Kjarnar - 01.09.1950, Side 74
átt erfitt með að koma fyrir sumum orðum sínum. Þá
hefur sá maður sem skrifaði fyrst án efa verið upphafs-
maður glæpsins.“ „Þetta er ágætt,“ sagði Acton. „Þetta
er nú aðeins fljótt á litið,“ sagði Holmes. „En nú komum
við að öðru atriði, sem á miklu dýpri rætur. Þér vitið
ef til vill ekki, að sú íþrótt, að geta sér til um aldur ein-
hvers af skrift hans, er orðin mjög fullkomin. Venjulega
getur maður með vissu getið sér til með því að rannsaka
rithöndina, á hvaða áratug maðurinn er. Ég segi venju-
lega, af því að sjúkdómur eða heilsulasleiki gerir sama
að verkum og hár aldur. Þegar maður nú gætir að þess-
ari æfðu og föstu hönd, og ber hana saman við þessa
skjálfandi hönd, þar sem hinir löngu drættir eru orðnir
í styttra lagi, þá er býsna auðvelt að sjá af því, að annar
er ungur maður, en hinn er roskinn.“ „Þetta er ágætt,“
sagði Acton. „Þar að auki er eitt atriði ennþá. Báðar
þessar hendur hafa ýmislegt sameiginlegt sem bendir
á að mennirnir séu skyldir. Þetta geta menn séð á mörg-
um dráttum. Ég fyrir mitt leyti er í engum efa um að
þeir séu skyldir. Þetta eru nú aðeins aðal-ástæðurnar,
en þar að auki er margt annað sem bendir á hið sama, en
aðeins getur haft gildi fyrir uppljóstrarmenn. Þetta
miðar allt til þess að sannfæra mig um, að feðgarnir hafi
skrifað bréfið.
Þegar ég var nú kominn svona langt, varð ég náttúr-
lega að rannsaka öll einstök atriði glæpsins, til að vita
hvort þau bentu ekki öll í sömu átt.
Ég gekk því með lögreglustjóranum heim til Cunn-
inghams til að gá að hvað þar gæfist á að líta. Þegar ég
72 Kjarnar — Nr. 13