Kjarnar - 01.09.1950, Síða 8
með Mary og fæ mér glas í næði, en þú og Betty getið
verið kyrr og dansað einn dans til. Það er bara, að mig
langar héðan, en ef Betty langar að dansa meira, þá
getur hún það. Og þú, Harry, vertu hér svo sem hálf-
tíma, svo bíð ég heima hjá þér. Hvernig er með reikn-
inginn? Hér eru seðlar — —
— Nei, það erum við, sem bjóðum. Við báðum ykkur
að koma með.
— Jæja, þakka þér fyrir. Komdu þá Mary, sagði Mac
Allister. Við sjáumst eftir hálftíma.
Mary Williams og Mac Allister fóru leiðar sinnar.
Betty og Williams drukku úr glösum sínum og Williams
bað um meira.
— Hvað segist um þetta hér? sagði Williams.
— Um hvað þá?
— Það veizt þú vel, sagði hann.
— Honum leiddist hér og hann langar að fá sér glas
með Mary. Þau slúðra alltaf svo mikið. Það veiztu.
— Það er meira en það, sagði Williams.
— Af hverju spurðirðu, hvenær hann færi aftur.
— Ég spurði án þess að meina nokkuð.
— Langar þig til að hitta mig?
— Já, það langar mig, en ég ætla mér ekki að gera það.
— Af hverju ekki? Þú getur það vel.
— Heyrðu nú------ég er enginn föðurlandsvinur, en
í öllum bænum---------sagði hann.
— Nei, það er ég ekki heldur. Ég fer aftur til Stamford
annað kvöld, en verð hér aftur á miðvikudag.
Hann leit burt án þess að segja nokkuð.
6
Kjarnar — Nr. 13