Kjarnar - 01.09.1950, Page 85
á þessari stundu, trúa því, að örlögin ætluðu sér gott
hlutskipti, hamingjusamt líf.
Þau stóðu augliti til auglitis. Hann greip hendur
hennar og fól andlit sitt með þeim. Það var sem hann
teigaði hreinleik, kraft og blíðu úr þeim.
En hann dvaldi ekki lengi í þessum töfraheimi. Judy
dró hendurnar að sér og sneri sér undan.
Dan mælti: „Judy! Hvað er þetta? Ég áleit, að
við —“
„Nei, segðu ekki meira,“ svaraði hún. „Komdu! Við
þurfum að flýta okkur heim. Ég skal aka yður á stöð-
ina. Þér ættuð að fara heim með næstu lest.“
Dan svaraði: „Hvað gengur á? Hvað hef ég gert á
hluta yðar?“
Hún sagði: „Þér hafið ekkert gert. En það er ég, sem
hef ekki hreint mjöl í pokanum.“
Hún þagði augnablik. „Ég skil ekki, hvers vegna ég
gerði þetta. Það kom símskeyti til yðar, eða skilaboð
símleiðis, nú fyrir skömmu. Eg leyndi yður því. En ég
gerði það einungis vegna þess, að ég vissi að það myndi
hryggja yður. Ég hafði þó ákveðið að segja yður þetta
strax og þér kæmuð. En þér voruð svo glaður — af því
að þér áttuð von á henni.“
Judy þagnaði. Dan stóð og horfði á hana.
„Og ég gat ekki sagt yður þetta, hve fegin sem ég
vildi,“ sagði Judy.
„Var það til að hlífa mér?“ spurði hann lágt.
Hún hristi höfuðið, og mælti: „Nei. Það var líka mín
Kjarnar — Nr. 13
83