Helgarpósturinn - 05.12.1985, Síða 4

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Síða 4
AGNAR FRIÐRIKSSON FORSTJÓRI ARNARFLUGS SEGIR HELGAR- PÓSTINUM FRÁ ÁSTÆÐU UPP- SAGNAR SINNAR, ÚTSLÍTANDI STARFI STJÖRNANDANS OG RÓGINUM í KRINGUM ÞAÐ, ÁSAMT SKOÐUNUM SÍNUM Á REKSTRARGRUNDVELLI FÉLAGSINS Þaö vakti athygli sjónvarps- áhorfenda á dögunum að Agnar Friðriksson forstjóri Arnarflugs svaraði neitandi þegar spurt var í fréttatíma hvort hann hefði sagt upp hjá félaginu „í gær“. Það var í sjálfu sér rétt hjá hon- um, hann hafði sagt upp löngu fyrir þann tíma! Sömuleiðis vakti það athygli í fréttinni að fréttastofan Iagði fram aðrar töl- ur um tap fyrirtækisins en for- stjóri þess hélt fram í viðtalinu. Agnar er í HP-viðtali um þetta og síðan ástæðu uppsagnar sinnar, afkomu Arnarflugs og útlitið hjá félaginu í ljósi aðalfundarins í gær, en fyrst þetta um sjónvarps- fréttina frægu . . „Mér fannst fréttin vera mjög ósanngjörn, vegna þess að sá sem spurði hafði allan aðgang að þeim upplýsingum sem hann var að spyrja um og því var algerlega ástæðulaust af sjónvarpinu að rengja það sem ég var að segja. Ég skýrði það út fyrir fréttastjóranum fyrir útsendingu fréttanna um kvöldið að hann væri með ranga tölu um rekstrarstöðu fyrirtækisins og ég skýrði það líka út fyrir honum af hverju ég teldi að hann væri með þessa röngu tölu. Hann virtist hins- vegar treysta betur öðrum heimild- armönnum en þeim sem hann var að tala við. Varðandi spurninguna hvort ég væri búinn að segja upp hjá Arnar- flugi, þá sagði ég fréttamanninum fyrir viðtalið nákvæmlega hvernig málin stæðu. Ég ætti mjög erfitt með að svara henni. Ég hefði um þrjá kosti að velja: Ég gæti í fyrsta lagi sagt ósatt, í öðru lagi brotið trúnað og í þriðja lagi neitað að svara. Enginn af þessum kostum er góður. Að öllu samanlögðu fannst mér þessi frétt því vera afskaplega skaðleg fyrirtækinu. Það gerir sér enginn grein fyrir áhrifamætti þessa miðils fyrr en hann lendir sjálfur í honum. Og fyrir utan að vera skað- leg Arnarflugi, þá finnst mér líka að fréttin hafi verið mjög ósanngjörn í minn garð." — Þarna var vitaskuld rekin hörð fréttamennska og manni stillt upp við vegg. En er eitthvað að því í sjálfu sér? „Það er alveg sjálfsagt að stilla mönnum upp við vegg. Hinsvegar er ósanngirni í því fólgin að taka mann í viðtal við sjónvarpið til þess eins að því er virðist, að segja eftir á að allt sem þessi maður hafa verið að segja hafi verið ósatt og ein reg- invitleysa.“ — Það virðist hafa lekið út úr stjórn Arnarflugs að þú værir búinn að segja upp og mann grunar fyrst Flugleiðamennina tvo sem sitja í stjórn. Hvað með Þig? „Ég veit hver braut þennan trún- að um að halda uppsögn minni leyndri, en ég ætla aldrei að segja frá því hver það var.“ — Af hverju ertu að segja upp? „Ég segi upp af persónulegum ástæðum. Og með þessum persónu- legu ástæðum á ég við ástæður sem varða aðeins mig og mína. Það er enginn ágreiningur milli mín og stjórnarmanna í Arnarflugi, hvorki við fulltrúa Flugleiða eða fulltrúa annarra eigenda félagsins. Þvert á móti hefur verið mjög gott samband milli mín og þessara manna. Ég minni á að Arnarflug var stofnað 1976 og verður tíu ára næsta vor. Ég er þriðji framkvæmdastjóri félags- ins frá upphafi. Mér sýnist því með- altími manna í þessu starfi hafi verið þrjú til fjögur ár. Ég er núna að Ijúka mínu þriðja ári hjá fyrirtækinu. Ég er með mjög langan uppsagnar- frest. Með uppsögninni var ég að- eins að benda stjórnarmönnum á að þeir skyldu fara að líta í kringum sig og bauð þeim jafnframt að vera nýj- um manni innan handar lengi og þessvegna mánuðum saman. Ég er ekkert að fara í burtu á næstunni." — Hvaða persónulegu ástæð- ur eru þetta? „Þær eru þessar: Ég er orðinn þreyttur á starfinu, ekki á mann- skapnum sem vinnur með mér, heldur eðli starfsins. Þetta er of- boðslega erilsamt starf. Það út- heimtir fullt þrek, griðarleg ferða- lög, marga og viðamikla samninga. Og þetta er stórt fyrirtæki en fá- mennt. Það er með gifurlega veltu og gífurleg umsvif en fáa stjórnend- ur.