Helgarpósturinn - 05.12.1985, Side 6

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Side 6
INNLEND YFIRSYN Gunnar Ásgeirsson h/f fékk öll umboðslaun fyrir þyrlukaup Landhelgisgæslunnar. Albert Guðmundsson var með umboðið fram til 1983. Gudrún spyr um þyrlu I síðasta mánuði kom til landsins ný þyrla Landhelgisgæslunnar, af tegundinni Dauph- in SA 363N. Þessi veglega þyrla kostaði litlar 135 milljónir króna með öllum búnaði. Þá mun meðtalið leitartæki sem keypt var sér- staklega á þyrluna, en tæki þetta boðar að sögn kunnugra byltingu í leitarstarfi — gerir það að verkum að hægt er að leita í myrkri og sjá þannig mann á floti í allt að mílu fjar- lægð. Flugmenn þyrlunnar eru mjög ánægð- ir með hana og sömuleiðis Landhelgisgæsl- an. Er þá yfir nokkru að kvarta? Þingmaðurinn Gudrún Helgadóttir er ekki ánægð með kaupin á Dauphin-þyrlunni. Hún hefur sínar efasemdir og hefur nú lagt fram á þingi ítarlega fyrirspurn til fjármála- ráðherra. Fyrirspurn Guðrúnar er í níu liðum. Hún spyr hvenær á árinu 1984 samið hafi verið um kaupin og hver undirritað hafi samning- inn. Hún vili vita hvaða gjaldmiðil og hvaða verð hafi verið samið um og hvaða gengis- tryggingarákvæði hafi verið í samningnum. Guðrún vill vita hvaða búnaður hafi verið innifalinn við kaupin, hvaða búnaður hafi síðan bæst við og þá fyrir hvaða verð. Hún spyr um þyngd, burðarþol og flugþol þyrl- unnar. Athyglisverðustu liðirnir eru þó ótaldir. Guðrún spyr hvers vegna þurft hafi að fjar- lægja tæki úr þyrlunni áður en henni var flogið frá Færeyjum til íslands og hún vill fá að vita hvaða aðili eða aðilar hafi haft um- boð fyrir framleiðendur þyrlunnar, frá árinu 1980. Eftir hið átakanlega þyrluslys í ísafjarðar- djúpi var settur á laggirnar sérstakur starfs- hópur til að skoða rekstur Landhelgisgæsl- unnar og þá sérstaklega með í huga endur- nýjun og endurskipulagningu flugflota gæsl- unnar. Formaður þessa starfshóps var Þórö- urlngvi Gudmundsson, þá starfsmaður Fjár- laga- og hagsýslustofnunarinnar. Þórður hætti hjá hinu opinbera nánast um leið og starfshópurinn skilaði ítarlegri skýrslu með tillögum til fjármálaráðherra og dómsmála- ráðherra. Mælt var með kaupum á Dauphin. í mars eða apríl 1984 skrifaði þáverandi fjár- málaráðherra, Albert Gudmundsson, undir samninginn. Hvað segir Þórður um fyrirspurn Guðrún- ar Helgadóttur? „Allar forsendur voru fyrir því að mæla með þessari tegund. Það var á sínum tíma mikið írafár í kringum starfshóp- inn og ýmsar ásakanir látnar flakka. Ég var persónulega skammaður á Alþingi, þar sem fram fór alveg makalaus umræða. Við heyrð- um ýmis furðuleg ummæli á þessum tíma, t.d. að mér hafi verið fyrirskipað af fjármála- ráðherra að sigta út þessa tegund af því hann, Albert Guðmundsson, var einhvern tímann í fyrndinni umboðsmaður Aerospati- ale og ýmsir sökuðu mig og fleiri meira að segja um mútuþægni. Þetta er auðvitað allt fjarri sanni. Sannleikurinn er sá að það var enginn þrýstingur frá ráðherrum; frá þeim komu engar fyrirskipanir. A hinn bóginn var mikil sölumennska í kringum þetta af umboðs- mannanna hálfu. Umboðsmaður Síkorskí-þyrlanna er Albína Thordarson og hún er alþýðubandalagsmaður. Ég geri ráð fyrir því að fyrirspurn Guðrúnar sé runnin undan rifjum Albínu," sagði Þórður Ingvi. Hann bætti því við að Síkorskí-þyrlurnar hefðu verið að detta niður um heim allan á þessum tíma og meðal annars hefðu farist þrjár slíkar erlendis um mjög svipað leyti — ef ekki í sama mánuði — og íslenska Síkor- skí-þyrlan fórst. Með Dauphin-þyrlurnar væri það hins vegar staðreynd að bilanir eftir Friðrik Þór GuSmundsson væru sjaldgæfar og rekstrarkostnaðurinn að minnsta kosti helmingi minni en á Síkorskí- vélunum. Enda hefði það óneitanlega ýtt undir ákvörðunina að sjálf bandaríska strandgæslan hefur hin síðari ár keypt í kringum 100 þyrlur af Dauphin-gerð! En hvað segir þingmaðurinn sjálfur, Guð- rún Helgadóttir? Er fyrirspurn hennar