Kjarnar - 01.09.1950, Page 18
stokkinn gall hann við: „Skipverjar hljóta allir að vera
niðri, því hér sér hvergi mann; ekki svo mikið sem
maður sé við stýrið.“
Þeir gengu svo aftur eftir skipinu og hugðu vand-
lega að ástandi skipsins. Einskis söknuðu þeir. Þar voru
allir þeir hlutir, sem öðru eins skipi hæfði að hafa á
sjó. Skipið var auðsjáanlega fyrsta flokks skip, nýlega
málað og búnaður allur nýlegur og skipið eins og glæ-
nýtt af stokkunum í alla staði.
En þeim ægði við, hve hljótt var á skipinu, svo vel
búið, sem það var, og báðum rann kalt vatn milli
skinns og hörunds. Var skipið mannlaust? Þeim þóttx
sem þeir væru staddir í kirkjugarði fljótandi, sem þeir
væru á vofuskipi, eða þess háttar afturgönguskipi, sem
þeir hefðu fyrr meir um lesið. Engan mann fundu þeir,
hvorki lífs né liðinn, þó þeir leituðu frá stafni aftur í
skut, bæði í káetunni og lúgarnum.
„Þeir hafa gert upphlaup gegn skipstjóra og stýri-
marmi og kastað þeim fyrir borð. En hvar eru upp-
hlaupsmennimir? Hvað á þessi feluleikur að þýða?“
sagði skipstjóri.
Þeir rannsökuðu skipið hátt og lágt í annað sinn og
sneru svo aftur til káetunnar.
„Upphlaup hefur það ekki verið, skipstjóri,“ sagði
stýrimaður; „því hér sjást engin bardaga merki.“
„Þá er ekki sjóræningjum til að dreifa,“ anzaði skip-
stjóri. „Peningakistillinn er óuppbrotinn og farmurinn
er ósnertur, þó verðmætur sé, og hvergi sjást heldur
neinar skemmdir.“
16
KJarnar — Nr. 13