Kjarnar - 01.09.1950, Page 6
— Nú, það var það fyrsta, sem hann sagði, sagði Betty.
Á sunnudaginn.
— Það er á morgun, sagði Williams.
— Hvað um það? Af hverju spyrðu?
— Ég veit ekki.
— Svona! Af hverju spyrð þú?
— Ég sagðist ekki vita um það og vissi það ekki og
spurði svo. Það er allt og sumt.
— Ha! Hún dæsti.
— Af hverju segirðu ha?
— Ég á við þig. Þú ert að minnsta kosti tuttugu og
fjögra. Ættir að hafa dálítið vit. Þú ert eldri en ég. Ætt-
ir að gá að þér. Hamingjan sanna! Ég vona, að þau líti
ekki til okkar núna og sjái framan 1 þig.
— Afsakaðu! „Lousiana Purrrrchase“ Betty!
— Harry!
— Ég sagði, að þú ættir ekki. Vertu svolítið aðgætinn
í öllum bænum.
Hún anzaði engu. Svo losaði hún sig frá honum og
gekk áleiðis að borðinu.
— Þetta er indælis staður. Ef ég byggi hér rétt hjá,
væri ég oft hér. Hún hló glaðlega.
Þau settust við borðið. Mac Allister rétti úr sér.
— Harry! Talaðu um fyrir Mac. Hann vill heim, sagði
Mary.
— Hvað þá? Heim! Síðasta kvöldið! sagði Williams.
— Já, einmitt svo. Síðasta kvöldið, sagði Mac Allister.
— Já, ég skil, sagði Williams.
— Vertu ekki klúr, sagði Mary.
4
Kjarnar — Nr. 13