Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 108
MINNING
Þórunn Eiríksdóttir
F. 20. janúar 1928 • D. 29. desember 2003.
Að ósk stjórnar Skógræktarfélags Borgarfjarðar skrifa
ég þessi orð til minningar um Þórunni Eiríksdóttur.
Þórunn var fædd 20. janúar 1928, að Hamri í Þverár-
hlfð. Hún andaðist f Sjúkrahúsi Akraness 29. desem-
ber sl. Foreldrar hennar voru Eiríkur Þorsteinsson, f.
22.okt. 1896, og Katrín Jónsdóttir, f. 2. mars 1899. Þau
hófu sambúð á Hamri og þar fæddist Þórunn en vorið
1928 fluttust þau að Glitsstöðum í Norðurárdal og
bjuggu þar síðan. Systur Þórunnar urðu 4 og þarna
ólust þær upp f glöðum hópi og kynntust snemma
öllum algengum landbúnaðarstörfum, og nú er
yngsta systirin búin að vera, á nútíma máli, „bóndi" á
Glitsstöðum ásamt eiginmanni sínum, í nokkra ára-
tugi.
Að loknu barnaskólanámi heima í sveit sinni stund-
aði Þórunn nám í Reykholti og síðan í Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi.
Þórunn giftist ung miklum ágætismanni, Ólafi Jóns-
syni smið frá Kaðalsstöðum í Stafholtstungum og þar
settu þau saman bú og byggðu nýbýlið Kaðalsstaði II,
þar sem hún bjó þeim indælt heimili, og hennar tak-
markalausi áhugi fyrir ræktun kom skýrt í ljós með
nokkurra hektara skógræktargirðingu á bökkum Þver-
ár, sem er mikil staðarprýði.
Tóta eins og við gjarnan kölluðum hana hóf
snemma þátttöku í félagsmálum í UMF Baulunni og
UMF Stafholtstungna, og á seinni árum driffjöður
ásamt fleirum f leikdeild sama félags, í stjórn Kvenfé-
lags Stafholtstungna, formaður Kvenfélagasambands
Borgarfjarðar 1970-1976. Varaformaður Kvenfélaga-
sambands íslands um tfma. í bankaráði Búnaðar-
banka íslands 1986-1990. Hún tókeinnig þátt á
stjórnmálum og fann til í stormum sinna tfða. Hún
stóð jafnan þeirra megin sem minna máttu sín í þjóð-
félaginu. Á sfðustu árum var hún formaður Félags
eldri borgara í Borgarfjarðardölum, þótti hún skipa
þann sess með mestu prýði, en baðst undan endur-
kosningu á síðasta ári.
Eins og áður sagði var ræktunaráhugi hennar mikill,
og fyrir beiðni þess mikla eldhuga og félags-
málamanns, Danfels Kristjánssonar á Hreðavatni, tók
hún sæti í stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar, var
fyrst kosin varamaður í stjórn 1965 og í aðalstjórn var
hún kosin 1974 og var þar samfellt ritari til ársins
1986 að hún baðst undan endurkosningu. Varð hún
þar ásamt fleirum tengiliður milli stofnenda og frum-
herja skógræktarfélagsins og þeirra sem á eftir hafa
komið að stjórn þess.
Hún var oft fulltrúi á aðalfundum Skógræktarfélags
fslands, sem haldnir eru vítt og breitt um landið. Var
oft farið í þessar ferðir f samfloti eða hóp. Varð þá oft
úr þessum ferðum skemmtiferð. Voru þá gjarnan
makar með í för.
Komust fulltrúar f þessum ferðum í kynni við fólk
með svipaðar hugsjónir allt í kringum landið og það
sem þar var verið að framkvæma. Það út af fyrir sig
efldi áhugann og framkvæmdavilja til frekari átaka í
héraði.
Þær hafa verið ófáar ferðirnar til gróðursetningar og
umhirðu í Grímsstaðagirðingu, Einkunnir, Daní-
elslund, Grafarkot, Snaga, og Leirárgirðingar á vegum
félagsins á undanförnum áratugum.
Þeim sem þetta ritar er ofarlega í minni skógræktar-
ferð til Noregs árið 1964; í þeirri ferð voru milli 70 og
80 þátttakendur. Fararstjórar voru ísleifur Sumarliða-
son og Sigurður Blöndal. í ferðinni voru 7 Borgfirð-
ingar, 4 af okkur vorum með Sigurði Blöndal, þar var
Þórunn ein af ferðafélögum. Var farið til Þrándheims
fyrri vikuna og þá seinni í Guðbrandsdal. Varð þessi
ferð mjög lærdómsrík og hygg eg að flest af því fólki
sem hana fór hafi komið meira eða minna að skóg-
rækt eftir ferðina. Tóta fór ásamt manni sínum Ólafi
106
SKÓGRÆKTARRITIÐ
síðar í fleiri slíkar ferðir, enda
voru þau bæði mikið útivistar- og
ferðafólk.
Það var reisn yfir Þórunni og
tekið eftir því sem hún lagði til
mála. Hún var alltaf tilbúin að
'e8gja góðum málum lið.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
vill þakka Þórunni óeigingjörn
störf í þágu félagsins á liðnum
áratugum og sendir aðstandend-
um hennar samúðarkveðjur.
Ragnar Sveinn Olgeirsson
£ mmœ