Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 107

Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 107
MINNING Guðmundur Ingi Kristjánsson F. 15. janúar 1907 • D. 30. ágúst 2002. Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi og skáld á Kirkjubóli er látinn í hárri elli. Hann átti sér mörg hugðarefni sem hann barðist fyrir af eldmóði og ósér- hlífni. Ég tel það vel til fallið að minnast hans nokkrum orðum hér í Skógræktarritinu, svo afar kær sem skógræktin var honum alla tíð. Skógræktarstarfið í landinu var honum eins konar tákn alls þess besta sem hann dreymdi um fslandi til handa. Ég hafði þekkt hann lengi, móðir mín og hann voru fermingarsystkini, sem voru samferða hér í Önundar- firði alla tíð, eða í rúma níu áratugi. Faðir minn og hann voru systrasynir. Vinátta, virðing og frændsemi einkenndi öll samskipti þessa fólks. Við Guðmundur Ingi vorum mjög ósammála um marga hluti, þó ekki alla. Aldrei minnist ég þess þó að við höfum deilt, brostum bara hvor til annars þegar kom að ágrein- ingsmálum. Fyrir öll þau samskipti er ég afar þakklát- ur. f hugum flestra er það skáldið Guðmundur Ingi sem menn þekkja, og eflaust eru það ljóð hans sem munu halda nafni hans á lofti lengi. Ég er samt alveg viss um að í hans eigin huga var hann fyrst og sfðast bóndinn. Það var starfinn sem hann var kallaður til á þessum hérvistardögum sínum. Starf bóndans var f hans huga hvorki kvöð né áþján, þvert á móti leit hann á það sem vegsemd og blessun. Þó hann fengist við fjölmörg önnur störf á lífsleiðinni, kenndi m.a. börnum f marga, marga áratugi, þá var hann samt alltaf bóndinn. Skáldskapurinn var honum hvort tveggja í senn, hin mikla íþrótt, svo og hans aðferð til að segja heimin- um frá lífssýn sinni. Hann orti öll sín fegurstu ljóð um allt það sem hann elskaði mest. Eins og tftt er um einfara gerðist Guðmundur Ingi ungur hinn mesti félagsmálamaður. Allt sem hann taldi víst að væri til mannbóta það voru hans mál. Skipti ekki máli um hvað var að ræða, ungmennafé- lögin, bindindishreyfinguna, sveitarstjórnarmálin, samvinnustefnuna, ræktunarstarfið í sveitunum, kirkj- una eða Framsóknarflokkinn, sannfæringu sinni fylgdi hann af mikilli trúmennsku. Það skipti hann heldur ekki máli hvort Ieiðirnar lágu um varðaða vegi eða ótroðnar slóðir, einarður hélt hann alltaf sínu striki. Þannig háttaði til þá Guðmundur Ingi var á besta aldri að f engu bæjarfélagi á fslandi voru svo fáar framsóknarsálir sem í hinum góða bæ ísafirði. Þang- að hélt Guðmundur Ingi, auðvitað í framboð fyrir sinn flokk, Framsóknarflokkinn. Ekki til að vinna þingsæti sjálfum sér til frama, fjarri því. Heldur til að vinna sín- um flokki allt það gagn sem hann mátti. Þannig var hann. Efasemdir um það sem hann trúði að væri satt voru honum fjarri. Hann var mikill samvinnumaður og einlægur í þeirri afstöðu. Stuttu eftir að Samband íslenskra samvinnufélaga leið undir lok átti ég leið að Kirkjubóli, með mér í för var góðvinur minn, Eyvindur Erlendsson. Eyvindur tók skáldið tali og sagði: „Jæja, Guðmundur nú er Sambandið hrunið, hvað segir þú þá?" Öldungurinn kímdi bara á sinn sérstaka hátt og svaraði: „Það koma betri menn seinna." Hann hafði líka einu sinni ort: Ég á mér draum um unga menn sem enginn blettur fellur á, en þótt ég hafi ei hitt þá enn ég filakka til að finna þá. Alla tíð var það hin mikla hugsýn Guðmundar Inga, ræktun lýðs og lands. En hann ræktaði fleira á sinni löngu og gæfuríku ævi, hann kappkostaði umfram allt að rækta sinn eigin hug til þeirrar hófsemdar sem gerir menn frjálsa. 104 SKÓGRÆKTARRITiÐ 2004 Ég hef oft heyrt marga góða fræðimenn halda langar og ef- laust merkilegar ræður um skóg- ræktina, gæði hennar og nytsemi en sjaldnast ef þá nokkurn tím- ann er í slíkum fyrirlestrum minnst á það sem skipti Guð- mund Inga öllu máli. Þvf í hans heiðríka huga var skógræktin hugsvölun, þeim mönnum sem elskuðu sitt land. Einar Oddur Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.