Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 9
þýður í þessu kjarnorkuklúðri öllu saman. Það er mín kenning um þetta samstarf þeirra Björgólfs og Baldvins.1' Björgvin: „Ég vil nú líka halda því fram að þetta hafi verið gagn- kvæmt; nefnilega að eftir svolítinn tíma hafi Björgólfur áttað sig á því að Baldvin vissi fullmikið um hann líka." Gunnar: „Þessu til viðbótar má svo segja að Björgólfur hafi treyst Baldvin. Björgólfur kallaði sig hug- myndasmið en lét Baldvin og hans lika vinna úr smáatriðum. Ég held að Björgólfur hafi treyst Baldvin um of, hafi ekki verið nógu gagnrýninn á fagmennsku hans fyrir utan svo allt annað. Þetta er stór hluti þeirrar skýringar á þessu gífurlega klúðri sem þessi saga öll er. En nú erum við í raun aðeins bún- ir að ræða forsögu Hafskipsmálsins og setja hana í samhengi við stjórn- unarhætti fyrirtækisins. Hvers kon- ar stjórnun, hvers konar vinnu- brögð, kunnátta og vankunnátta var þarna fyrir hendi?" segir Gunnar. Og Björgvin bætir við: „Við erum búnir að tala um vankunnáttu, al- gjört gáleysi með fjármuni, óheiðar- leika, fullkomið tillitsleysi gagnvart þeim sem fjármunina eiga. Rekstur- inn fyrir N-Atlantshafssiglingarnar var löngu uppfullur af alls kyns óreglu af versta tagi. Og við þetta má bæta að aðalbókari félagsins fékk áminningu frá stjórn féiagsins fyrir að benda á rangan hlut í bók- haldi." 80 milljón króna hlulafé blekkt út úr hluthöfum — Nú hafid þiö uerid kalladir eirts kortar samsœrismenn af forráöa- mönnum Hafskips. Eruð þið það? Og hvað vakir fyrirykkur að tala út um Hafskip og rekstur fyrirtœkis- ins? „Ástæðan er í sjálfu sér einföld," segir Gunnar. „Við höfum báðir ver- ið mjög gagnrýnir á forráðamenn Hafskips og stjórnun fyrirtækisins. Ég varaði Björgólf Guðmundsson forstjóra við strax sumarið 1984 og aðra og þeir vissu fullvel hvert stefndi. Mér ofbauð framsetning mála fyrirtækisins fyrir hluthafa- fundinn fræga 9. febrúar 1985 þegar hlutaféð var aukið um 80 milljónir, enda sagði ég upp starfi mínu sem framkvæmdastjóri Cosmos í New York tveim dögum áður eða 7. febr- úar í ár. Mér ofbauð þessi sviðsetn- ing og þessi falssamkoma sem átti að fara fram þ. 9. febrúar. Ég var sannfærður um að það var verið að blekkja hluthafana." — Attu við að það hafi hreinlega verið plataðar út 80 milljónir króna. í viðbót í hlutafé? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það,“ segir Gunnar Andersen. „Ég veit það. Ég staðhæfi það.“ — En ber þá að líta svo á að hlut- hafarnir hafi sofnað á verðinum? Og verið ógagnrýnir? „Hluthafarnir höfðu ekki upplýs- ingar um reksturinn, sérstaklega hvað sneri að N-Atlantshafssigling- unum á þessum tíma enda voru ekki lagðir fram reikningar fyrir hluthafa á þessum fundi, heldur einhver glansskýrsla sem heitir Á krossgöt- um; illa unnin þar fyrir utan. Þær fáu tölur sem voru kynntar, voru ekki einu sinni réttar. Þetta fannst mér vera hreint og beint glæpsam- legt, mér blöskraði og ég hafði orð á þessu við nokkra hluthafa." Björgvin: „Ef Hafskip hefði verið bandarískt fyrirtæki og haldið sams konar fund t.d. í New York, þ. 9. febr- úar, þá getum við fullyrt að forráða- menn Hafskips sem forráðamenn amerísks fyrirtækis myndu hafa verið dæmdir fyrir það sem heitir á ensku „stock fraud", — ranga fram- setningu á stöðu fyrirtækisins — og þannig að selja hlutabréf á fölskum forsendum." Gunnar: „Þeir hefðu aldrei fengið að halda fundinn." Björgvin: „Þeir hefðu aldrei getað haldið fundinn með þeim