Kjarnar - 01.09.1950, Side 71
yður allt málið. Ég held að þið, herra ofursti og Watson,
getið farið heim; eftir eina klukkustund kem ég. Lög-
reglustjórinn og ég verðum að tala nokkur orð við fang-
ana.“ Sherlock Holmes stóð við orð sín að vanda. Klukk-
an var ekki orðin eitt þegar hann kom heim. Með honum
kom maður nokkur, roskinn, smávaxinn, sem nefndur
var fyrir mér Acton, og sem innbrotið sæla hafði verið
framið hjá. „Ég vildi láta herra Acton vara viðstaddan,
þegar ég skýrði fyrir yður málavöxtu,“ sagði Holmes,
„því það er mjög sennilegt að hann langi til að kynnast
dálítið þessu máli. Já, herra ofursti, þér megið iðrast
eftir að hafa boðið þessum óróasegg út í yðar rólega
bústað.“ „Nei; engan veginn,“ sagði ofurstinn, „það er
mér til mikillar gleði að hafa fengið tækifæri til að kom-
ast í kynni við yður og vera sjónarvottur að aðferð yðar.
Ég hef heyrt mikið um yður talað áður, en ég verð að
kannast við, að þetta er meir en ég hefði getað hugsað
mér. Ég hef með mesta áhuga leitast við að fylgjast með
í þessu myrka máli, en ég verð að kannast við, að ég
hef enn ekki getað skilið, hvernig þér eruð kominn að
þessari niðurstöðu og hlakka því mjög til að heyra út-
skýringu yðar.“ „Ég er hræddur um að útskýring mín
Verði til að breyta hugmynd yðar um mig; en það hefur
alltaf verið vani minn að leyna engu í aðferð minni og
leyna hvorki vin minn Watson nokkurs né nokkurn ann-
an, sem vill og getur skilið hana. En af því að ég er dálítið
eftir mig eftir meðferðina hjá Cunningham, held ég að
ég verði að bragða á þessu koníaki, með yðar góða leyfi,
herra ofursti. Á þessum síðustu og verstu tímum hef ég
Kjarnar — Nr. 13
69