Kjarnar - 01.09.1950, Page 92
félagið Sigurður sonur Jóns á Gautlöndum, dugnaðar-
maður hinn mesti og höfðingi í lund. Var að jafnaði
gestkvæmt hjá honum.
Einn morgun í júlí var glaða sólskin, mesti hiti og ár
allar ófærar. Af Seyðisfirði liggja tveir vegir upp á
Hérað, annar yfir Fjarðarheiði hinn yfir Vestdalsheiði.
Eg hafði þar tekið eftir læk einum, sem vanalega var
ekki vatnsmeiri en í hófskegg hesti, en gat orðið ófær í
hitum og leysingum á vorin. Rétt fyrir neðan vaðið
hafði ég séð klappir tvær, sína hvoru megin lækjarins
og 10 álna bil á milli. Sýndist mér að þar myndi auð-
gert að leggja brú yfir.
Þennan morgun sem ég gat um sat ég að morgunverði
hjá Sigurði og nokkrir helztu bændur af Héraði. Kem-
ur þá inn maður nokkur og segir að hörmulegt slys
hafi komið fyrir. Kona eina úr Hjaltastaðasókn hafi
verið á ferð yfir heiðina, lagt út í lækinn í vexti og
drukknað í honum.
Gestirnir fóru að fárast yfir þessu, en ég sagði: „Mikl-
ir amlóðar eruð þið, að vera ekki búnir að brúa lækjar-
sprænu þessa. Ekki þarf annað en leggja tólf álna tré
milli klappanna, sem þar eru.“ „Þú getur talað digur-
mannlega,“ sögðu þeir, „þú hefur nóga peningana." Ég
svaraði: „Ég veit, að þið verðið búnir að drekka meira
brennivín áður en þið farið úr kaupstaðnum en brúin
myndi kosta, svo féleysi þarf ekki við að berja. En svo
ekki standi á mér, þá skal ég leggja til efnið í brúna, ef
þið leggið til vinnuna og flutning á efninu.“
Við þetta lauk talinu og var ekki meira að gert í bráð.
90
Kjarnar — Nr. 13