Kjarnar - 01.09.1950, Page 112
son hefði sagt meira en heppilegt mætti teljast. Sagt
meðlimum flokksins ýmislegt, sem þeir hefðu ekki átt
að fá vitneskju um.
Barker fékk Harrison til þess að fara með sér til
bóndabæjar, sem var í eyði. Þeir fóru inn í hlöðu. Þar
skaut Barker Harrison í höfuðið. Yfir líkið hellti Barker
benzíni, kveikti svo í hlöðunni og allt brann.
Daginn eftir skrifaði Doc móður sinni á þessa leið:
„Ég hef komið þessu í samt lag. Þér hefði ekki tekizt
það betur. Ég er þinn einlægur í sorg og gleði. Ha, ha!“
Ýmsir glæpamenn vildu ekkert hafa saman við Bark-
er að sælda. Þeim þótti of mikil blóðlykt af honum.
Nú gerðum við allt, sem í okkar valdi stóð til þess
að handsama Barker. Hann hafði nýlega tekið höndum
ríkan ölframleiðanda, að nafni William A. Hamm.
Var hann látinn laus gegn 100.000 dollara lausnar-
gjaldi.
Við fréttum, að nokkrir af meðlimum glæpaklíkunn-
ar hefðu ekið út í sveit til þess að drekka og skemmta
sér fyrir nokkuð af fé þessu.
Um líkt leyti fréttum við, að Doc hefði tekið saman
við kvenmann, og bjuggu þau í Chicago. Þótti þetta
skrítið, þar sem hann hafði verið feiminn við kven-
fólk.
Við létum njósna um Barker dag og nótt. Að lokum
fundum við felustað hans. Hann tók sprettinn, en þar
sem hált var á götunni datt hann og lá á grúfu.
í annað sinn var Barker dæmdur í ævilangt fangelsi.
110
Kjarnar — Nr. 13