Helgarpósturinn - 05.12.1985, Side 29

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Side 29
LISTAP Þegar hún Gunnjóna flutti með dýrin sín í bæinn: Fyrirmyndin íslensk en líkist þó ömmu minni — segir Brian Pilkington teiknari um bók þeirra Ingibjargar Sigurðardóttur „Blómin á þakinu" fílónm Jxikim, Hjónin Brian Pilkington og Ingibjörg Sigurðardóttir hafa sent frá sér barnabók: „Skemmtilegast að vinna fyrir börn á öllum aldri." ,,Þaö tók mig þrjá og hálfan mán- ud ad vinna teikningarnar í þessa bók. En hins uegar vann ég svo vel og lengi í þennan tíma að í klukku- tímum mœlt mun vinnslan nema um fjórum mánubum." Þessi orb falla af vörum Brian Pilkington, hins virta teiknara og bókaskreytis. Hann hefur myndskreytt texta eigin- konu sinnar Ingibjargar Sigurbar- dóttur og hefur afrakstur þeirra hjóna tekib á sig fallega og skemmtilega myndí bókinni „Blóm- in á þakinu" sem Mál og menning gefur út þessa dagana. Brian er breskur en hefur eftir sjö ára dvöl hérlendis áunnið sér varan- legt nafn i íslenskri bókaútgáfu. HP spjallaði við Brian í tilefni útkomu bókarinnar. „Ég vinn yfirleitt allar myndir eftir minni og notast sárasjaldan við fyr- irmyndir. Ég sit bara við teikniborð- ið og teikna beint út úr höfðinu. En stundum lendi ég í erfiðleikum eins og þegar ég þurfti að teikna kú í þessa bók. Ég gat bara alls ekki munað hvernig íslensk kýr leit út. Svo ég þurfti að ná mér í ljósmynd af belju. Allar Reykjavíkurmyndirn- ar vann ég eftir minni, og eins alls konar skýjamyndir sem ég er mjög veikur fyrir. Mér finnst gaman að teikna og mála himin í mismunandi blæbrigðum. íslenski himinninn er alveg ójýsanlegur!“ Og Brian heldur áfram hæglátur og hóvær eins og honum er lagið: „Myndirnar í Blómin á þakinu eru unnar með vatnslit og guash. Ég hef afar gaman af barnabókum og vinn helst fyrir börn á öllum aldri.“ Blómin á þakinu vakti mikla at- hygli á bókasýningu í Hamborg ný- verið og hefur verið ákveðið að gefa hana út á átta tungumálum. Aður hafa íslenskar barnabækur sem Brian hefur myndskreytt vakið at- hygli erlendis og verið gefnar út á mörgum tungum. Það má því segja að besta landkynning okkar í bóka- gerðarlist þessa stundina sé bresk. Sjálfur segist Brian hafa mikið auga fyrir íslenskri náttúru og vinna bækur sínar þannig að íslenskra áhrifa gæti sem allra mest. „Bækur sem gerast á íslandi verða að hafa ís- lenskan anda,“ segir Brian. Blómin á þakinu fjaliar um ömm- una Gunnjónu sem flytur úr einbýli í bæinn og tekur með sér dýrin sín. Híbýli hennar í Reykjavík verða því um margt sérkennileg. „Fyrirmyndin að Gunnjónu er sótt í lifandi íslenska konu,“ segir Brian. „Teikningar mínar af henni líkjast hins vegar meira minni eigin ömmu á Bretlandi," segir þessi snjalli breski teiknari sem fyrirhugar skreytingar við margar aðrar bækúr og er með mörg verkefni í höndunum sem við bíðum spennt eftir að sjá. -IM BÓKMENNTIR Mögnud og þaulhugsuð saga Einar Kárason Gulleyjan Mál og menning 1985. Þessi nýja saga Einars Kárasonar er eins konar sjálfstætt framhald síðustu sögu hans, Þar sem Djöflaeyjan rís, en sú kom út fyrir tveimur árum. Eins og þar er sögusviðið braggahverfi í Reykjavík, Thulekampur, en nú er komið að endalokum hans og árunum í kringum 1960. Hér er Gamla húsið miðdep- ill alheimsins, aðalpersónurnar eru húsráð- endur þar, Karólína spákona og kaupmaður- inn Tommi, ásamt dótturbörnunum Badda, Danna og Dollí með eiginmanni. Sögunni er skipt í þrjá hluta, í fyrsta og öðr- um segir frá „árunum gullnu í sögu fjölskyld- unnar“, í þriðja hefst niðurrif braggahverfis- ins sem lýkur með því að Gamla húsið er jafnað við jörðu, kastað nokkrum