Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 25
Tólf daga bókmenntadag- skrá í Hlaðvarpanum! Á sýningu Jeftrey Vallance er m.a. að finna tuttugu teikn- ingar sem hann vann út frá þeim áhrifum sem hann varð fyrir á Islandi 1984. 1 ft* D Bandaríkjamaðurinn Jeffrey Vallance sýnir í Nýlistasafninu Tímanna ólíku tákn Dagana 19,—30. maí munu Hlað- varpakonur standa fyrir yfirgrips- mikilli bókmenntadagskrá í kvennahúsunum að Vesturgötu 3 und- ir yfirskriftinni Konur og bœkur. Á hverju kvöldi (um helgar að degi til) verður dagskrá sem að öðru jöfnu er byggð á verkum tiltekins rithöf- undar afkyninu kona. Yfirleitt hefst dagskráin á erindi um verk höfund- arins og á eftir fer upplestur úr verk- um hans. Parna verða m.a. teknar til umfjöllunar Hulda, Karen Blixen, Ásta Sigurðardóttir og Jakobína Sigurðardóttir. Því er upplagt fyrir bókmenntaunnendur að planta sér í Kjallaraleikhúsið þessi kvöld kl. 20.30 að afloknum meltingarspássi- túr út við sundin blá. Samtímis fer fram í Hlaðvarpanum bókasýning og bókamarkaður á verkum eftir konur. Sögustund verður fyrir börn á hverjum degi kl. 17.15. Mánudaginn 19. verður riðið á vaðið kl. 16.00 með kynningu á bókaforlaginu Bríeti og lesið upp úr viðtalsbók Kristínar Bjarnadóttur, Reyndu það bara. Um kvöldið kl. 20.30 mun Guðrún Kvaran starfs- maður Orðabókar Háskólans, halda erindi undir yfirskriftinni „Olyginn sagði mér" og að því loknu munu félagar úr Félagi íslenskra leikara lesa úr ýmsum verkum. Þriðjudaginn 20. maí verður sögu- stund fyrir börn kl. 17.15 og um kvöldið kl. 20.30 mun Helga Kress halda fyrirlestur um kvennamenn- ingu og hrun hennar að fornu undir yfirskriftinni ,,Nú mun hún sökkv- ast". Að honum loknum munu Anna Einarsdóttir og Bríet Héðinsdóttir sjá um upplestur. Miðvikudaginn 21. verður sögu- stundin á tilsettum tíma og kvöldið verður svo tileinkað Svövu Jakobs- dóttur. Höfundur les úr verkum sín- um en síðan munu Edda Þórarins- dóttir og Sigurður Karlsson sjá um leiklestur. HP hafði samband við Guðrúnu Kvaran til að grennslast fyrir um er- indi hennar á mánudagskvöld. Hún sagði að Hlaðvarpakonurnar hefðu ekki viljað einblína á bókmenntir, gjarnan viljað fá eitthvað um konur og mál. Það hefði hins vegar ekki verið athugað hérlendis á nokkurn hátt. „Mér datt í hug að taka þetta á tvennan hátt,“ sagði Guðrún. „Fyrst að athuga orð sem hafa verið notuð um konur allt frá því á söguöld, t.d. kvenkenningar í Snorra-Eddu — kenningasmíð hefur síðan haldið áfram allt fram á okkar daga. En megináhersluna ætla ég þó að leggja á áhrif bókmennta á nafngift- ir. Sögur geta allt að því drepið nöfn eða gert þau óbrúkhæf vegna þess að sögupersónurnar sem bera þau eru t.d. afkáralegar eða illkvittnar. Þar má nefna Gróu á Leiti. Annað dæmi er Grasa Gudda sem er dálítið spaugileg. Gudda hafði áður verið mjög algeng stytting á Guðríði og ekkert þótt neikvætt við hana. En eftir að Grasa Gudda kom fram í Skugga-Sveini Matthíasar fór að þykja neikvætt að nota þessa stytt- ingu og upp komu ýmis orð eins og guddugan sem merkir flýtir, fálm og flan, og guddusopi. Það merkir sopa milli máltíða þar sem konur eiga að vera að skrafa, stundum kerlinga- skvaldur í heldur neikvæðri merk- ingu. Svo er hitt sem er algengara að persónur