Kjarnar - 01.09.1950, Page 101
Mér leizt fermur vel á allt þar austur frá. Eftir að
ég hafði athugað málið, sagði ég við Thorgrímssen
verzlunarstjóra á Eyrarbakka, að ég haldi að hægt sé
að koma upp brúnni fyrir 66 þús. kr. Spurði ég hann,
hvort ekki myndi hægt að ná saman þeim 6 þús. kr.,
sem á vanti. Hann og þeir aðrir, sem ég talaði við um
málið tóku líklega í allt og báðu mig að koma á fund
á Selfossi, því að þangað ætluðu þeir að stefna bænd-
um.
Ég lofaði því og komu á fundinn um 50 bændur.
Ræddum við um málið og létu allir svo sem þeim væri
einkar umhugað um að brúin kæmist upp og þóttust
vilja mikið til vinna. Lofuðu þeir að flytja ókeypis 300
hestburði að brúarstæðinu, frá Eyrarbakka, og leggja
til 200 dagsverk við brúarvinnuna. Ég sá að hér var
áhugi — en því miður virtist hann hafa dofnað er til
framkvæmdanna kom síðar.
Þegar suður kom til Reykjavíkur fór ég að tala um
málið við landshöfðingja og sagði honum þetta, að ég
byggist við að hægt mundi vera að reisa brúna fyrir
66000 kr. Varð hann feginn að heyra þetta og lofaði að
sjá um að jafna á amtið 6000 kr., svo ekki stæði á svo
lítilli upphæð.
Þegar til Hafnar kom um haustið, hitti ég Nellemann
og segi honum þetta sama, að hægt muni vera að reisa
brúna fyrir 66000 kr. Fékk ég hann nú til að sam-
þykkja lögin og síðan að bjóða út brúarsmíðina. Var
það gert bæði í Noregi, Þýzkalandi og Danmörku.
Lægsta tilboðið sem kom um að reisa brúna var 78000
Kjarnar — Nr. 13 99