runn- in undan rifjum Albínu Thordarson, um- boðsmanns Síkorskí? „Nei, þetta kemur henni ekkert við. Mér er illa við að tala um þetta fyrr en ég fæ svörin, en þó skal ég segja þér að ég hef heyrt að þessi kaup á Dauphin-þyrlunni hafi ekki ver- ið hin fjárhagslega hagstæðustu og að þessi tegund sé ekki hin hentugasta sem í boði var." Guðrún sagði að ástæðan fyrir því að hún spyrði um hvers vegna fjarlægja hefði þurft tæki úr vélinni áður en henni var flogið frá Færeyjum væri sú, að hún hefði fyrir því heimildir að létta hafi þurft þyrluna svo hún kæmist örugglega yfir hafið! Aerospatiale-verksmiðjurnar frönsku framleiða ýmsar vörur og vélar og hefur Gunnar Ásgeirsson nú umboð fyrir þyrlu- verksmiðju fyrirtækisins. HP fékk þær upplýsingar hjá Stefáni Gunnarssyni for- stjóra fyrirtækisins að þeir hefðu fengið um- boðið í apríl 1983. Fram að þeim tíma hafði umboðið verið í höndum Alberts Guð- mundssonar. „Hins vegar er fráleitt að blanda Albert í þetta mál nú,“ segir Stefán. „Hann átti engan hlut í þessari sölu og öll umboðslaun runnu óskert til Gunnars Ás- geirssonar h/f.“ ERLEND YFIRSYN Áhugi sovétleiðtogans á pólitískri lausn kom Bandaríkjamönnum í enf á óvart. Gorbatsjoff kveðst vilja losa Sovétríkin úr afghanska feninu Það sem helst kom Bandaríkjamönnum á óvart í afstöðu Sovétríkjanna á fundi æðstu manna í Genf, var hversu eindregið Mikhaii Gorbatsjoff flokksforingi gaf til kynna, að hann vildi feginn losa stjórn sína úr pólitískri og hernaðarlegri sjálfheldu sem hún situr í eftir innrás sovéthersins í Afghanistan fyrir sex árum. Á annað hundrað þúsund sovéthermenn, búnir fullkomnustu vopnum til fjallahernaðar sem sovéska herstjórnin hefur yfir að ráða, hefur síðan herjað látlaust á Afghani. Skæruherinn sem veitir hernámsliðinu viðnám er margskiptur eftir ættbálkum og islömskum trúflokkum. Fjórðungur afghönsku þjóðarinnar hefur flúið land undan gereyðingarstríði sovésku hersveitanna. Hundruð þúsunda, enginn veit með vissu hve margir, hafa fallið í bardögum, af völdum loftárása sovétmanna, útrýmingarherferða þeirra um landsbyggðina eða króknað úr hungri og harðrétti. Niðurstaðan af sex ára grimmilegum hernaði er að Afghanir hafa á þessu ári gert sovétmönnum og sífækkandi liði leppa þeirra þyngri skráveifur en nokkru sinni fyrr. Eldflaugaárásum hefur verið haldið uppi öðru hvoru á stjórnarbyggingar og sovéskar herbúðir í höfuðborginni Kabúl og nágrenni hennar. Fyllsta hervernd sem unnt er að veita nægir ekki birgðaflutningalestum sovéthersins, allt að helmingi flutningabíl- anna er eytt í fyrirsátum skæruliða. Dvöl í Afghanistan dregur svo móð úr sovésku hermönnunum, að æ fleiri leggjast í hass- reykingar og afla sér þessa hefðbundna nautnameðals Mið-Asíumanna með sölu vopna úr eigin vopnabúrum og varnings úr birgðageymslum. Sovétherinn er í sömu sporum og eftir jólainnrásina 1979, ræður á daginn helstu borgum og samgönguleiðum, en er hvergi óhultur úti á landsbyggðinni, og ekki einu sinni í borgunum eftir að myrkt er orðið. Innrásin í Afghanistan spillti stórlega sambúð Sovétríkjanna við Bandaríkin, og var efst á blaði þeirra svæðisbundnu ásteit- ingarsteina, sem Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti lýsti yfir í ræðu á afmæli Sam- einuðu þjóðanna, að hann vildi ræða ræki- lega við Gorbatsjoff í Genf. Eftir fundinn þar skýrði Don Oberdorfer, fréttaritari Washington Post, svo frá: „Ýmsum embættismönnum kom þægi- legast á óvart breyttur tónn og að vissu marki breytt efnisleg afstaða, sem merkja mátti í umfjöllun Gorbatsjoffs um sovéska hernámið í Afghanistan ... George P. Shultz utanríkisráðherra fórust svo orð, að um Afghanistan hefði verið „rætt all rækilega" og hefðu þau orðaskipti verið hluti af „reglulega góðum skoðanaskiptum um svæðisbundin deiluefni," þar sem stjórnirnar í Washington og Moskvu greinir á. Annar hátt settur embættismaður, sem var viðstaddur viðræðurnar en fékkst því aðeins til að tjá sig að hann væri ekki nafngreindur, sagðist álíta að nokkrum árangri mætti ná við lausn málsins. Hann kvaðst gera ráð fyrir, að framvegis verði um efnið fjallað „af aukinni ákefð en svo minna beri á“.