rekum moldar og lagt grænt torf yfir reitinn þar sem það stóð. Og úti er ævintýri, veröld sögunnar er ekki lengur til. Þarna ætti lesandinn að gleðjast yfir út- rýmingu heilsuspillandi húsnæðis, bælum lasta og spillingar, drykkjuskapar og ofbeld- is, og þakka sínum sæla fyrir núverandi næt- urfrið i Vesturbænum því sannarlega inni- heldur sagan svakalegar lýsingur á lífinu í Thulekampi. Þess í stað liggur við honum finnist hann hafa horft á jarðýtur slétta yfir frumskóg, grimman, furðulegan og fram- andi en ævintýralegan og dulúðugan, enda segir að börnin úr Gamla húsinu flutt í ný- tísku blokkaríbúð, hafi minnst þess sem „horfinnar Paradísar". Slíkur er galdur sögunnar. Því Einar af- hjúpar ekki þetta samfélag til að útrýma því, enda búið að því fyrir hans minni, fremur að reisa því minnisvarða, (eins og raunar er gert á einum stað í sögunni), segja áhrifamikla sögu, galdra fram og magna upp stemmning- ar, ýkja, stækka og draga fram persónur og atburði sem tengjast hetjusögum, ævintýr- um og goðsögnum, og miðla þannig sígild- um sannindum um líf og dauða, draum og veruleika, hamingju og óhamingju, einsemd manneskjunnar og hvað veit ég? Öllu þessu tengjast svo séríslenskar samfélagsbreyt- ingar, lýst með galsa og skopi sem þó fylgir nokkur alvara. Og ekki dettur mér í hug að við fyrsta lestur hafi ég náð í skottið á öllu sem fólgið er í þessari sögu, í líkingum, tákn- um, vísunum í aðrar bókmenntir, ljóðrænum þönkum sögumanns, dagbóicarbrotum Danna o.s.frv. Hér blandast gömul og ný frásagnarlist, munnleg og bókleg. Hugleiðingar sögu- manns um lífið á ísaköldu landi hafa ein- kenni nútímaljóða, nýstárlegt myndmál í bland við hefðbundna ljóðrænu (sjá t.d. bls. 10—11). Hann er alvitur, eða amk. ákaflega fróður, hefur yfirlit yfir alla sögu fjölskyld- unnar, veltir vöngum yfir henni, stekkur til og frá í tima og rúmi eftir ýmsum hugsana- tengslum, líkt og fólk gerir í samræðum eða sagnaskemmtun í góðra vina hópi, lítur í huga persóna eða getur sér til um það hvað þær séu nú að hugsa, jafnvel svo að þær virð- ast allt í einu komnar með orðið án þess hafi verið getið. Þá klippir hann inn í frásögnina blaðafregnir, brot úr dagbókum og fundnum pappirum og prósaljóð þar sem ekki er endi- lega ljóst hver hefur orðið, og bregður sér í gervi íþróttafréttamanns sem lýsir atburðum beint svo að slagsmál í fylliríi verða að æs- andi hnefaleikakeppni. Hann notar sér þá eldgömlu tækni góðra sögumanna að ýkja, færa í stílinn, úr rottuplágunni magnar hann t.d. upp stemmningu óhugnaðar og feigðar- boða. Úr öðrum atburðum verða til farsar og skrumskældar skopmyndir, s.s. austurferð Dolliar ög Grettis, gróðabralli Fíu og Tóta og jólagjöfum þeirra í Gamla húsinu sem eru fáránleg hliðstæða við góðverk ríka fólksins í óteljandi sögum. Forspár íslendingasagna eru líka mættar til leiks, ásamt vísunum í örlög hetja og vitr- inga. Og formgerð og persónusköpun goð- sagna og ævintýra skín alls staðar í gegn. I upphafi tekur sögumaður lesandann við hönd sér og leiðir hann inn í Thulekamp, gegnum kóf svo þétt að menn tapa öllum átt- um, þangað sem íbúar Gamla hússins sitja kringum eld tveggja vasaljósa. Um leið er eins og þeir hafi gengið í björg, undirheima eða útilegumannabyggð líkt og persónur þjóðsagnanna sem villast í þokunni. Veröld- in fyrir utan verður fjarlæg og óraunveruleg, maður rekur eiginlega upp stór augu þegar berst í tal að börnin gangi í skóla. Að vísu berast þaðan fréttir af og til, svo sem af við- brögðum fólks við einstökum úthlaupum hverfisbúa til frægðar og frama, jafnvel rána, eða einhverri afskiptasemi sem er litin illu auga og sýnir einfeldni