Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.12.1985, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Qupperneq 19
— Er mikill munur á því að spila fyrir fólk á dansleikjum eða fólk, sem statt er á bjórkrá? „Maður er vissulega verndaðri á böllunum, því á pöbbunum er maður bókstaflega ofaní fólkinu, sem er að skemmta sér. A pöbbunum reynum við að spila þægilega tónlist, sem við hugsum sem eins konar bakgrunn fremur en að við búumst við að fólkið sitji þarna þegjandi og hlusti á okkur. Það kemur hins vegar að því, þeg- ar líða tekur á kvöldið, að farið er að heimta Önnu í Hlíð. Við erum hins vegar gallharðir á því að spila það lag ekki næstu árin, þó það sé ekkert út á það að setja sem slíkt." — Hvað gerir nú kœrastan afsér á meðan þú stendur í öllum þínum stórrœðum? Hún hefur vonandi góða vinnu og mörg áhugamál? „Já, já. Hún vinnur niðri á Eimskipi, á lyftara! Nei, annars, í alvöru talað. Hún er ritari, heitir Sjöfn Kjartansdóttir og er tveimur árum yngri en ég. Hún var í kórnum hjá mér þegar ég fór að sverma fyrir henni. Þetta er fyrsta stelpan, sem ég lagði í að bjóða í bíó. Því hafði ég ekki þorað fyrr. Það hefði verið svo erfitt að vera bú- inn að manna sig upp í að hringja, en fá síðan neikvætt svar.“ — Hún hefur sem sagt líka gaman af tónlist? „Já, hún er nýbyrjuð að læra á þverflautu. Eg gaf henni nefnilega eina slíka þegar hún varð stúdent. Mér fannst að það hljóðfæri myndi henta henni vel. Hún „neyddist" því til að fara að læra á flautuna! Nei, hún er í rauninni mjög næm og ég vissi að hún gæti lært á hvaða hljóð- færi sem væri.“ — Nú sá ég einhvern tímann afar neikvcett les- endabréfum þig í Velvakanda. Tókstu það nœrri þér? „Já, ég gerði það. Ég man enn að það var ein- hver Helga, sem var skrifuð fyrir því. Hún sagð- ist aldrei hafa heyrt annað eins bull og þættina mína.“ — Er ekki hœgt að setja svona lagað á afvik- inn stað í sálinni og láta það engin áhrif hafa á sig? „Þetta hefur nú áhrif, það er engin spurning. En það er sldljanlegt að ég fari í taugarnar á sumu fólki. Ég hef alltaf verið þannig að annað hvort kann fólk við mig eða ekki. Mér finnst það líka ágætt, því ég hef engan áhuga á að vera ein- hver, sem aldrei er minnst á. Hugsaðu þér bara, ef maður væri árum saman með þætti án þess að nokkrum fyndist ástæða til þess að minnast á það! Þetta ákveðna lesendabréf varð hins veg- ar til þess að ég fékk töluvert af bréfum og mjög mikið af upphringingum frá fólki, sem var ósam- mála sjónarmiði bréfritarans. Ég fékk meira að segja stóra mynd af mér, sem einhver hafði teiknað — með baráttukveðju." — En veröur þú var við að kjaftasögur séu í gangi um þig? „Já, samkvæmt þeirri nýjustu keypti ég hluta- bréf í Helgarpóstinum fyrir 50 þúsund um dag- inn. Svo frétti ég einu sinni að ég hefði lent í hroðalegu bílslysi fyrir utan ýmislegt smáræði sem berst mér til eyrna af og til. Annars er mað- ur víst sjálfur síðastur til að frétta svona lagað." — Framtíðaráform og draumar, Jón? „Það yrði óendanlegur listi. Mér endist örugg- lega ekki ævin til þess að koma því öllu í verk.