Kjarnar - 01.09.1950, Page 64
ofan dyr þess var letraður mánaðardagur orustunnar við
Malplaquet. Holmes og lögreglustjórinn gengu á undan
okkur meðfram húsunum, þangað til við komum að hliði
á trjágarðinum, andspænis girðingunni sem lá meðfram
brautinni. Við eldhúsdyrnar stóð lögregluþjónn. „Opnið
þér dyrnar!“ sagði Holmes við hann. „Það var úr stig-
anum, sem ungi Cunningham sá tvo menn fljúgast á,
á þessum stað sem við erum nú staddir, og gamli Cunn-
ingham stóð við gluggann þarna og sá morðingjann
hlaupa burt vinstra megin við runnann þarna; hið sama
sá sonurinn. Því næst hljóp Alec út og laut niður að
þeim særða. En jarðvegurinn hér er því miður svo harð-
ur, eins og þér sjáið, að hér sjást engin verksummerki.“
Um leið og hann sagði þetta komu til okkar tveir menn.
Annar var roskinn maður, alvarlegur og svipþungur, en
hinn var ungur maður, vel búinn. „Þér eruð ennþá að,“
sagði hann við Holmes, „ég hélt að þér mynduð strax
geta- ráðið þessa gátu, en það virðist ekki ganga svo
greitt.“ „Nei, þér megið ekki vera svo bráðlátur,“ sagði
Holmes brosandi. „Já, þér munuð víst þurfa tíma til
þess,“ sagði ungi Cunningham. „Ég get ekki séð að við
höfum nokkuð til að fara eftir.“ „Það er aðeins eitt,“
sagði lögreglustjórinn. „Við hugsuðum að ef við einungis
gætum fundið —, en guð minn góður! Hvað gengur að
yður, herra Holmes?“ Andlit vinar míns hafði skyndi-
lega orðið hið hræðilegasta. Hann ranghvolfdi augunum
og miklar krampateigjur voru í andliti hans, og með
miklum stunum féll hann á grúfu til jarðar. Skelfdir af
þessu skyndilega og ákafa flogi, bárum við hann inn í
62
Kjarnar — Nr. 13