í sögum og ljóðum gera nöfn ákaflega vinsæl. Þegar menn fóru að syngja hér Erla, góða Erla rýkur Erla upp í það að verða fimmta vinsælasta nafnið úr engu. Svipað er með Kolbrúnu út frá Kol- brún, mín einasta sem var sungið af mikilli tilfinningu. Þá mætti nefna Viktoríu Knuts Hamsun og mörg fleiri nöfn." Síðastliðin tvö ár hefur Guðrún Kvaran unnið ásamt Sigurði Jóns- syni frá Arnarvatni að bók um sögu, uppruna og merkingu mannanafna. Hún segist í framhjáhlaupi hafa far- ið að velta fyrir sér ofangreindum hlutum þar sem ýmis dæmi hafi ver- ið svo sláandi. Þau Sigurður hafa t.d. unnið ýmsar skýrslur upp úr þjóð- skránni. Þaðan hafi hún tíðnina á nöfnunum sem allt í einu tóku kipp. Að sögn Guðrúnar er bókin vel á veg komin. JS Á nk. föstudag 16. maí kl. 20 opn- ar Bandaríkjamaðurinn Jeffrey Vallance sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg á 30 teikningum, verk- um máluðum beint á vegg, svo og svokölluðum „mirror installations". Vallance er fæddur í Kaliforníu ’55 og útskrifaðist úr Otis Art Institute í Los Angeles ’81. Hann er talsvert þekktur í heimalandi sínu og hefur haldið fjölmargar sýningar þar og erlendis, og búið víða, svo sem í Dakar og Senegal, enda er hann af- ar hugfanginn af frumstæðum menningarsamfélögum, svo og því hvernig ólíkum menningaráhrifum slaer saman. 1 myndasyrpum sínum fæst Vall- ance við þjóðfélagsleg tákn allt frá „upphafi” menningar til nútímans, allt frá frumstæðum teikningum og útskurði til auglýsingagerðar, það hvernig tákn frá ýmsum tímum blandast saman í menningu dagsins í dag. Fyrir tveimur árum dvaldi Vall- ance um hríð á íslandi og fannst slá- andi hversu frjóu lífi gömul og ný tákn virtust lifa hlið við hlið; einnig t.d. hvernig amerísk skyndibita- staðamenning hefði gegnsýrt þjóð- lega menningu. Þá varð Jeffrey Vall- ance frá sér numinn af íslenskri náttúru og kvenfólki. Á sýningu Valiance í Nýlistasafn- inu er m.a. að finna tuttugu teikn- ingar sem hann vann út frá þeim áhrifum sem hann varð fyrir hér 1984. Sýningin er opin frá kl. 16—20 virka daga og frá kl. 14—20 um helgar. Hún stendur yfir til 25. maí. JS KVIKMYNDIR Stórbrotid Regnboginn: E la nave va. (Og skipið siglir.) ★★★★ ítölsk/frönsk. Árgerð 1983. Leikstjórn: Federico Fellini. Handrit: Federico Fellini og Tonino Guerra. Kvikmyndun: Giuseppe Rotunno. Kvikmyndun: Gianfranco Plenizio. Aðalhlutverk: Freddie Jones, Barbara Jefford, Victor Poletti, Peter Cellier, Fiorenzo Serra, Pina Bousch o.fl. E la nave va mun vera 18. kvikmynd meist- ara Fellinis. Hún var tekin upp á 14 vikum, með 120 leikurum, ásamt hundruðum stat- ista. Fyrir kvikmyndina voru byggðar einar 40 sviðsmyndir og voru ekki færri en 8 stúdíó í Cinecitta í Róm undirlögð, á meðan á töku myndarinnar stóð. Júnímorgun nokkurn árið 1914 leggur skemmtiferðaskipið Gloria N úr höfn. Um borð eru helstu óperu- og kabarettskemmti- kraftar Evrópu á þessum tíma, ásamt greif- um, stórhertogum og öðrum vellauðugum velunnurum evrópskrar leikhúshefðar. Til- gangur ferðarinnar er að fylgja til hinstu hvílu mestu óperusöngkonu allra tíma, Edmeu Tetuas, en hinsta ósk hennar var að ösku hennar yrði dreift við sólarupprás úti fyrir ströndu eyjarinnar Erimo, en þar mun sú mæta kona hafa verið fædd og