Helgarpósturinn - 05.12.1985, Síða 3

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Síða 3
FYRST OG FREMST Svart og sykurlaust spyr: Hvað haldiði að það séu mörg ökutæki sem hafa bæði komið til Trékyllis- víkur og Sikileyjar? HP svarar: Það er hann Skúli. Þessi víðáttu- hressi leikhópur, sem meðal annars samanstendur Eddu Heidrúnu Backman, Gudjónunum Ketilssyni og Pedersen, Kollu Halldórs, Þresti Guðbjarts og Hönnu Maríu Karls, var mikið upp á þennan Skúla kominn á öliu síðasta sumri. Hann er bíll, afskap- lega gamall Volvo eða eitthvað kominn á fjórða tuginn í árum, og fékk það hlutverk að flytja þetta þekkta götuleikhús suður um endilanga Evrópu. Hann mun hvergi hafa klikkað á þeim sex þúsund kílómetrum sem var leið hans með leikhópinn til Ítalíu að klára að taka upp fyrstu kvikmynd S&S, sem mun bera nafn þess. Hún var líka skotin hér heima, en það var áður en Skúli lagði í hann. Myndin er gerð í samvinnu við vestur-þýska leikstjórann Lutz Konermann og vestur-þýska kvikmyndafyrirtækið Optische Werke. Myndin gerist að mestu leyti á Ítalíu og fjallar annars vegar um íslenskan leikhóp, sem er í leikferð á Italíu og hins vegar um þýskan kennara, sem er í fríi á svipuðum slóðum. Örlagaríkir atburðir gerast hjá báðum aðilum og fyrir tilstuðlan einkennilegra afla tvinnast saga þeirra saman bamm, bamm, bamm, bamm: Ástin blossar, draumar rætast. Við bíðum spennt eftir að fá að sjá þetta hérna uppi á skerinu skrítna, en þess verður væntanlega kostur innan skamms. Á meðan látum við ljósmynd nægja, en hún sýnir þau Þröst, Hönnu, Gíó, Eddu og Kollu í rullum sínum á aðaltorginu í Bergamo á Ítalíu. . . Á nýútkominni plötu Gunnars Þórðarsonar, sem tileinkuð er Reykjavíkurborg, er eitt lag með texta eftir borgarstjórann sjálfan. Textann samdi Davíð að beiðni Gunnars, en lagið er rómantískt og rólegt og textinn í sama stíl. í þessu lagi, sem nefnist Við Reykja- víkurtjörn, er ítrekað minnst á „bárujárnshús viö Bergþórugöt- una", en kunnugir segja að við þá götu hafi staðið tvö slík hús í nöfn rakara og hárskera sem vilja koma því á framfæri að þeir hafi ekki haft nein afskipti af slíkri starfsemi. Við höfum þegar sagt að við áttum ekki við þá rakarana Pál Sigurðsson í Eimskipafélags- húsinu og Sigurð Runólfsson í Hafnarstræti 8. Nú er okkur bæði ljúft og skylt að tilkynna — af gefnu tilefni — að við áttum ekki heldur við Þorvald Kristinsson rakara í Austurstræti 20. . . Eins og kunnugt er, guldu konur mikið afhroð í nýliðnu prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Aðeins ein kona, Katrín Fjeldsted, var meðal þeirra átta frambjóðenda, sem hlutu bindandi kosningu að þessu sinni. Telja margir að þessi niðurstaða geti orðið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komi verr út úr næstu kosningum en ella hefði verið. Óánægjan er jafnvel orðin svo megn, að orðrómur um sér- framboð kvenna er kominn á kreik. Myndu sjálfstæðiskonur þá væntanlega bjóða fram undir DD-lista, svo atkvæðin yrðu ekki með öllu glötuð „föður- flokknum"... gegnum tíðina. Það er hins vegar kaldhæðnislegt, að Davíð Oddsson hefur í sinni borgarstjóratíð veitt leyfi fyrir því að bæði þessi hús verði rifin. . . Rakarar og hárskerar miðbæjar- ins eru nú mjög óhressir út í Helg- arpóstinn eftir að blaðið tilkynnti að það lúrði á lista yfir um eitt hundrað manns sem tengdust okurlánastarfsemi. í þessari sömu grein (48. tölublað, þ. 14. nóv.) nefndi blaðið rakara einn í mið- bænum sem viðriðinn væri okur- lánastarfsemi að mati blaðsins. Höfum við nú ekki undan að birta SMARTSKOT UÓSMYND JIM SMART Hvernig ætlar kompaníið að kontrólera