Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 109
fullorðinn. „Þá fæ ég silkikjóla, loðkápur og demants-
hringa,“ sagði frú Barker.
Og litli drengurinn, sem móðirin leiddi, hlustaði með
áfergju á þessa spádóma um auð og allsnægtir. Hann
þráði þann dag, sem spádómurinn rættist, og móðir
hans fengi það er hún þráði.
Frá blautu barnsbeini hafði litli Barker sýnt móður
sinni undirgefni og traust, en öllum öðrum fyrirlitn-
ingu.
Frú Barker fórst í bardaga við lögregluna, er fram
fór í húsi er stóð við sjóinn. Hún hafði alið son sinn
þannig upp, að hann var líklegur til alls ills.
Innan við fermingu var hann orðinn bílaþjófur. Móðir
hans kom honum í vinnu til glergerðarmanns. Það var
fyrsta atvinna hans. Glergerðarmaðurinn hafði það sem
aukavinnu að kenna unglingum að stela.
Doc var handtekinn 19 ára gamall fyrir bílþjófnað.
Hafði hann stolið einum af bílum ríkisins.
En 22 ára var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir
grimmdarlegt morð.
Að nokkrum árum liðnum fréttist það, að Doc Barker
væri fokvondur vegna þess, að móðir hans hafði gifzt
manni að nafni Dunlop. Hann var ekkert reiður af því
að foreldrar hans slitu samvistum. En það var frú Bark-
er, sem yfirgaf mann sinn. Doc hataði Dunlop, og varð
hann ekki langlífur. Fannst hann skömmu síðar skot-
inn til bana við stöðuvatn nokkurt. Var auðséð, að þar
hafði maður haldið á byssu, sem vel kunni með hana
að fara. Enginn var handtekinn vegna þessa morðs. En
Kjarnar — Nr. 13
107