uppalin. Sögumaður okkar er blaðamaðurinn Or- lando (Freddie Jones). Hann leiðir okkur skref fyrir skref um völundarhús þessa gríð- armikla skips og kynnir okkur fyrir hinum ýmsu persónum verksins: Hinum prúðbúna aðli, sem ranglar stefnulaust um glæsta sali á efri þiljum skipsins, og síðan kynnumst við einnig lífskjörum þess fólks, sem með brauð- striti sínu, jafnt í eldhúsi sem í vélarrúmi skipsins, sér um að halda þessari marg- slungnu vistfrœðilegu keðju gangandi. Það sem er einna athyglisverðast við þessa stórbrotnu allegoríu meistara Fellinis er hversu fádæma vel honum hefur tekist að endurskapa þann tíðaranda, sem myndinni er ætlað að lýsa. E la nave va hefst t.d. sem svart/hvít, þögul mynd og er þessi upphafs- sena einskonar þriðjupersónufrásögn, sem lýsir lífinu á hafnarbakkanum skömmu áður en skipið leggur úr höfn. Skref fyrir skref eru áhorfendur síðan dregnir inn í atburðarás- ina: Fyrst með því að hljóð er sett við mynd- ina, myndmálið þróast síðan hægt úr hinum eftir Ólaf Anganíýsson og Sigmund Erni Rúnarsson stirðbusalegu heilmyndarlýsingum þöglu- myndanna yfir í nútíma myrldmál, og loks fá myndirnar lit, í þann mund er Orlando hefur fyrstupersónufrásögn sína með því að beina orðum sínum beint til áhorfenda. Annað atriði, er varðar hin meistaralegu stílbrögð Fellinis í kvikmyndinni, er, að hann hefur valið að taka alla myndina upp á sviði fremur en í raunverulegu umhverfi, og gildir þetta jafnt um úti- og innisenur. Hafið (lífið sjálft), sem umlykur skipið (staðgengil hinn- ar vestrœnu menningarheildar) er m.ö.o. risastór silfraður dúkur, er byltist um í bak- grunninum, og tunglið ljóskeila úr 1000 watta Ijóskastara, sem varpað er á roðagyllt- an himininn, sömuleiðis málaðan á strekkt- an léreftsdúk. Þessi mjög svo frumlega og umfram allt stórfenglega sviðsetning gerir það síðan að verkum, að persónur verksins standa uppi gjörsamlega berskjaldaðar, jafnt fyrir okkur áhorfendum, sem og þeim tor- ræða „raunveruleika", sem þær þurfa að kljást við á meðan á ferð skipsins stendur. Ó.A. Miskunnarleysi Tónabíó: Salvador ★★★ Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðandi: Gerald Green og Oliver Stone. Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit: Oliver Stone og Richard Boyle. Kvikmyndun: Robert Richardson. Aðal- letkarar: James Woods, Jim Belushi, Elpedi Carillo, John Savage, Michael Murphy og Cindy Gibb. Oliver Stone er samur við sig. Ofbeldið er yrkisefni hans sem fyrr. Þessi höfundur mynda á borð við „Midnight Express” sem Alan Parker stýrði, „Scarface” með A1 Pac- ino og nýjustu Cimino-myndina „The Year of the Dragon" með Mickey Rourke í titilrullu, hefur að þessu sinni lagt ímyndunaraflinu (!) en notað í þess stað raunveruleikann. Sviðið er Salvador árið sem hægriöfga- sveitirnar drápu Romero erkibiskup. Sagan er sönn vegferð uppgjafa blaðamanns um þetta stríðshrjáða ríki þar sem hann er sum- part að freista þess að ná aftur fyrri reisn í faginu og sumpart að leita bara uppi nógu fjörleg ævintýri. Þetta er kærulaus sukkari, eftirminnilega leikinn af James Woods. Kostir Salvador eru einkum þrír. Hún er nöturlega nærri raunveruleikanum í nostur- samlegri umgjörð sinni. Leikurinn er yfirleitt mjög góður og afbragð í tilviki