plöggum sem þar voru kynnt, því þau voru engan veginn nægjanleg til þess að biðja um meira hlutafé svo dæmi sé tekið." Örvænting bankastjóra Utvegsbankans — En nú var farið út í hlutafjár- aukninguna að kröfu bankans eftir því sem fram hefur komið á Al- þingi? Gunnar: „Bankinn var orðinn mjög órólegur um sinn hag, sérstak- lega eftir Eddu-ævintýrið (samstarf Hafskips og Eimskips um ferjuskip sem Hafskip eitt tapaði 800 þúsund dollurum á, eða 33,6 milljónum), og hvatti Hafskip til að auka hlutafé. Þetta var seint á árinu 1983 eftir að þeir höfðu tapað þessum miklu pen- Þökk fyrir viðskiptin Greinargóð ver ímerking og innihaldslýsing á alls konar matar- og drykkjarvörum. Rétt verð og au ðveldari vinnubrögð. Góð Qárfesting fyrir framtíðina. BIZERBR tölvuvogir og prentar ir = + nákvæmniíhönnufi = + hámarksgæði SPÍGIPVLSA INNIH.SUINA ÖG KALFAKJóTi ShLT SUINAFI TAi KRVDDiSYRAi E300 GDL. LI ThREiE 124.RQTUÆFN 1. E250 NIERINGHRGILDI I 100G: HUITH.13G. FITH 38G.K0LUETNI OG.HIThGIN.- 394 KCHL.i 1781 KJ. h HVERS HfiNNS DISK 24.09.ss- 30.09.P5 Kr-"K9 679» 00>200k9 136,Ofl 211234 ú 1360.S heimsþekkt gæðamerki tölvuvogir, margar gerðir nota með eða án prentara ;em hægt er að ingum. Nú; reksturinn 1984 var mjög erfiður eins og þeir hafa reyndar viðurkennt þó ekki hafi komið fram réttar tölur um slæman rekstur frá Hafskipi. Tölur um tap upp á tæpar 100 milljónir ísl. króna, voru nær 200 milljónum króna eins og hefur verið að koma í ljós núna heima á íslandi. Bankinn brást gjör- samlega eða þá að hann hafi vitað betur en látið hefur verið í veðri vaka." — Eruð þið að segja að banka- stjórarnir hafi ekki staðið sig ístykk- inu? „Ég held, að um hafi verið að ræða sameiginlega örvæntingu bankastjóranna og þeir hafi gert sér grein fyrir sameiginlegum glappa- skotum," sagði Björgvin Björgvins- son. prentarinn sem hægt er að nota með eða án vogar. Hefur 900 vörutegundir í minninu og prentar 8-9 línur um innihald á límmiða. Fimm mismunandi stærðir af miðum í boði með eða án strikalykils (EAN/ UPC). RÖKRÁS SF, Rafeindatækniþjónusta Hamarshöfða 1 Sími 39420 Þitt eígið heimili á Spáni frá kr. 550.000,00 Sól og hiti alltárið. Hvaö finnst þér um sól og hita allt áriö? Suomi Sun Spain hefur fjöldann allan af til- boöum fyrir þig sem viit búa hluta af árinu suöuráSpáni. IT orrevijea suöur af Alicante byggjum viö raöhús; bungalows og einbýlishús sem full- nægja kröfuhöröum íslendingum. Einn af bestu stöðum Spánar Sólin skín 315 daga á ári. Þitt annað heimili stendur viö Costa Blanca-ströndina á Spáni viöMiöjaröarhafiö. Þessi hluti Spánar býöur uppá besta fáanlega vatn á Spáni. Auk þess golfvelli, tennisvelli, sundlaugar, smábátahöfn, matsölustaði og útimarkaöi. pKynningarferð:-------------------- Fariö veröur í sólarhrings kynningarferö 8. des. og komiö til baka aöfaranótt9.des.________________________________________________________ Umboðsskrifstofa Haföu SuomiSunSpain samband Síöumúla4. Ath. reglugerö Seölabanka felands varöandi gjaldeyrisylir- Símar: 687975 — 687976. sirax- færslu. Verðið er ótrúlegt Okkar nýjasta tegund af húsum heitir Noreg- ur. Þaö eru raöhús 45 m2 á einni hæö og kosta 550.000,00. Einnig bjóöum viö uppá 30 aörar tegundir af húsum f rá 45 m2 upp í 283 m2 sem kosta allt upp í 3,5 millj. ísl. kr. Húsin afhendast fullbúin þ.m.t. ísskápur, eldavél, fataskápur, eldhúsinnrétting, full- búiö baöherb., flísar á gólfum og fullfrágeng- inngaröur. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.