Kjarnar - 01.09.1950, Page 68
inu lá skrautlegur stigi upp á loftið, og þar uppi voru
ýmis herbergi, og þar á meðal stofuherbergi þeirra feðg-
anna. Holmes veitti nákvæma eftirtekt öllu sem fyrir
augun bar, og þóttist ég sjá, að hann hefði orðið einhvers
áskynja, en ég hafði ekki hugmynd um hvað það var.
„Kæri Holmes!“ sagði gamli Cunningham óþolinmóð-
ur, „þetta er þó víst óþarfi. Það er mitt herbergi, sem er
næst stiganum og herbergi sonar míns við hliðina á því.
Ég skýt því til yðar, hvort það sé mögulegt að hugsa sér,
að þjófurinn hefði farið hingað upp, svo við hefðum ekki
orðið varir við hann.“ „Nei,“ þér verðið að fara einhverja
aðra leið,“ sagði ungi Cunningham og glotti kuldabrosi.
„Ég verð samt að biðja ykkur að gera enn dálitla bón
mína. Ég vildi t. d. sjá útsýnina úr svefnherbergja-
gluggunum, til þess að vita hve mikið af framhlið húss-
ins sést þaðan. Þetta herbergi er þá herbergi sonar yðar,
þykist ég sjá,“ sagði hann og lauk dyrunum upp — „og
hér sat hann og reykti þegar ópið heyrðist. Hvert snýr
þessi gluggi?“ Að svo mæltu gekk hann þvert í gegnum
svefnherbergið, lokaði dyrunum og leit í kring um sig
í innra herberginu.
„Nú vona ég að þér séuð ánægður?“ sagði gamli Cunn-
ingham. „Jú, þakka yður fyrir, það held ég reyndar, ég
hefi séð allt, sem ég þarf.“ „Ef þér haldið það nauðsyn-
legt, getum við líka litið inn í mitt herbergi." „Þakka
yður fyrir, ef yður gildir einu.“ Gamli maðurinn yppti
öxlum og gekk á undan inn í herbergið, sem var engan
veginn ríkmannlegt. Holmes og ég gengum síðastir. Við
fótagafl rúmsins stóð lítið ferhyrnt borð, á því stóð gler-
66
Kjarnar — Nr. 13