Kjarnar - 01.09.1950, Page 91
Sáum viS því eigi fært að hugsa til brúargerðarinnar
að svo stöddu og því síður að hugsanlegt væri að koma
upp fundahúsi handa sýslunni, eins og ráðgert hafði
verið á meðan fjárframlagsvonirnar hossuðu sem hæst.
Þegar hér var komið varð Benedikt Sveinsson sýslu-
maður í Þingeyjarsýslu. Hann lét brátt töluvert til sín
taka og fór að gefa sig við málinu.
Það kom nú fyrir að frönsk fiskiskúta strandaði úti
í Fjörðum. Eg var þá farinn að hugsa um sjávarútveg
og áttum við fjórir saman þilskip, sem Fofnir hét. Eg
fór því á stranduppboðið og keypti meðal annars skips-
keðjur.
Þegar Benedikt Sveinsson frétti það, stakk hann upp
á því við mig, hvort eigi mundi það þjóðráð að taka
keðjurnar og strengja þær yfir Fljótið, og leggja svo
borð yfir. Eg sá að þetta myndi vera hið mesta óráð og
neitaði alveg að fást við slíkt, því að ég sá að það
mundi ekki verða til annars en að tefja fyrir málinu.
Og féll þetta niður.
Nú var um nokkurn tíma ekkert gert í málinu og ég
hætti að hugsa um það, því að þá fór ég að vinna fyrir
Gránufélagið. Hafði ég þar nóg að gera, því að það
dafnaði ört og færði fljótt út kvíarnar. Var og unun að
vinna fyrir félagið fyrstu árin, því að flest lék í lyndi,
meðan félagsmenn sýndu mestan áhuga og borguðu vel
verzlunarskuldir sínar.
Svo vildi það til eitt sumar — nálægt 1875 — er ég
var nýkominn frá Kaupmannahöfn, að ég fór frá Akur-
eyri til Seyðisfjarðar. Þar var þá faktor fyrir Gránu-
Kjarnar — Nr. 13
89