Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 22
leið á borðið, sem bar menjar þess, að fjórir menn
hefðu setið þar að máltíð, og að henni hálf-etinni horfið
burt úr káetunni og ekki komið aftur. Það þóttust þeir
vita, að borðsfólkið hefði verið skipstjóri, kona hans,
dóttir þeirra og stýrimaður. Að máltíðin væri árbiti,
var sýnt af réttxmum: hafragrautur, kaffi, svínssíða og
egg. Barnið hafði nærri því lokið við grautinn sinn.
Fyrir sæti skipstjóra lá harðsoðið egg á borðinu klofið
í tvo helminga með skurninu. Það var auðséð, að skip-
stjóri hafði gert það síðast að kljúfa eggið og svo horfið
út og ekki komið aftur. Á öðrum stað á borðinu — lík-
lega við sæti frúarinnar, — stóð há og grönn flaska
með algengri hóstablöndu. Það leit út fyrir, að seinasta
athöfn konunnar hefði verið að taka tappann úr flösk-
unoii, því korkurinn lá á dúknum og flaskan stóð beint
upp fast við borðsbrúnina og enginn dropi úr henni;
svo þar af var auðsætt, að skipið hafði ekki hreppt
neitt óveður síðan það varð mannlaust. í lúgarnum
stóðu líka pönnur á stónni, með fullsoðnum morgun-
mat, og vitnuðu það, að hásetar hefðu farið af skipi í
það mund, sem þeir ella hefðu sezt að verði.
I öðru lagi voru engin merki til upphlaups eða að
sjóræningjar hefðu verið þar, eins og áður er um getið.
Ekki nokkur hlutur bar þar vott um ofbeldisverk eða
bardaga. Peningakistillinn var líka, með því, sem í
honum átti að vera, óskertur að því er virtist.
í þriðja lagi sýndi skipsbókin, hve lengi skipið hafði
verið mannlaust en vitaskuld engin tök á að vita,
hvort henni væri trúandi eða ekki. Síðast hafði verið
20
Kjarnar — Nr. 13