máifarið hjá staffinu? Lelfur Magnússon „Ja, okkar skilningur er sá, að þessu sé ekki hægt að ná fram með neinu valdboði. Málfarsátak verður aldrei framkvæmt nema í samvinnu við starfsmenn fyrirtækisins, en við ætlum að beita okkur fyrir því að þá skorti ekki fræðslu um það málfar, sem nota ber. í þassum tilgangi munum við beita áróðri, sem komið verður á framfæri í fréttabréfum og dreifiritum." — Hvert verður inntak þess bréfs, sem fylgja mun næsta launaseðli starfsmanna Flugleiða? „Það bréf hefur nú ekki verið samið enn. Hins vegar liggur það Ijóst fyrir að í bréfinu mun forstjórinn marka skýra stefnu á þessu sviði og tilkynna hana starfsmönnum félagsins." — Ætlið þið að fá ykkur málfarsráðunaut eins og Rík- isútvarpið? „Ekki býst ég nú við því, en við munum eflaust leita til sér- fræðinga, eins og t.d. íslenskrar málnefndar, um ráðleggingar og aðstoð." — Geturðu nefnt dæmi um orð eða orðatiltæki, sem sett verða á bannlista? „Það er ekki hægt að setja nein orð á bannlista, því að sjálf- sögðu ríkir hér málfrelsi. Við munum aðallega leitast við að út- rýma ýmsum slanguryrðum og afbökunum á enskum orðum. Dæmi um þetta er t.d. orð eins og „krjúböss" (áhafnarbíll). Þessu verður hins vegar komið á framfæri sem vinsamlegum tilmælum, en ekki með því að saminn verði bannlisti." — Þið ætlið þá ekkert að hlera símana eða flugstjórn- arklefana? „Nei, biddu fyrir þér. Fjarri því." — Hvaða fyrirbæri er Málnefnd Flugleiða? „Þessi nefnd er ný af nálinni hjá okkur. Hún var sett á laggirn- ar í kjölfar Reykjavíkurbréfs, sem birtist í Morgunblaðinu í lok október í ár, þar sem fjallað var um málfar þeirra sem tengjast flugmálum á íslandi. Málnefndin hefur aðeins komið saman til eins fundar fram að þessu. í henni eru, auk mín, Skúli B. Stein- þórsson flugstjóri, Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi og Guðmundur Snorrason, sem sér um þjálfun flugliðsins. Enn sem komið er á því enginn „utanfélagsmaður" sæti í nefnd- inni." — Munu hinar hefðbundnu tilkynningar við upphaf og lok hvers flugs koma til með að breytast? „Ég held nú ekki að það séu neinar sérstakar ambögur í þeim, svo ég geri fastlega ráð fyrir því að svo verði ekki. Við munum byrja á því að einbeita okkur að því, sem lýtur að við- skiptavinunum. Þetta snertir því fyrst og fremst afgreiðslufólk á söluskrifstofum og á flugvöllum, ásamt flugfreyjum og flug- mönnum félagsins. Síðar mun koma að innanhússátaki manna á meðal." — Það verður þá ekki beitt neinum sektarákvæðum, svo sem með því að draga af kaupi þeirra, sem gerast brotlegir? „Nei, nei. Það verður ekki um neitt slíkt að ræða." — Talar fólk, sem vinnur að flugmálum, verra mál en aðrir? „Nei, þetta á sér auðvitað eðlilegar skýringar. Þetta fólk er í miklum samskiptum við útlendinga. Bæði dvelur það mikið er- lendis í tengslum við starfið og stór hluti farþeganna eru út- lendingar. Einnig eru öll leiðbeiningarit, sem notuð eru, á ensku. Það er því eðlilegt að ýmis orð flytjist í afbakaðri mynd yfir í íslensku. Við verðum hins vegar að gera þá kröfu til starfs- liðsins að það tali skammlausa íslensku, á sama hátt og við ætl- umst til þess að það geti tjáð sig sæmilega á erlendum tungum." Á ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu, sem mennta- málaráðherra efndi til um slðastliðna helgi, flutti Leifur Magnússon ávarp fyrir hönd Málnefndar Flugleiða. Málfar starfsliðs Flugleiða hefur einmitt borið á góma (fjölmiðlum undanfarið, enda fólk í þessari at- vinnugrein þekkt fyrir að nota mikinn fjölda afbakaðra erlendra orða í tengslum við starfið. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.