Woods. Kvik- myndatakan er listfengin. Gallarnir eru helstir þeir að á köflum er Stone ekki haldið nógu nærri jörðunni, viðbjóðurinn vellur taumlaust fram og hættir fyrir bragðið áð virka. Með meira hófi hefði hann undirstrik- að betur þær þjáningar sem Salvador stend- ur fyrst og fremst fyrir. Fyrir utan þetta er myndin einfaldlega of löng. Og fráleitt frum- leg. Hér er engu að síður um gott verk að ræða. Það er athyglisvert fyrir það miskunn- arleysi sem ríkir báðum megin linsunnar og þá fagmennsku sem ræður framsetningunni, oftast nær. -SER. Langdregiö Bíóhöllin: Fandango. (Allt snargeggjað.) ★ Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi: Tim Zimmerman. Leikstjórn og handrit: Kevin Reynolds. Tónlist: Alan Silvestri. Kvikmyndun: Thomas Del Ruth. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Judd Nelson, Sam Robards, Chuck Bush, Brian Cesak, Marvin J. Mclntyre o.fl. Fandango fjallar um hóp bandarískra ung- menna, sem eru að ljúka háskólanámi. Árið er 1971 og Viet-Nam stríðið í algleymingi. Það setur því strik í reikninginn, þegar nokkrir af ungmennunum eru kvaddir í her- inn. Af því tilefni takast þeir félagar ferð á hendur suður til landamæra Mexico, í þeim tilgangi að grafa þar úr jörðu forláta kampa- vínsflösku, er þeir höfðu í fyrndinni jarðsett við hátíðlega athöfn, daginn sem þeir gengu í fóstbræðralag. Þó svo að hugmyndin að gerð myndarinn- ar sé í sjálfu sér ekki svo vitlaus, þá nær höf- undur hennar einhvern veginn aldrei nógu góðum tökum á efninu. Myndin líður m.ö.o. hjá á tjaldinu, án þess að hrófla hið minnsta við hug áhorfenda. Því þó svo að leikur myndarinnar sé í flestum tilvikum með ágætum, þá er handritið í alla staði svo illa undirbyggt, að stemmningin sem höfundur hefur í upphafi ætlað að koma til skila, fer að mestu leyti forgörðum. Ó.A. Meöalmennska Háskólabíó, Með lífið í lúkunum (Grace Quigley): ★★ Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðandi: Golan <£ Globus. Leikstjóri: Anthony Harvey. Aðalleikarar: Nick Nolte og Katharine Hepburn. Það verður ekki mikið sagt um þá meðal- mennsku sem þessi mynd ber með sér. Handritið er framan af smellið en endist illa, hreint voðalega, ef maður er illa fyrir kallað- ur. Grace Quigley er gamalmenni sem nennir ekki að lifa lengur. Hún rekst á atvinnumorð- ingja að störfum og fær þar með hugmynd- ina að því hvernig öruggast sé að koma sér yfir móðuna. En hún á líka vini, sem svipað er ástatt fyr- ir. Lífsleiðinn er tiltakanlegur. Hún fær þann sem hún hafði þegar fengið til að drepa sig, til að drepa félagana fyrst. Og útkoman er bissness. Þetta er auðvitað dæmalaus vitleysa, en sumir kaflar hennar eru ágætlega skrifaðir, sérstaklega sum samtalanna. Meinfyndni þeirra og í sumum tilfellum aulafyndni er að skapi íslendinga. Allt yfirbragð verksins er hinsvegar ein- muna dauft, þrátt fyrir yfirskriftina; grín- mynd. Það er eins og aðstandendurnir hafi ekki haft neina tiltrú á efniviðnum. Hafi varla nennt þessu. Katharine Hepburn er þarna undanskilin. Henni er skemmt myndina á enda. Og leikur vel. Það var líka hún sem barðist fyrir því að þetta verk yrði gert, hver svo sem ástæðan er... -SER ---------------------------$----------- HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.