Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 23
bókað í hana rúmum fjörutíu stundum áður en María
Celeste sást frá Dei Gratia. Bókin var í herbergi stýri-
mannsins og bókunin kl. 7 árdegis 2. september 1872
gat ekki verið nema um breidd og lengd.
í fjórða lagi sáust engin merki til þess, að skipverjar
hefðu ætlað sér að fara, heldur hið gagnstæða, að þeir
hefðu enga von átt á burtför sinni og allir farið i
mesta snatri, er þar að kom. Það var hægt að ráða af
því, að þeir höfðu þvegið nærföt sín fyrir árbitann
daginn, sem þeir fóru, því þeir skipstjóri og stýrimaður
sáu þvottinn hanga á streng yfir lúgamum. í stýri-
mannsherberginu fundu þeir miða með tölum á, sem
byrjað hafði verið á að leggja saman, en ekki lokið við.
Var stýrimaður að leggja þessar tölur saman eða éta
morgunverð sinn, þegar hann var kvaddur af skipi?
í fimmta lagi: skipsúrið kom ekki fyrir, en áttavita-
hylki og áttaviti skipsins vOru vísir. Annars vantaði
ekki nokkum skapaðan hlut á skipið, að því er þeir
skipstjóri og stýrimaður gátu séð, nema, ef til vill
skipsskjölin. Hásetarnir höfðu ekki svo mikið sem gefið
sér tíma til að taka pípur sínar og tóbak með sér.
I sjötta lagi — og það er býsnin mesta —, báturinn,
sem fylgdi Celeste var á sínum stað. Hvemig gátu þá
skipverjarnir þrettán komizt af skipinu nema á bátum
einhvers annars skips?
í sjöunda lagi: „Mig langar til að vita það,“ sagði
skipstjóri á leiðinni til Gibraltar með fund sinn í eftir-
dragi, „hvemig í því liggur, að konan skyldi fara með
Kjarnar — Nr. 13
21