Kjarnar - 01.09.1950, Page 75
sá líkið og skoðaði sárið, sá ég að skotið hafði verið á
hann með skammbyssu í tveggja faðma fjarlægð, að
minnsta kosti. Það var ekki hin minnsta ögn af púður-
leðju á fötum hins myrta, svo Alec hafði logið, þar sem
hann sagði, að skotið hefði riðið af meðan þessir tveir
menn hafi verið að fljúgast á. Þeim bar líka alveg saman
um staðinn, þar sem maðurinn átti að hafa flúið út á
brautina. En einmitt þar, hinum megin við girðinguna,
var skurður í blautum og linum jarðvegi. En þar sem
alls engin för sáust þar, heyrði ég strax, að feðgarnir
lugu, og hér var enginn ókunnugur morðingi í spilinu.
Það næsta sem lá fyrir, var að finna út, hvað hafi
komið þeim til að fremja glæpinn. Til þess að finna það
út, reyndi ég fyrst að finna orsökina til hins einkenni-
lega innbrots, sem framið var hjá Acton. Þegar ég heyrði
ofurstann segja, að þeir Acton og Cunningham hefðu
átt lengi í málum, datt mér strax í hug, að þeir mundu
hafa brotizt inn hjá Acton til þess að stela einhverju
skjali, sem hefði þýðingu fyrir rekstur málsins.“ „Já,
það er augljóst,“ sagði Acton, „það er enginn efi á því,
að það hefur verið tilgangurinn. Ég hef réttmæta kröfu
til helmings eigna Cunninghams; en hefðu þeir getað
náð í eitt einasta skjal — sem ég til allrar heppni hefi
fengið málafærslumanni mínmn í hendur— væri ég
búinn að tapa málinu.“
„Þannig er því nú öllu farið,“ sagði Holmes brosandi.
„Það er hættuleg og fífldjörf tilraun, og kannast ég þar
við mann hins unga Cunninghams. En þegar þeir gátu
ekki náð í skjalið, hafa þeir viljað láta það líta út sem
Kjarnar — Nr. 13
73