Kjarnar - 01.09.1950, Blaðsíða 73
nokkuð grunsamt það hlutverk, sem Alec Cunningham
lék í sorgarleik þessum. Þess vegna rannsakaði ég
gaumgæfilega bréfsnepil þann, sem lögreglustjórinn fékk
mér. Mér þarð það strax ljóst, að það hlaut að vera mjög
mikilsvarðandi sönnunargagn. Hér er snepillinn, getið
þér nú ekki séð, að það er eitthvað grunsamlegt við það.“
„Hann lítur hálf kynlega út,“ sagði ofurstinn.
„Kæri ofursti,“ mælti Holmes, „það er auðséð að það
eru tvær mismunandi rithendur á honum og hafa tveir
skrifað, sitt orðið hvor. Þegar þér lítið á þessi stóru og
feitu t. í „austur“ og „til“, og berið þau saman við litla
og granna t-ið í „vita“ þá verður þetta ljóst fyrir yður.
Ennfremur sjáið þér, ef þér lítið á þetta horn á bréfinu,
að orðin „koma“ og „sjálfsagt“, eru skrifuð með fastri
hönd, en orðin „15“ og „vita“ með lausri hönd.“
„Já, nú sé ég það glöggt,“ sagði ofurstinn, „en hvers
vegna vilja þá tveir menn vera að skrifa eitt bréf á
þennan hátt?“ „Auðvitað hefur markmiðið verið sví-
virðilegt og þessir merrn hafa ekki treyst sem bezt hvor
öðrum og hafa því komið sér saman um, að bera ábyrgð-
ina báðir. Og það er þar að auki ljóst, að sá sem
hefur skrifað með föstu hendinni, er frumkvöðullinn.“
„Hvernig komust þér að þeirri niðurstöðu?“ „Ég álykta
það af þeirri festu, sem virðist birtast fremur í þeirri
skrift. En þar að auki eru fleiri gildari ástæður. Ef þér
gætið vel að þessum miða, þá munuð þér sjá, að maður-
inn með föstu rithöndina hefur skrifað öll orð sín fyrst,
en hefur látið hinn fylla seinna upp í eyðurnar. Eyðurnar
hafa ekki alls staðar verið nógu stórar; hinn hefur víða
Kjarnar — Nr. 13
71