“ — Ertu að reyna að segja mér að þú sért orðinn útkeyrður? „Ég er það já, eftir ærinn og af- skaplega erfiðan starfa. Ég held líka að það sé betra fyrir fyrirtækið að í þessu starfi sé ávallt maður sem fær út úr því mikla ánægju að starfa og veita því forystu. Ég hef haft mikla ánægju af þessu og fengið mikið út úr stjórnuninni. Þetta hefur verið gífurleg reynsla fyrir mig. Starfið hefur að mörgu leyti breytt mínu lífsviðhorfi. Hinsvegar finn ég það bara núna að ég er ekki sami átaka- maðurinn og ég var í upphafi. Mér finnst því tími til að annar taki við." — Er stjórnun flugfélaga út- slítandi, fráleitt mannbætandi? „Þessi flugheimur er mjög lítill, miklu minni en menn gera sér grein fyrir. Starfsfólk flugfélaga, jafnt stjórnendur sem aðrir, ferðast mikið og hitta mikið af kollegum úti um allan heim, tala mikið eins og geng- ur og gerist og hafa tilhneigingu til að hressa upp á sögurnar frekar en öfugt. Ég myndi segja að umtal um aðra, hvort heldur varðar einstaki- inga eða fyrirtæki, sé óvenjulega mikið í þessari starfsgrein. Þetta umtal er yfirleitt á neikvæðu nótun- um. í þessari atvinnugrein er mikið af mönnum sem ber að varast. Þarna er fullt af mönnum sem lofa gulli og grænum skógum og lausn allra vandamála, en eru í rauninni aðeins að hugsa um það eitt að geta grætt sem mest á náunganum. Þess- vegna þurfa menn sem standa í þessum bransa að vera sífellt á varð- bergi gagnvart svona mönnum. Þeir eru nánast á hverju götuhorni. Þetta er því á margan hátt mjög slítandi.“ — Talaröu af reynslu hvað róg- burð snertir? „Já, já, ég tala af mikilli reynslu í því sambandi. Allt frá því ég byrjaði hjá Arnarflugi hefur verið mikið umtal um félagið og mig náttúrlega sem forystumann þess i daglegri stjórnun. En ég er fyrir löngu hætt- ur að taka nærri mér hvað sagt er um mig og jafnframt hættur að taka mark á því sem sagt er um aðra. Ég veit hvað lítið er til í því sem gengur hvað ákafast milli manna dags dag- lega.“ — Hvaöan finnst þér rógurinn gegn þér hafa aðallega komið? „Ég hef nú oft á tíðum átt erfitt með að átta mig á hvaðan þetta komi...“ — Innanhúss eða aðallega utan? „Ég vil bara helst tala sem minnst um það.“ — Snúum okkur þá að rekstr- arafkomu Arnarflugs á árinu. Hún hefur aldrei verið betri það sem af er þessum áratug, þó enn- þá sé hún nú handan núllsins. Þetta er samkvæmt rekstrar- reikningnum sem kveður á um 17 milljóna heildartap á árinu, þar af 7 milljóna rekstrartapi. Er þetta sæmilega heiðarlega reiknað og framsett af ykkur? „Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Við erum ekkert að reyna að fegra myndina, langt í frá. Auðvitað hefði maður viljað sjá þarna plústölu og það hefði þá verið í fyrsta skipti í mörg mörg ár. En það er einkum tvennt sem olli því að við náðum því ekki: Ofan á skuldir sem hafa safnast upp í gegnum árin vegna neikvæðrar afkomu hafa aðr- ar skuldir safnast upp að undan- förnu sem stafa af því að greiðslur hafa borist mjög seint og illa fyrir þann umsvifamikla rekstur sem við stóðum í á erlendri grundu í sumar. Vaxtabyrðin er þessvegna orðin óheyrileg. Og það verður að viður- kennast að greiðslustaðan hefur verið mjög þröng núna í haust. Ég held að það sé af þeim sökum sem fyrirtækið hefur lent í þessari nei- kvæðu umræðu að undanförnu, en hún hefur verið svo mikil að umtalið hefur stórskaðað félagið og gefið stjórnendum tiltölulega lítið ráðrúm til þess að stjórna. í dag eigum við útistandandi frá verkefnum sumars- ins um 1,8 milljónir dollara sem nálgast það að vera sjötíu milljónir íslenskra króna. Þetta er auðvitað staða sem Arnarflug þolir ekkert frekar en önnur fyrirtæki." — Bendir taprekstur ár frá ári ekki til þess að grundvöllurinn fyrir Arnarflugi sé afskaplega veikur? „Það hefur alltaf verið ljóst og ég hef aldrei farið dult með það að grundvöllurinn fyrir þessari venju- legu starfsemi Arnarflugs með inn- anlandsflugi til fámennra staða og millilandaflugi til faktískt einnar borgar, er hreint afskaplega veikur grunnur. Þessvegna höfum við lagt í æ ríkari mæli í erlend verkefni til þess að bera uppi hina rekstrarþætti félagsins. En erlend verkefni í flug- rekstri eru ákaflega áhættusöm og Arnarflug hefur ekkert farið var- hluta af því. Það skiptast á skin og skúrir í þeim bransa eins og öðrum. í ár hafa þessi erlendu umsvif hins- vegar gengið einstaklega vel hjá okkur. .. “ — Nema hvað greiðslurnar vantar bara? „Já, en ég held að þar sé heldur ekkert að óttast. Við erum þarna að skipta við mjög trygga aðila, yfir- leitt með ríkisábyrgð, og þó þessir aðilar borgi seint, þá borga þeir.