og þröngsýni, s.s. kattadrápið sem veldur rottuplágunni. í þessum heimi er Gamla húsið höllin og virkið, þar sem allir finna öryggi, heimilis- lausir fá veturvist og brugðið er huliðshjálmi yfir útlaga á flótta undan byggðamönnum. Karólína er drottningin, ættmóðirin sem öllu ræður, völva og norn sem skapar mönnum örlög. Eins og spekingurinn Njáll sér hún ógæfuna fyrir en kallar hana samt yfir sig sjálf með ráðsmennsku sinni, sendir ættar- laukinn í dauðann. Það er því ekki út í bláinn að vísað er í brunann á Bergþórshvoli þegar eyðingin hótar Gamla húsinu og sá mögu- leiki er viðraður að halda hetjusögunni áfram. Baddi er prinsinn, uppáhaldsbróðir ævin- týranna sem aldrei þarf að dýfa hendi í kalt vatn, „sonur sólarinnar" fyrir hverfisbúum sem fagna honum sem þjóðhöfðingja þegar hann nær í drottninguna og haldið er kon- unglegt brúðkaup. „Hér blandast saman gömul og ný frásagn- arlist, munnleg og bókleg. Hugleiðingar sögumanns um llfið á ísaköldu landi hafa einkenni nútímaljóða, nýstárlegt myndmál I bland við hefðbundna Ijóðrænu," segir Guðrún Bjartmars- dóttir m.a. um nýja skáldsögu Einars Kára- sonar, Gulleyjuna. eftir Guðrúnu Bjartmarsdóttur Danni er Öskubuskan, Kolbítur fornsagn- anna, í fyrstu tröllvaxinn einfeldningur sem liggur í skoti sínu feiminn og fyrirlitinn, rís svo upp fullsköpuð hetja og skyggir gjörsam- lega á eldri bróðurinn. En í stað þess að halda áfram með ævintýrið og tryggja eilífa hamingju fjölskyldunnar gengur Daníel inn í goðsögnina um íkarus. Sá ætlaði að flýja úr fangelsi með hjálp vængja sem faðir hans smíðaði en flaug of nærri sólinni í fögnuði sínum — eða ofmetnaði — og hrapaði til jarð- ar. í síðasta hluta sögunnar ganga allir útúr ævintýrinu inn í veruleikann. Höllin hrynur, undirheimadrottningin verður venjuleg kell- ing í fátæklegu húsi (eins og ég man raunar eftir henni), prinsinn kunnáttulaus strákling- ur sem óar við að feta slóð afans sem fjöl- skyldufaðir og fyrirvinna og kennir ömm- unni og öðrum konum um ógæfu sína. í þess- um þrengingum er það vinnuþjarkurinn Tommi sem blífur, sá sem neðstur var á vin- sældalistanum hjá spákonunni. Það er líka hann sem með elju og útsjónarsemi hefur staðið undir öllu ævintýralífinu, miklu frem- ur en Ameríkuauðurinn sem mestur ljómi var yfir. Hann er kominn að þeirri niður- stöðu að best sé að eiga ekki neitt, sýnir Dollí fullkomna fyrirlitningu þegar hún reynist kona ágirndar og efnishyggju. í þessu má vitanlega sjá vissan boðskap eða amk. gildismat og raunar er auðvelt að skoða flest þetta fólk sem fulltrúa ákveðinna hópa, stétta eða kynslóða. Hjónaband og austurferð Dollíar og Grettis bjóða t.d. upp á það, Dollí með vasaklútinn fyrir nefinu vegna bræðslulyktarinnar og ofnæmi fyrir náttúrunni eins og hún leggur sig, kemst ekki upp á vörubíl í sínu þrönga pilsi, fyrir- lítur landsbyggðar- og erfiðismanninn Gretti en leggur tekjurnar hans á bankabókina sína meðan hún lifir á Tomma gamla. Fía og Tóta eru einlit tákn auðsöfnunar og gróðafíknar, sonur þeirra krypplaðri á sálinni en óreiðu- börnin úr braggahverfinu, dreymir um að innrétta píningarklefa og murka þar lífið úr fólki, foreldrum sínum fyrstum allra. Andstæðan er Gógó sem vinnur ekki og spinnur ekki heldur, segir að maður eigi aldrei að hafa áhyggjur af drasli eins og pen- ingum. Flýtur á kæruleysi og kynþokka og kemst upp með að gabba fé út úr aðdáend- um sínum, flögrar loks útúr sögunni á vit nýrra ævintýra þegar veldið hrynur. Svona mætti lengur telja en hér skal staðar numið og Einari óskað til hamingju með magnaða og greinilega þaulhugsaða sögu. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.