Kjarnar - 01.09.1950, Page 86
vegna. Ég vissi að þér munduð strax fara eftir að hafa
fengið þessa frétt.“
„Símskeytið hljóðaði á þessa leið“ mælti Dan:
„Ég samþykki ekki þetta leiðinlega ferðalag, og sé
eftir því að hafa lofað að fara með þér út í sveit. Bíð
þín í „Rauða hestinum“ klukkan 18. Lucille.“
Judy mælti: „Hvernig gátuð þér fengið að vita,
hvernig skeytið hljóðaði?“
Dan tók skeyti upp úr vasa sínum og veifaði því
hlæjandi. Hann sagði: Það kom drengur á eftir mér
með skeytið, er ég kom í nánd við búgarðinn. Hann
bað mig að skila því hingað. Hann vissi ekki, að það
var til mín.“
Judy sagði: „Það er skrítið, að orðsending þessi var
líka símsend heim.“
Dan svaraði: „Þetta skiptir ekki máli.
Judy mælti: „Dan! þér vissuð þá áður en þér komuð
að------“
Dan sagði: „Já, ég vissi, að Lucille var hætt við að
koma. Og ég vissi meira. Ég vissi að ég myndi ekki
fara í „Rauða hestinn“ til þess að finna hana. Ég vissi,
að áhugi minn fyrir Lucille er þrotinn, og ég er orðinn
fráhverfur hinu erilsama stórborgarlífi. Og þegar ég kom
hingað Judy, skildi ég, að það er hér, sem bezt á við mig
að vera. Þetta hefur alltaf leynzt hið innra með mér.“
Dan faðmaði Judy að sér. Þau nutu ástarsælunnar
þegjandi. Kossar þeirra voru gagnkvæm loforð um
órjúfandi og ævilanga ást.
Loftið kvað við af fuglasöng.
84
Kjarnar — Nr. 13