“ Oberdorfer hefur enn fremur eftir heim- ildarmönnum sínum í bandaríska viðræðu- hópnum í Genf, að merkilegast hafi verið hve ástríðulaust Gorbatsjoff ræddi stríðið í Afghanistan, og að hann skyldi láta í ljós löngun til að vinna að því svo lítt beri á að finna útgönguleið. Hátt setti embættismað- urinn tók sérstaklega til þess, að Gorbatsjoff vék hvorki að liðsinni Bandaríkjanna við afghönsku frelsissveitirnar né hælinu sem þær njóta í Pakistan, en þessi tvö atriði hafa lengi verið mest áberandi í opinberri umfjöllun sovétmanna um ófriðinn. Sérstakur fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna hefur um árabil borið boð á milli fulltrúa stjórnar Pakistans og stjórnarnefnu Babraks Karmals í Kabúl í því skyni að skapa skilyrði fyrir friði í Afghanistan. Árangur hefur enginn orðið. Markmiðið er samkvæmt ályktunum SÞ að koma til leiðar brottför erlends hers frá Afghanistan, gera fjórum milljónum flóttafólks fært að snúa aftur til heimkynna sinna og tryggja stöðu landsins utan hernaðarbandalaga. Allt strandar á sovéska hernáminu, sem tilvera Karmalstjórnarinnar byggist á. Sovétstjórnin vill ekki heita brottför innrásarliðsins fyrir tiltekinn tíma, nema stjórn Karmals hljóti fyrst viðurkenningu, og stjórn Pakistans neitar að ræða við fulltrúa Karmals, fyrr en fyrir liggur hvenær sovéther fer alfarinn frá Áfghanistan. Mannfall sovéthersins í Afghanistan er verulegt og herkostnaður tilfinnanlegur, en sovétstjórnin myndi vart horfa í slíkt, væru einhverjar horfur á að tilætlaður árangur náist í fyrirsjáanlegri framtíð. En því er ekki að heilsa. Hreysti, harðfengi og bar- oftir Magnús Torfo Ólafsson áttuhugur frelsissveita Afghana er með ólíkindum og landið vel fallið til skæru- hernaðar. Ofan á hernaðarlegt þrátefli bætist svo sá pólitíski baggi sem sovétstjórnin batt sér með hernámi Afghanistans. Innrásin hefur stórspillt fyrir Sovétríkjunum í hópi ríkja utan hernaðarbandalaga, eins og ásannaðist enn einu sinni í atkvæðagreiðslu á þingi SÞ í haust. Viðleitni sovétstjórnarinnar til að bæta sambúðina við Kína strandar ekki síst á fordæmingu Kínverja á innrásinni í Afghanistan og hernaði sovétmanna. Ljóst er að fátt yrði drýgra til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna en friðargerð í Afghanistan. En þótt viljann vantaði ekki, er hægar sagt en gert að semja frið í Afghanistan. Sovétmenn geta jafn hæglega fjarlægt Babrak Karmal og þeir komu með hann í trússi sínu við innrásina. Þar með er málið þó ekki leyst. Engin útlagastjórn Afghana er til og vandséð hversu henni verður komið saman í trúverðugri mynd. Skæru- liðahreyfingarnar eru margar og svo ólíkar, að þær eiga það til að berjast innbyrðis um yfirráðasvæði og vopnabirgðir. Hver tilraunin af annarri hefur verið gerð til að fá þeim helstu sameiginlega herstjórn, en þær hafa lítinn árangur borið. Pólitísk samstaða á jafn langt í land. Helsti þröskuldurinn í vegi samstöðu frelsissveitanna er að ýmsra dómi, að sumar fylkingarnar berjast ekki aðeins gegn sovétmönnum heldur líka fyrir stofnun islamsks ríkis í Afghanistan að íranskri fyr- irmynd. Milljón Afghana er landflótta i Iran, stjórn erkiklerkanna þar hefur lagt sig fram að innræta þeim boðskap Khomeinis og orðið töluvert ágengt. Geta má þess til, að illur bifur á útbreiðslu islamskrar heittrúarstefnu meðfram landamærum þeirra sovétlýðvelda, sem byggð eru islömskum þjóðum, eigi sinn þátt í að gera Gorbatsjoff fúsari til að leita pólitískrar lausnar á stríðinu i Afghanistan en fyrirrennara hans á valdastóli í Kreml. Og til slíks gæti hann þurft á að halda áhrifum Bandaríkjanna meðal þeirra sem veita sovéska hernum viðnám. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.