“ — Án vaxta á meðan þið þurf ið hinsvegar að borga háa vexti af lánum sem taka þarf vegna þess að þessar vaxtalausu greiðslur berast ekki. „Þetta er náttúrlega málið. Ég við- urkenni það. Þetta er veikleiki þess- ara viðskipta. Á hitt ber hinsvegar að líta að samkeppnin er orðin svo gífurlega óvægin í þessum bransa að ekkert þýðir að heimta dráttar- vexti af viðskiptavinum, þeir skipta þá bara við einhvern annan sem sættir sig við seinar greiðslur án vaxta.“ — í nærfellt áratugarsögu Arnarflugs hefur félagið „fakt- ískt“ fengið inn á einni rútu í áætlunarflugi, eins og þú segir. Er þetta ekki til marks um það að þetta félag hefur verið að hjakka í sama farinu hvað varð- ar alla uppbyggingu þess? „Arnarflug var upphaflega stofn- að sem leiguflugfélag, en síðan, árið 1979, fékk það leyfi til þess að fljúga innanlands. Svo fékk það leyfi til áætlunarflugs árið 1982 og stefnan þar tekin á Ámsterdam. Nú eru nýir áfangastaðir að bætast við, ég nefni Hamborg. Umsvifin í erlendu leigu- flugi hafa aldrei verið meiri en í ár. Þannig held ég að alrangt sé að segja að félagið hafi verið að hjakka í sama farinu. Þetta er félag sem hef- ur byggt á tiltölulega föstum rekstri, en farið síðan út í gríðarleg umsvif þegar tækifæri hafa gefist. Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvað þessi rekstur okkar var umfangsmikill í sumar. Þá var félagið með þrettán þotur í rekstri og þegar mest lét voru starfs- mennirnir 485. Á þessu ári mun Arnarflug flytja yfir 300 þúsund far- þega, auk þess að flytja frakt fyrir tvö erlend flugfélög. Þetta er upp- taktur." — Engu að síður er rekstrar- staðan ákaflega þröng. Hvernig á að kippa henni í liðinn í nán- ustu framtíð? „í fyrsta lagi ætlum við að semja við þá sem við skuldum — en það eru allt fyrirtæki, engir bankar — um eðlilega dreifingu á greiðslum. í öðru lagi ætlum við að herða inn- heimtuna að mun frá því sem áður hefur verið. í þriðja lagi kemur von- andi til lánafyrirgreiðslu í bönkum, en hennar höfum við alltaf notið yfir vetrartímann þegar minnst er að gera. Fjórðu leiðina útiloka ég ekki, en hún væri hlutafjárútboð." — Mig langar að víkja talinu að einu atriði áður en þessu spjalli lýkur, en það er sá pirringur sem ríkir milli starfsmanna Flugleiða og Arnarflugs og al- menningur tekur eftir. „Ég veit svo sem af þessum pirr- ingi, en þetta er viðkvæmt mál. Ég held samt að það sé enginn pirring- ur milli stjórnenda þessara fyrir- tækja í daglegu samstarfi. Ég get sagt það fyrir mitt leyti að Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða er ágætis félagi minn, reyndar skóla- bróðir minn úr viðskiptafræðinni. Og sama er að segja um þá Sigfús Erlingsson og Björn Theodórs- son...“ — Þið eruð kannski saman í briddsklúbb, félagarnir? „Nei, ég er í briddsklúbbi með öðrum ágætismönnum, ekki þeirn." — En skítkastið milli starfs- manna: Þú neitar því ekki? „Nei, ég skal ekki gera það. Auð- vitað er ákveðin spenna þarna á milli en hinsvegar tel ég hana fara minnkandi." — Geturðu hugsað þér að fara að starfa hjá Flugleiðum þegar þú hefur lokið störfum sem for- stjóri Arnarflugs? „Eg á nú erfitt með að sjá mig sem starfsmann Flugleiða, allra hluta vegna. Og ástæðan: Ég held bara að hún sé augljós." — Hvað á að fara að bralla? „Ég veit það bara alls ekki, í ein- lægni sagt. Þegar menn hætta starfi segjast þeir yfirleitt ætla að helga sig ritstörfum. Það verður ekki í mínu tilviki. Það er öruggt, þó nóg sé í sjálfu sér að skrifa um.“ eftir Sigmund Erni Rúnarsson — m/nd Jim Smart 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.