Kjarnar - 01.09.1950, Page 81
Dan hringdi til frú Shelton, og sagðist koma innan
fárra klukkustunda.
Það voru liðnir þrír tímar frá því að hann talaði við
frúna. Hann var nú á leiðinni frá stöðinni til bónda-
bæjarins. Dan gekk fram hjá gömlu kirkjunni, sem
var í útjaðri þorpsins, áleiðis til búgarðsins.
Hér var dásamlega fagurt. En líklega geðjaðist Luc-
illu betur að ilmvatnsþrungnu loftinu í Mayfair, og
hinu fína veitingahúsi „Rauði hesturinn," sem um þess-
ar mundir var uppáhaldsstaður vandfýsinna karla og
kvenna í London.
Hann dró djúpt andann og fyllti lungun með hinu
heilnæma lofti. Hann hlakkaði til þess að geta haft
Lucillu hálfan dag út af fyrir sig. í London var það
næstum ómögulegt að koma því svo fyrir, að hann væri
einn með henni. Og þegar þau óku frá leikhúsinu til
veitingastaðar var ekki hægt að ræða alvarlega við
hana.
Hún brosti þá svo hæðnislega, að honum féllust
hendur. Hæðni! Já, það var ætíð eitthvað kuldalegt við
kímni hennar. Það sást í augunum, sem líktust blá-
klukkum á lit.
Dan staðnæmdist augnablik og brá hönd fyrir augu.
Þarna var búgarðurinn, með blómabreiðu og ávaxta-
trjám.
Hann gekk eftir stígnum, sem lá heim að búgarðinum.
Hann drap á dyr. En það kom enginn. Svo tók hann
í handfangið til þess að ganga úr skugga um það, hvort
húsið væri lokað. Þá heyrði hann fótatak að baki sér,
Kjarnar — Nr. 13
79