Kjarnar - 01.09.1950, Page 89
I
beina þar. En hugur minn snerist þá meira að verzlun
og sinnti ég því lítið tilmælum amtmanns. Samt sem
áður brá ég mér til Noregs, einkum að ráðum Jóns
Sigurðssonar forseta, til þess að kynna mér þar búnað
og fleira. Dvaldist ég tímakorn á landbúnaðarháskól-
anum í Ási og hlustaði þar á fyrirlestra og átti nokkuð
við trjáplöntun. Kom mér það að góðu haldi síðar,
þegar ég fór að fást við Alþingishússgarðinn.
Ég ferðaðist töluvert um Noreg, bæði um Þelamörk,
Hringaríki og víðar. Sá ég margt nýtt í ferðinni, öðru-l
vísi og betra en heima. Einna mest fannst mér til um
vegina. Þá var þar með öllu hætt að flytja á klyfja-
hestum, en öllu ekið í vögnum og fannst mér bágt til
þess að hugsa hversu langt landar mínir stóðu þar að
baki frændum sínum, Norðmönnum. Óskaði ég þess af
alhug að ekki liði langur tími þangað til íslendingar
færu að eignast svipaða vegi.
Á leiðinni um Guðbrandsdali sá ég, í afdal einum,
hina fyrstu bogabrú, byggða úr grásteini og var hún
300 ára gömul. Óskaði ég þess að íslendingar eignuðust
sem fyrst slíkar brýr.
Haustið eftir fór ég heim til íslands og var ég oft um
veturinn að hugsa um það, sem fyrir augað hafði borið
í ferðinni og langaði ekki til annars meir en að geta
komið einhverju af því í framkvæmd hér á landi.
Um þessar mundir var félag í sýslunni, sem hét Bún-
aðarfélag Suður-Þingeyinga. Átti það við og við fundi
og voru þar rædd nauðsynjamál. Hafði ég um vetur-
inn undirbúning nokkum um að koma á félagsfund með
Kjarnar —- Nr. 13
87