Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 31

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 31
FRÉTTAPÓSTUR Bráðabirgðalög í farmannadeilunni Á föstudag ákvað ríkisstiórnin að stööva verkfall undir- manna og skipstjóra á farskipum með bráðabirgðalögum eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum nóttina áður. Undirmenn og stjórn Skipstjórafélagsins funduðu um gerð- ardómslögin þegar eftir að þau voru birt og mótmæltu harð- lega þessari aðför að löglegum rétti sínum. Nú hafa farmenn á kaupskipaflotanum boðað yfirvinnubann frá og með kl. 17 næsta mánudag. Vinnuveitendur eru nú að kanna hvort þetta yfirvinnubann stenst lagalega. Þá hafa farmenn einn- ig boðað allsherjarverkfall frá og með 5. janúar á næsta ári eða skömmu eftir að bráðabirgðalögin falla úr gildi. Stjórnarkjöri Þróunarfélagsins frestaö vegna ágreinings Ekki horfir vænlega i samkomulagsátt hvað varðar stjórn- arkjör í Þróunarfélagi íslands. Aðalfundi félagsins var frest- að á þriðjudag um einn mánuð að tillögu dr. Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og fleiri, því ekki þótti sýnt að frið- samleg kosning gæti farið fram. Höfuðágreiningurinn stendur um það hvort Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra skuli einn fara með atkvæði ríkissjóðs, en ríkis- sjóður á 100 milljónir af liðlega 350 milljón króna hlutafé félagsins. Eru margir sjálfstæðismenn, þar á meðal formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, þeirrar skoðun- ar að forsætisráðherra hafi brotið munnlegt samkomulag frá sl. hausti, þess efnis að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins skuli fara með 50% atkvæða rikissjóðs. Vísitalan yfir rauða strikið Samkvæmt nýlegum útreikningum kauplagsnefndar er framfærsluvísitalan í mai 0,55% hærri en lagt var til grund- vallar við gerð kjarasamninga í febrúar sl. Launanefnd ASÍ, VSÍ og VMSS fundaði um málið á þriðjudagsmorgun. Nefndin tók enga afstöðu til hugsanlegrar kauphækkunar frá næstu mánaðamótum þótt vísitöluhækkunin hafi verið umfram viðmiðunarmörk samninganna. Var ákveðið að afla ákveðinna gagna um kaupmáttarþróun og efnahagsleg- ar forsendur frá Þjóðhagsstofnun, Seðlabankanum og fleiri aðilum. Námsmenn hyggjast stefna menntamálaráðherra Námsmenn hyggjast stefna Sverri Hermannssyni mennta- málaráðherra og eru tveir lögfræðingar að vinna að álits- gerð fyrir stúdenta um þessar mundir. Telja stúdentar að ráðherra hafi brotið lög þegar hann ákvað að frysta náms- lánin í upphafi þessa árs. 80% íslendinga á móti árásunum á Líbýu 80% íslendinga eru mótfallnir loftárásum Bandaríkja- manna á Líbýu en 14% þeirra eru árásunum fylgjandi, sam- kvæmt skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir sjónvarpið á dögunum. Afstaða íslend- inga er í samanburði við aðrar þjóðir mun skeleggari gegn verknaði Bandaríkjamanna. í V-Þýskalandi voru 75% mót- fallnir árásunum, 66% í Bretlandi, en 32% í Prakklandi og 21% í Bandaríkjunum. Á íslandi eru fleiri konur (87%) and- vígar árásunum en karlar (75%) og fólk á landsbyggðinni er í ríkari mæli (87%) andvígt árásunum en á Reykjavíkur- svæðinu (77%). Engin geislavirkni Aðeins örlítil geislavirkni mældist í rigningarvatni sem Geislavarnir ríkisins létu safna á Dalatanga og Kambanesi í síðustu viku. Magnið mældist 15 Bq í hverjum lítra, en í Bretlandi var samsvarandi tala 10.000 og samt talið undir hættumörkum. Eins og víða annarstaðar hefur innflutn- ingur frá austantjaldsríkjum verið takmarkaður og nú hef- ur verið farið fram á það við pólsku Prins Póló verksmiðj- urnar að þær skili skýrslu um efnisinnihald með næstu sendingu. Prinspólóbirgðir í landinu eru taldar endast fram í næsta mánuð. Einokun SÍF á skreiðarsölu Tveir af þremur stærstu skreiðarframleiðendum í landinu, SÍS og Samlag skreiðarframleiðenda hafa lýst stuðningi við þá tillögu að Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda fái eitt leyfi til sölu á skreið. Sameinaðir framleiðendur eru hugmyndinni mótfallnir. Aftur á móti hefur komið fram að Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra, Jóhannes Nordal og bankarnir í landinu eru hlynntir því að koma sölunni allri á eina hendi. Miklar skreiðarbirgðir eru í landinu og margir reynt að selja Nigeríumönnum af þeim birgðum. Fréttamolar • Helgi Pétursson, fyrrverandi ritstjóri NT, hefur verið ráð- inn blaðafulltrúi Sambandsins. Blaðafulltrúastaðan er nýtt embætti hjá SÍS og liður í endurskipulagningu þess. • Allt bendir til þess að AKVA á Akureyri geti selt vatn til Bandarikjanna fyrir um 15 milljónir króna. í þessum mán- uði er búist við staðfestingu á kaupum á 7—8 sendingum á 2 milljónir ísl. kr. hver. AKVA er að undirbúa markaðssetn- ingu i Evrópu. • Fangi nokkur, sem er að afplána refsingu i Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg, hefur verið í hungurverkfalli frá 11. april. Læknar fylgjast með heilsufari hans en yfirvöld fangelsismála hafa ekki tekið afstöðu til málsins og engar reglur eru til hérlendis um hvernig yfirvöld eigi að bregðast við undir slíkum kringumstæðum. • Talið er fullvist að árlega sé smyglað 35—40 fálkaeggjum frá íslandi. Til mikils er að vinna, því þess eru dæmi að fálk- ar af norrænum slóðum hafi verið seldir fyrir tæpar tvær milljónir króna til oliufursta sem hvað áfjáðastir eru í nor- ræna fálkastofninn. Rúmur mánuður er liðinn síðan fálk- inn fór að verpa en ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að útsendarar fálkaþjófa séu á ferli. _ • Flugleiðir hefja beint áætlunarflug milli íslands og Or- lando í Flórída í desember næstkomandi. RTl BYGGIMGAVðRURl BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600 STÓRHÖFÐA sími 671100 RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND LUKKUDA í ÍST^BMXEJi Verslun í alfaraleiö LUKKUDAGAR? EF ÞÚ VERSLAR FYRIR 1000 KR. OG SVARAR EINIMI SPURNIIMGU FÆRÐ ÞÚ LUKKUMIÐA SEM ÚR VERÐUR DREGIÐ ALLA FÖSTUDAGA í MAÍMÁNUÐI. SÁ HEPPNI HLÝTUR HELGARFERÐ TIL LONDON Fyrir tvo OPIÐ MÁIMUD.-FIMMTUD. 9—18.30 FÖSTUD. 9-19.00 LAUGARD. 10—16.00 OPIÐ ALLA DAGA í HÁDEGINU HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.