Kjarnar - 01.09.1950, Page 95
undir brýr, því að ís og ruðningur rífi þær burt, en með
þessari aðferð megi styrkja brúartrén eins og hér, með
því að setja kálfasperrur yfir brúartrén og binda þau
svo upp í sperrurnar. Þarna séum við búnir að fá brú
yfir Skjálfandafljót, sem lengi hafi verið hugsað um. —
Minnið er skrítileg ruslakista, sem margt geymist í,
án þess menn viti að það sé til, innan um annað rusl.
— Atburður þessi, sem ég hafði ekki gefið gaum í rúm
20 ár, rifjaðist upp fyrir mér þessa nótt í Kaupmanna-
höfn, þegar ég las bréf síra Sigurðar.
Ég tók blað og rissaði á það fríhendis mynd af brú,
líka sperrunum og bitunum á Stóru-Tjörnum, eða líkt
því sem ég hugsaði brú.
Morguninn eftir var hringt dyrabjöllu hjá mér og
var þar kominn til að finna mig Klenz timburmeistari,
sá er stóð fyrir byggingu hegningarhússins í Reykja-
vík. Þegar hann hafði lokið erindi sínu fór hann að
tala við mig um annað. Rak hann þá augun í brúar-
teikninguna á borðinu hjá mér og spyr hvað þetta sé.
Ég sagði honum, að ég hafi rissað þetta að gamni mínu
í nótt og dottið í hug að það gæti ef til vill verið
teikning af brú. Hann biður mig að lána sér hana
heim, því að sig langi til að sýna hana verkfræðing,
sem hann þekki. Sagði ég að honum væri það velkomið.
Nokkrum dögum seinna kom Klenz aftur með teikn-
inguna og segir, að verkfræðingnum lítist vel á þetta
brúarlag. Brýr með þessu lagi muni geta orðið ódýrar
en þó traustar.
Ég spurði hann þá, hvað 35 álna löng brú með þessu
Kjarnar — Nr. 13 93