“ Þetta svar varð til þess að blaðamaður ákvað að láta staðar numið, enda orðinn lítill friður fyr- ir óstöðvandi símhringingum. Við kvöddumst á táknmáli og Jón Ólafsson var skilinn eftir í miðju símtali. Hann virtist ætla að hafa það af að segja „NEI, ég hef því miður ekki tíma til þess." Ég hitti þarna tvo landsliðsmenn í handknatt- leik og Guðjón, „hægri hönd“ Bogdans lands- liðsþjálfara, því ég samdi tvö lög fyrir handbolta- landsliðið og þeir sungu þau inn á plötu. Við vor- um á þessum fundum.að ganga frá ýmsu fyrir út- gáfuna. Ég get leyft þér að heyra annað lagið, en platan er ekki komin út ennþá. Þeir eru nú ekki eins og 14 Fóstbræður, en þeir gefa sig alla í retta.“ Að þessu sögðu, rýkur Jón á fætur og dregur ireykinn fram laglegasta plötuumslag og réttir mér. Hann setur hljómplötuna undir nálina af ærni hins þrautþjálfaða manns. Síðan hækkar lann í „græjunum" og veggirnir titra við söng andsliðskappanna. (Hvort ætli nábúar Jóns séu ;vona tillitssamir, eða heyrnarsljóir?) — Finna dagskrárgerðarmenn á rás 2 fyrir brýstingi frá innlendum hljómplötuútgef- mdum? „Já, en það eru þó aðallega listamennirnir ;jálfir, sem hafa samband við mann. Þetta er mðvitað mjög skiljanlegt, en getur verið helvíti srfitt, því er ekki að leyna. Núna í augnablikinu ir ástandið t.d. alveg óbærilegt, enda margar úötur að koma út. Ég verð þó að öllum líkindum meira var við þetta en flestir aðrir dagskrár- gerðarmenn, vegna þess að ég sé einnig um poppsíðuna og unglingaefni í Morgunblaðinu. Þessir aðilar geta líka skírskotað til þess að ég hef staðið í þessu sjálfur. Manni er gefin platan, án þess að maður sé beinlínis beðinn um að spila hana, en það skilst. . . Sjálfur bað ég hins vegar ekki kunningja mína á rás 2 um að spila plötuna með Possibillies. Ég vil að fólk spili mína tónlist, ef það langar raun- verulega til þess að hlusta á hana. Annars ekki. Það myndi eyðileggja gjörsamlega fyrir mér ánægjuna af að heyra hana spilaða, ef ég hefði beðið um það sjálfur." — Hvaða tegund tónlistar setur þú á fóninn, þegar þú þarft einungis að geöjast honum Jóni Ólafssyni og engum öörum? „Það fer algjörlega eftir því hvernig liggur á mér, en oft er það jazz, Bítlarnir, Stranglers og fleira og fleira. Þegar maður er með þætti á rás 2, skrifar um tónlist í Moggann, æfir og útsetur fyrir kór, og spilar á pöbbum ... ja, þá hlustar maður eiginlega á allt.“ — Ertu úr tónelskri fjölskyldu? „Já, það má segja það. Pabbi var gítarleikari í — Eru öll áhugamálin tengd fjölmiðlun og tónlist, ef íþróttirnar eru undanskildar? „Ja, það er t.d. enginn tími fyrir bóklestur eða slíkt, en ég kemst stundum í bíó. Það fer tölu- verður tími í það að skrifa greinar og taka viðtöl fyrir Morgunblaðið, síðan eru það útvarpsþætt- irnir, kórinn og tónlistarflutningur okkar Stefáns á öldurhúsum bæjarins. Já, og auk þess að út- setja fyrir og æfa kórinn, þá æfi ég líka hljóm- sveit, sem spilar undir. Þú sérð því að tómstundir eru hreinlega ekki til staðar og því ekki pláss fyr- ir fleiri áhugamál, ekki síst núna á meðan við er- um að koma hljóðverinu okkar á laggirnar. Ég á líka við það vandamál að stríða að geta helst ekki sagt NEI. Þó er ég aðeins að skána með þetta. Nú líður tæpast sá dagur að ég neiti ekki einhverju, sem ég er beðinn um að gera. Helst vildi ég auðvitað geta sinnt öllu, sem upp kemur, en þá þyrfti ég að verða mér úti um fleiri klukkustundir í sólarhringinn." JÓN ÓLAFSSON ÚTVARPSMAÐUR HLJÓÐFÆRALEIKARI LAGASMIÐUR OG ÍÞRÓTTAUNNANDI í HP-VIDTALI Lúdó-sextett og mamma er mjög góður píanó- leikari, þó hún sé að mestu hætt að spila núna. Svo spilaði afi minn líka á píanó. Þetta nær tölu- vert aftur í ættir.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.