ég að
allir eru þakklátir Norðmönnum
sem tóku okkur af svo frábærri
gestrisni, og gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð, að gera okkur
dvölina í Noregi sem ánægjuleg-
asta og reyndu að kynna okkur
land og þjóð eins vel og kostur
var á, á svo stuttum tíma.
A
KÓPAVOGUR
Ferðafélag íslands
Áburðarverksmiðjan hf.
Sími 580 3200 www.aburdur.is
: Bændasamtök
íslands
Jfarjpuilftifrife