Helgarpósturinn - 05.12.1985, Page 23

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Page 23
iÍ^^^^argir urðu fyrir sárum vonbrigðum síðastliðinn sunnudag, þegar auglýst afmælisdagskrá rás- ar 2 féll niður af „óviðráðanlegum" ástæðum, að því er sagt var. Staðið hafði til að útvarpa frá því kiukkan átta um kvöldið og fram eftir nóttu, en fregnir herma að ekki hafi unnist tími til að undirbúa þáttinn, þó hann hafi „slysast" í dagskrána, eins og einn starfsmanna rásarinnar komst að orði. Þetta þykja mönnum undar- leg vinnubrögð og ekki beinlínis rásinni til sóma.. . lEins og yngstu lesendur þess- ara dálka vita manna best, ákváðu dagskráryfirvöld á rás 2 að skera hálftíma framan af morgunþáttun- um í fyrrihluta hverrar viku. Nú um nokkurra mánaða skeið hefur svo barnaefni hljómað á þessum út- sendingartíma, sem er í sjálfu sér gott þar sem alltaf er svo að öll börn komast ekki í skólann á hverjum degi til dæmis vegna veikinda og sést af þessu hvað yfirmenn út- varpsins hugsa vel um þarfir jafnt smæstu og stærstu viðskiptavina sinna! En þetta hefur sínar afleiðing- ar: Stranglega er bannað að auglýsa svo börnin heyri og hefur því þurft að hliðra til og fella niður þá aug- lýsingatíma sem annars eiga inni í hverjum klukkutíma af útsendingu rásarinnar. Kvótinn í þeim efnum hefur verið þrisvar sinnum þriggja mínútna innskot á klukkustund, en þar sem barnaefnið varir núna í hálfan fyrsta klukkutíma af útsend- ingu rásarinnar á mánudögum og þriðjudögum, er nú svo komið að eitt þessara innskota hefur verið fellt alveg niður, en hinum tveimur þröngvað með fárra mínútna milti- bili inn á hálftímann sem eftir er. Áætlað tekjutap rásarinnar af þess- um tilfæringum mun nálgast 80 þúsund á viku, sem gerir þá líkast til eitthvað yfir 300 þúsund í jólamán- uðinum... l haust auglýsti jafnréttisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar eft- ir starfskrafti til þess að annast fram- kvæmd samnorræns verkefnis á Akureyri. Nú hefur Valgerdur H. Bjarnadóttir, fyrrum forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, verið ráðin til þess að hafa umsjón með þessu verki, sem gert er ráð fyrir að taki fjögur ár. Markmið verkefnisins er að auka fjölbreytni í náms- og starfs- vali kvenna, hvorki meira né minna, og mun Valgerður því koma til með að vinna í nánum tengslum við skólayfirvöld og atvinnurekendur á svæðinu. Samskonar starf verður unnið á öllum Norðurlöndunum á næstu árum og niðurstöðurnar síð- an kynntar i Norðurlandaráði. . W ið höfum áður sagt lesend- um okkar frá afrekum Flokks mannsins á erlendri grundu. I okt- óber héldu nokkrir félagar frá Flokki mannsins til Finnlands og stofnuðu þar manngildisflokk sem heitir á finnsku Humanistinen Poulue. Ekki létu félagar úr Flokki mannsins þar við sitja heldur boð- uðu fagnaðarerindið ennfremur á Irlandi í byrjun nóvember. Og sjá: undirtektir íranna við komu hinna íslensku manngildisvina voru með fágætum. Flokkur var stofnaður á írlandi með 135 stofnfélögum í hinni frægu verkalýðshöll Liberty Hall. Flokkur mannsins lieitir á ensku The Humanist Party. Ekki láta hinir vösku íslendingar þar við sitja, heldur hafa nú boðið tveimur írum til fslands til að kynna sér flokksstarfsemina hérlendis. Komu þeir hingað fyrir nokkrum dögum og dvelja hér í 12 daga. Munu írarnir m.a. fara til Vestmannaeyja og kynna sér starfsemina og halda fundi og námskeið þar og hér í Reykjavík. Einnig munu þeir halda fyrirlestur í dag, fimmtudag, í Há- skóla íslands undir yfirskriftinni „Getur manngildisstefnan brúað bil- ið milli kaþólskra og mótmælenda á írlandi?" Eins og sést á þessari yfir- skrift ætlar Flokkur mannsins á fs- landi sér ekki lítið verkefni á ír- landi... SVEINN EGILSSON HF, Skeifunni 17. Sími 685100. SUZUKI HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.